„Mætum einu besta liði landsins“ Sindri Sverrisson skrifar 18. júní 2025 13:32 Vestramenn hafa verið á miklu flugi í sumar. vísir/Anton Sigurður Heiðar Höskuldsson og lærisveinar hans í Þór þurfa að finna leiðir til að stöðva „eitt besta lið landsins“ í dag þegar Þórsarar sækja Vestra heim í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Vestramenn hafa átt stókostlegt tímabil hingað til og eru aðeins fjórum stigum frá toppsæti Bestu deildarinnar, með 19 stig eftir 11 umferðir. Þeir ætla sér svo að slá út Lengjudeildarlið Þórs í dag og komast þannig í undanúrslit Mjólkurbikarsins en ekki ef Sigurður og hans menn fá einhverju ráðið. „Við erum að fara að mæta einu besta liði landsins, og einu best skipulagða liðinu. Þetta er mjög verðugt verkefni fyrir okkur,“ sagði Sigurður í dag við íþróttadeild Sýnar og hélt áfram: „Þeir eru búnir að fá á sig sjö mörk í deildinni, svo að varnarleikurinn þeirra er mjög sterkur. Hins vegar ættu þeir kannski að vera búnir að fá aðeins fleiri mörk á sig heldur en þeir hafa fengið. Tölfræðin sýnir það. Við þurfum því að vera aðeins meira „clinical“ fyrir framan markið heldur en liðin í efstu deild hafa verið á móti þeim. Við munum reyna að særa þá.“ Sigurður Höskuldsson er þjálfari Þórsara.Skjáskot Sigurður var í Hrútafirði og á leið vestur þegar rætt var við hann í morgun. Hann þekkir ágætlega til fyrir vestan eftir að hafa spilað með Bolungarvík árið 2005. „Ég átti frábært sumar á Bolungarvík 2005 þannig að því fylgja klárlega hlýjar tilfinningar að fara vestur,“ sagði Sigurður. Leikmenn hans eru ekki síður spenntir enda aðeins tveimur leikjum frá bikarúrslitaleik. Þurfa að trompa stemninguna í liði Vestra „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það verði stemning í Þórsliðinu og mér líður eins og það sé þannig. Vestraliðið er búið að fara þetta svolítið áfram á stemningu og góðri liðsheild, sem sést á vellinum, og við þurfum einhvern veginn að reyna að trompa það með stemningu í okkar liði. Miðað við hvernig menn voru á æfingu í gær og slíkt þá held ég að það sé góður möguleiki á því, og að við getum gert eitthvað fyrir vestan,“ sagði Sigurður. Ibrahima Balde missir af því að mæta sínum gömlu liðsfélögum fyrir vestan því hann er í leikbanni, líkt og Aron Ingi Magnússon. Þá verða Vestramenn án Jeppe Pedersen sem tekur út leikbann. „Það hefur sín áhrif og við leggjum leikinn aðeins öðruvísi upp þegar þeir [Aron og Balde] eru ekki með. En það kemur maður í manns stað. Einhverjir meiddir og smá skörð höggvin í liðið en það stíga þá aðrir upp og fá tækifærið. Þetta breytir aðeins leikstílnum en ekki þannig að okkar einkenni muni ekki sjást í dag,“ segir Sigurður. Leikur Vestra og Þórs hefst klukkan 17:30. Mjólkurbikar karla Vestri Þór Akureyri Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira
Vestramenn hafa átt stókostlegt tímabil hingað til og eru aðeins fjórum stigum frá toppsæti Bestu deildarinnar, með 19 stig eftir 11 umferðir. Þeir ætla sér svo að slá út Lengjudeildarlið Þórs í dag og komast þannig í undanúrslit Mjólkurbikarsins en ekki ef Sigurður og hans menn fá einhverju ráðið. „Við erum að fara að mæta einu besta liði landsins, og einu best skipulagða liðinu. Þetta er mjög verðugt verkefni fyrir okkur,“ sagði Sigurður í dag við íþróttadeild Sýnar og hélt áfram: „Þeir eru búnir að fá á sig sjö mörk í deildinni, svo að varnarleikurinn þeirra er mjög sterkur. Hins vegar ættu þeir kannski að vera búnir að fá aðeins fleiri mörk á sig heldur en þeir hafa fengið. Tölfræðin sýnir það. Við þurfum því að vera aðeins meira „clinical“ fyrir framan markið heldur en liðin í efstu deild hafa verið á móti þeim. Við munum reyna að særa þá.“ Sigurður Höskuldsson er þjálfari Þórsara.Skjáskot Sigurður var í Hrútafirði og á leið vestur þegar rætt var við hann í morgun. Hann þekkir ágætlega til fyrir vestan eftir að hafa spilað með Bolungarvík árið 2005. „Ég átti frábært sumar á Bolungarvík 2005 þannig að því fylgja klárlega hlýjar tilfinningar að fara vestur,“ sagði Sigurður. Leikmenn hans eru ekki síður spenntir enda aðeins tveimur leikjum frá bikarúrslitaleik. Þurfa að trompa stemninguna í liði Vestra „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það verði stemning í Þórsliðinu og mér líður eins og það sé þannig. Vestraliðið er búið að fara þetta svolítið áfram á stemningu og góðri liðsheild, sem sést á vellinum, og við þurfum einhvern veginn að reyna að trompa það með stemningu í okkar liði. Miðað við hvernig menn voru á æfingu í gær og slíkt þá held ég að það sé góður möguleiki á því, og að við getum gert eitthvað fyrir vestan,“ sagði Sigurður. Ibrahima Balde missir af því að mæta sínum gömlu liðsfélögum fyrir vestan því hann er í leikbanni, líkt og Aron Ingi Magnússon. Þá verða Vestramenn án Jeppe Pedersen sem tekur út leikbann. „Það hefur sín áhrif og við leggjum leikinn aðeins öðruvísi upp þegar þeir [Aron og Balde] eru ekki með. En það kemur maður í manns stað. Einhverjir meiddir og smá skörð höggvin í liðið en það stíga þá aðrir upp og fá tækifærið. Þetta breytir aðeins leikstílnum en ekki þannig að okkar einkenni muni ekki sjást í dag,“ segir Sigurður. Leikur Vestra og Þórs hefst klukkan 17:30.
Mjólkurbikar karla Vestri Þór Akureyri Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira