Golf

Stefna á nýjan golf­völl í Múla­þingi

Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs hefur óskað eftir því að byggður verði nýr golfvöllur á Eiðum. Félagið notast við völl við Ekkjufell sem að sögn stjórnarmanns klúbbsins veldur óánægju meðal golfiðkenda á svæðinu. 

Golf

Heimsúrvalið hafði betur á þriðja degi forsetabikarsins

Af alls átta viðureignum í gær voru það aðeins Jordan Spieth og Justin Thomas ásamt Tony Finau og Max Homa sem unnu sín einvígi fyrir Bandaríkjamenn. Heimsúrvalið hefur því náð að minnka forskot Bandaríkjanna úr sex niður í fjóra vinninga.

Golf

Bandaríkin leiða eftir annan hring forsetabikarsins

Lið Bandaríkjanna fylgdi á eftir góðum fyrsta hring gegn heimsúrvalinu með þremur vinningum á öðrum hring í forsetabikarnum í golfi í gær. Bandaríkin leiða nú með átta vinningum gegn tveimur fyrir þriðja hring sem hefst klukkan 11.00 í dag.

Golf

Steinninn í liði með Bandaríkjunum

Bandaríkjamenn eru 4-1 yfir eftir fyrsta keppnisdag Forsetabikarsins í golfi, þar sem þeir keppa við aðra bestu kylfinga heims sem ekki eru frá Bandaríkjunum eða Evrópu.

Golf

Púttaði frá sér sigurinn

Englendingurinn Danny Willet var í kjörstöðu til að vinna Fortinet meistaramótið í golfi um helgina. Sigurinn var innan seilingar, hann var innan við einn metra frá holunni en pútt hans geigaði. Raunar geiguðu tvö pútt og Willet komst ekki einu sinni í bráðabana.

Golf

Schauffele heggur á forskot Scheffler

Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler leiðir Tour Championship á 19 höggum undir pari eftir annan dag mótsins en landi hans, Xander Schauffele er ekki langt á eftir.

Golf

Kristján og Guðrún sigruðu Korpubikarinn

Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili stóðu uppi sem sigurvegarar í Korpubikarnum í golfi, lókamótinu á stigamótaröð Golfsambands Íslands, GSÍ.

Golf

Ragnhildur komst ekki í gegnum niðurskurð

Ragnhildur Kristinsdóttir, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, komst ekki í gegnum niðurskurð á úrtökumóti fyrir LPGA-mótaröðina á Rancho Mirage-golfvellinum í Kaliforníu í nótt.

Golf

Tiger Woods að safna liði

Tiger Woods ætlar að taka frumkvæðið í baráttunni fyrir framtíð bandarísku PGA-mótaraðarinnar í golfi nú þegar forríku Sádarnir tæla til sína hvern kylfinginn á fætur öðrum.

Golf