„Ef hann á slæmt mót þá endar hann samt í topp tíu“ Aron Guðmundsson skrifar 16. maí 2024 13:01 Áhuginn er mikill á PGA meistaramótinu sem hefst í dag og hér má sjá kylfinginn Scottie Scheffler, sem er af mörgum talinn sigurstranglegastur á mótinu. Vísir/Getty Annað risamót ársins í golfheiminum hefst seinna í dag þegar að kylfingar hefja fyrsta hring á PGA meistaramótinu á Valhalla vellinum í Kentucky. Þrír kylfingar eru taldir líklegastir til afreka á mótinu sem gæti verið leikið við meira krefjandi aðstæður en vanalega. Og sem fyrr eru augu margra á Tiger Woods. Veðurspár á svæðinu gera ráð fyrir breytilegu veðri á meðan að keppnisdagar PGA meistaramótsins standa yfir. Þrumuveður er í kortunum fyrir næstu þrjá daga. Eitthvað sem mótshaldarar vona að verði ekki raunin en slíkar aðstæður munu gera kylfingum erfitt fyrir á velli sem er nógu krefjandi fyrir við fullkomnar aðstæður. ESPN hefur tekið saman sögulínur sem gott er að hafa í huga á meðan á mótinu stendur og er þar meðal annars rýnt betur í þá kylfinga sem fyrir fram eru taldir líklegri en aðrir til afreka um helgina.. Þrír taldir standa framar öðrum Einn þeirra er Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler sem stóð uppi sem sigurvegari Masters í síðasta mánuði. Scheffler hefur staðið uppi sem sigurvegari á fjórum mótum undanfarna tvo mánuði. „Hann er að slá kúluna betur en nokkur annar kylfingur síðan að við sáum Tiger Woods upp á sitt besta,“ segir í umfjöllun ESPN. Tiger Woods sjálfur er hrifinn af því sem Scheffler hefur verið að gera. Scottie Scheffler er mættur til Kentucky Vísir/Getty „Ef hann á slæmt mót þá endar hann samt í topp tíu sætunum,“ segir Woods um Scheffler í aðdraganda PGA meistaramótsins. „Ef hann spila ágætlega þá vinnur hann. Púttin hans eru framúrskarandi, kylfingur sem getur allt.“ Þá verða Rory McIlroy og Brooks Koepka einnig að teljast líklegir til afreka. McIlroy hefur unnið tvö mót í röð í aðdraganda PGA meistaramótsins. Og það er kannski ekki sigurinn sjálfur sem gerir hann líklegan til afreka. Heldur hvernig hann hefur spilað á leið sinni í átt að sigri. Af sjálfstrausti. Einkalífið er hins vegar í brennidepli hjá McIlroy í aðdraganda mótsins og neitaði Norður-Írinn að svara spurningum fjölmiðla um yfirvofandi skilnað hans við eiginkonu sína á blaðamannafundi í gær. Munu vangaveltur um einkalíf McIlroy hafa áhrif á hann um helgina? Þá er Brooks Koepka, ríkjandi meistari PGA meistaramótsins, einnig talinn líklegur til afreka er hann reynir nú að verja titil sinn. Og það er ekki síður árangur Koepka á PGA meistaramótinu í gegnum tíðina sem sér til þess að hann er metinn líklegur til afreka um helgina. Koepka hefur í þrígang unnið PGA meistaramótið og eftir því sem erfiðleika stigið hækkar með krefjandi völlum á borð við þann sem verður spilaður um helgina virðist Brooks Koepka alltaf stíga upp. Maður stóru stundanna. Brooks Koepka er einn þeirra sem er talinn líklegastur til afreka á PGA meistaramótinu um helginaVísir/Getty Hvað gerir Tiger Woods? Sem fyrr beinast augu margra að Bandaríkjamanninum Tiger Woods sem er mættur aftur með kleinuhringinn sem hefur stolið senunni í aðdraganda mótsins. „Ég er bara latur,“ svaraði Tiger á blaðamannafundi aðspurður um hvers vegna hann kaus að skarta kleinuhring á mótinu. Letin mun ekkert hafa upp á sig innan vallar á PGA meistaramótinu. Tiger Woods er mættur á PGA meistaramótið og skartar kleinuhring. Hann gerði slíkt hið sama fyrir tíu árum síðan á þessu sama mótiVísir/Getty Tiger hefur staðið uppi sem sigurvegari á PGA meistaramótinu fjórum sinnum og alls hefur hann unnið fimmtán risamót á sínum ferli. Síðast á Masters árið 2019. Woods keppti á Masters mótinu í síðasta mánuði og komst í gegnum niðurskurð 24.