Endurskoða þarf séríslenskar reglur um kaupauka, segir meðeigandi LOGOS
![Óttar Pálsson, lögmaður og meðeigandi hjá LOGOS. Fjármálafyrirtæki og fjármagnsmarkaðir eru á meðal sérsviða hans.](https://www.visir.is/i/352BF0846C993946DAFB87B1E3079A402C0250D096B98DD6957C121AD82CE207_713x0.jpg)
Það er ástæða til þess, að sögn Óttars Pálssonar, lögmanns og meðeiganda hjá LOGOS, að endurskoða núverandi takmarkanir á kaupaukum fjármálafyrirtækja með það fyrir augum að færa gildissvið þeirra og efnisreglur nær því sem þekkist í löndunum í kringum okkur. Séríslenskar takmarkanir á kaupaukum skerða samkeppnishæfni, hækka föst laun bankastarfsmanna verulega og geta jafnvel stuðlað að óæskilegri ákvarðanafælni.