Innherji

Aðgerðir og aðhald

Í gær birtist frétt með fyrirsögninni „​​Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum“ þar sem fram kom að seðlabankastjóri væri „ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn“.

Umræðan

Inngrip lækka söluverð Íslandsbanka, segir formaður efnahagsnefndar

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að tillaga Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um að skylda viðskiptabankana til að verja hluta af hagnaði sínum í að niðurgreiða vexti sé til þess fallin að lækka verðmiðann á Íslandsbanka þegar ríkið selur eignarhlutinn sem eftir stendur.

Innherji

Lýðræðisveislan

Sjálfstæðismenn í Reykjavík taka nú ákvörðun um hvernig velja skuli frambjóðendur til borgarstjórnarkosninga í vor. Tillaga liggur fyrir um prófkjör af þeirri tegund sem algengust hefur verið þegar prófkjörsleiðin er á annað borð valin. Óhætt er að spá því að þessi tillaga verði samþykkt með miklum meirihluta í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á fundi á morgun, fimmtudag. Prófkjör eru ekki gallalaus en að mörgu leyti skásta leiðin til að velja á framboðslista. Það er til mikils að vinna að ala ekki á göllunum.

Umræðan

Landsbankinn færði sjötíu starfsmenn í Borgartún eftir myglufund

Uppgötvun á myglu í húsakynnum Landsbankans í Kvosinni, sem varð til þess að rúmlega 70 starfsmenn voru færðir yfir í Borgartún, mun hvorki hafa í för með sér verulegan kostnað fyrir bankann, né koma niður á söluverðinu þegar bankinn flytur höfuðstöðvar sínar í nýtt húsnæði við Austurhöfn.

Innherji

Hildur vill heimila íslenska netverslun með áfengi

Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður frumvarps um breytingu á lögum um netverslun með áfengi sem hún leggur fram í dag. Í frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda.

Innherji

Erlendir sjóðir keyptu þrjú íslensk gagnaver fyrir meira en 100 milljarða undir lok ársins

Afar samkeppnishæft og stöðugt orkuverð, sem varð á skömmum tíma talsvert lægra hér á landi í samanburði við Evrópu þar sem það hefur hækkað skarpt á tímum faraldursins, ásamt ört vaxandi áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða á gagnaversiðnaði skilaði sér í því að þrjú stærstu gagnaverin sem eru starfrækt á Íslandi voru seld fyrir samanlagt yfir 100 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2021.

Innherji

Mismunandi formennska búi til flækjustig innan Seðlabankans

Óhætt sé að fullyrða að vel hafi tekist til við sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins en ljóst er að gera þarf breytingar á fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands, ýmist skerpa á verksviði nefndarinnar eða skipa seðlabankastjóra sem formann nefndarinnar. Þetta kom fram í máli Óla Björns Kárasonar þingmanns í umræðu á Alþingi um starf Seðlabanka Íslands eftir að hann var sameinaður Fjármálaeftirlitinu.

Innherji

Guðmundur í Afstöðu öflugastur að smala

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu og frambjóðandi í þriðja sæti Samfylkingarinnar í borginni, er sagður eiga hlutfallslega flestar nýskráningar í flokkinn og skráða stuðningsmenn fyrir prófkjör flokksins sem fram fer um næstu helgi.

Klinkið

Síminn furðar sig á tilhæfulausri pillu frá ráðherra

Orri Hauksson, forstjóri Símans, vísar ummælum Lilju Alfreðsdóttur, menningarmálaráðherra, á bug en ráðherra beindi því til Símans að skila fjölmiðlastyrkjum í ríkissjóð ef fyrirtækið teldi sig „of fínt“ fyrir styrkina. Síminn hefur ekki fengið neina styrki af þessu tagi. Hann fagnar þó breyttum áherslum ráðherra sem hyggst taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði.

Innherji

Kippur í útflutningi skilar hagstæðum vöruskiptum í fyrsta sinn í sjö ár

Verðmæti vöruútflutnings í janúar voru rúmum milljarði meiri en verðmæti vöruinnflutnings samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, bendir á að þetta sé í fyrsta sinn frá því í mars 2015, ef litið er fram hjá flugvélasölu WOW air í byrjun árs 2019, sem vöruskipti við útlönd eru hagstæð.

Innherji

Samkaup vara birgja við því að stökkva á vagn verðhækkana

Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, segir að matvörukeðjur fyrirtækisins hafi á síðustu vikum fengið vel á annað hundrað boð um verðhækkanir sem nema að jafnaði um fimm prósentum. Þessar hækkanir eru ekki enn komnar fram í smásöluverði og fyrirtækið hefur hvatt birgja til að stökkva ekki á „verðhækkanavagninn“ nema af góðri ástæðu.

Innherji

Einkageirinn standi í erfiðri samkeppni við hið opinbera um fólk

Ráðgjafi stjórnar Samtaka atvinnulífsins segir einkageirann hafa skroppið saman á meðan hið opinbera þenjist út. Í liðinni viku birti Hagstofan bráðabirgðatölur um þróun starfsmannafjölda og heildarlaunagreiðslna árið 2021. Á tímabili kórónukreppunnar er heildarniðurstaðan sú að starfandi fólki fækkaði um 4 prósent og heildarlaunagreiðslur, eða launasumman, dróst saman um 4 prósent milli áranna 2019 og 2021.

Innherji