„Það verður hátíð næstu daga“ Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2024 15:01 Sigmundur Einar Másson mun lýsa Masters mótinu á Stöð 2 Sport um helgina. Vísir/Sigurjón Golfsérfræðingurinn Sigmundur Einar Másson segir að ekki sé annað hægt en að búast við veislu í kvöld og næstu daga, þegar Masters-mótið í golfi fer fram á Augusta-vellinum. Upphafi mótsins var reyndar seinkað í dag, um tvo og hálfan tíma, vegna rigningar og það gæti haft þau áhrif að ekki takist öllum að ljúka fyrsta hring í dag. „Völlurinn mun verða blautur í dag en inn í helgina er veðurspáin allt önnur. Það verður bara gaman að sjá hvað gerist í dag,“ segir Sigmundur sem mun lýsa mótinu á Stöð 2 Sport 4. Viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Masters-mótið hefst í dag Aðspurður hverjir séu líklegastir til að berjast um sigur á mótinu segir Sigmundur: „Það er náttúrulega Scottie Scheffler, kylfingur númer eitt á heimslista. Það er varla til sú vinnustaðakeppni þar sem Scottie Scheffler er ekki efstur hjá öllum. En svo er líka þarna sigurvegarinn frá því í fyrra, Jon Rahm, en það eru einungis þrír sem hafa varið græna jakkann. Svo eru fleiri sögur. Viktor Hovland og Brooks Koepka eru þarna uppi, og svo er það stóra sagan um Rory McIlroy sem reynir að sækja stóru slemmuna, að hafa unnið alla fjóra risatitlana. Hann hefur áður átt möguleika og nú kemur í ljós hvort hann fær möguleika á sunnudaginn.“ Fyrir utan þessa kylfinga og fleiri verður einnig fróðlegt að fylgjast með gengi Tiger Woods sem fimm sinnum hefur unnið mótið og klæðst græna jakkanum – síðast árið 2019. „Það er hrikalega mikil spenna og þetta hefur íslenska golfsumarið. Mánudaginn eftir Masters flykkjast kylfingarnir út og byrja að skoða hvað er í gangi. Það verður hátíð næstu daga,“ segir Sigmundur. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 í dag en mótið stendur yfir fram á sunnudag. Golf Masters-mótið Tengdar fréttir Líklegastur til að vinna en vill frekar vera viðstaddur fæðinguna Bandarísku kylfingarnir Scottie Scheffler og Sam Burns eru í óvenjulegri stöðu fyrir Masters-mótið í golfi sem hefst í dag, á Augusta-vellinum í Georgíu. Báðir gætu þurft að fórna mótinu en ástæðan er gleðileg. 11. apríl 2024 07:31 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira
Upphafi mótsins var reyndar seinkað í dag, um tvo og hálfan tíma, vegna rigningar og það gæti haft þau áhrif að ekki takist öllum að ljúka fyrsta hring í dag. „Völlurinn mun verða blautur í dag en inn í helgina er veðurspáin allt önnur. Það verður bara gaman að sjá hvað gerist í dag,“ segir Sigmundur sem mun lýsa mótinu á Stöð 2 Sport 4. Viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Masters-mótið hefst í dag Aðspurður hverjir séu líklegastir til að berjast um sigur á mótinu segir Sigmundur: „Það er náttúrulega Scottie Scheffler, kylfingur númer eitt á heimslista. Það er varla til sú vinnustaðakeppni þar sem Scottie Scheffler er ekki efstur hjá öllum. En svo er líka þarna sigurvegarinn frá því í fyrra, Jon Rahm, en það eru einungis þrír sem hafa varið græna jakkann. Svo eru fleiri sögur. Viktor Hovland og Brooks Koepka eru þarna uppi, og svo er það stóra sagan um Rory McIlroy sem reynir að sækja stóru slemmuna, að hafa unnið alla fjóra risatitlana. Hann hefur áður átt möguleika og nú kemur í ljós hvort hann fær möguleika á sunnudaginn.“ Fyrir utan þessa kylfinga og fleiri verður einnig fróðlegt að fylgjast með gengi Tiger Woods sem fimm sinnum hefur unnið mótið og klæðst græna jakkanum – síðast árið 2019. „Það er hrikalega mikil spenna og þetta hefur íslenska golfsumarið. Mánudaginn eftir Masters flykkjast kylfingarnir út og byrja að skoða hvað er í gangi. Það verður hátíð næstu daga,“ segir Sigmundur. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 í dag en mótið stendur yfir fram á sunnudag.
Golf Masters-mótið Tengdar fréttir Líklegastur til að vinna en vill frekar vera viðstaddur fæðinguna Bandarísku kylfingarnir Scottie Scheffler og Sam Burns eru í óvenjulegri stöðu fyrir Masters-mótið í golfi sem hefst í dag, á Augusta-vellinum í Georgíu. Báðir gætu þurft að fórna mótinu en ástæðan er gleðileg. 11. apríl 2024 07:31 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira
Líklegastur til að vinna en vill frekar vera viðstaddur fæðinguna Bandarísku kylfingarnir Scottie Scheffler og Sam Burns eru í óvenjulegri stöðu fyrir Masters-mótið í golfi sem hefst í dag, á Augusta-vellinum í Georgíu. Báðir gætu þurft að fórna mótinu en ástæðan er gleðileg. 11. apríl 2024 07:31