árið í röð. Það er met. Hann lauk leik í sextugasta sæti og hefur greint frá því að hann ætli sér að taka þátt á öllum risamótum ársins. Enn fremur hefur hann enn trú á því að geta staðið uppi sem sigurvegari. Bætir hann við sextánda sigrinum á risamóti um helgina? „Mér líður enn eins og ég geti unnið golfmót. Mér líður enn eins og ég geti tekið þessi högg, eins og ég geti stjórnað stutta spilinu í kringum flatirnar og að ég geti púttað. Ég þarf bara að gera þetta alla fjóra dagana í staðin fyrir að gera þetta bara tvo daga eins og á The Masters,“ sagði Woods. Þú gerir ekki neitt nema að hafa trú á því sjálfur að geta afrekað eitthvað. Trúin flytur fjöll. En sem fyrr eru á lofti spurningar um stöðuna á Woods sem hefur þurft að ganga í gegnum margt undanfarin ár í kjölfar alvarlegs bílslyss. Tiger Woods hefur leik á PGA meistaramótinu í dag. PGA-meistaramótið hefst í dag og verður í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4. PGA-meistaramótið Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Veðurspár á svæðinu gera ráð fyrir breytilegu veðri á meðan að keppnisdagar PGA meistaramótsins standa yfir. Þrumuveður er í kortunum fyrir næstu þrjá daga. Eitthvað sem mótshaldarar vona að verði ekki raunin en slíkar aðstæður munu gera kylfingum erfitt fyrir á velli sem er nógu krefjandi fyrir við fullkomnar aðstæður. ESPN hefur tekið saman sögulínur sem gott er að hafa í huga á meðan á mótinu stendur og er þar meðal annars rýnt betur í þá kylfinga sem fyrir fram eru taldir líklegri en aðrir til afreka um helgina.. Þrír taldir standa framar öðrum Einn þeirra er Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler sem stóð uppi sem sigurvegari Masters í síðasta mánuði. Scheffler hefur staðið uppi sem sigurvegari á fjórum mótum undanfarna tvo mánuði. „Hann er að slá kúluna betur en nokkur annar kylfingur síðan að við sáum Tiger Woods upp á sitt besta,“ segir í umfjöllun ESPN. Tiger Woods sjálfur er hrifinn af því sem Scheffler hefur verið að gera. Scottie Scheffler er mættur til Kentucky Vísir/Getty „Ef hann á slæmt mót þá endar hann samt í topp tíu sætunum,“ segir Woods um Scheffler í aðdraganda PGA meistaramótsins. „Ef hann spila ágætlega þá vinnur hann. Púttin hans eru framúrskarandi, kylfingur sem getur allt.“ Þá verða Rory McIlroy og Brooks Koepka einnig að teljast líklegir til afreka. McIlroy hefur unnið tvö mót í röð í aðdraganda PGA meistaramótsins. Og það er kannski ekki sigurinn sjálfur sem gerir hann líklegan til afreka. Heldur hvernig hann hefur spilað á leið sinni í átt að sigri. Af sjálfstrausti. Einkalífið er hins vegar í brennidepli hjá McIlroy í aðdraganda mótsins og neitaði Norður-Írinn að svara spurningum fjölmiðla um yfirvofandi skilnað hans við eiginkonu sína á blaðamannafundi í gær. Munu vangaveltur um einkalíf McIlroy hafa áhrif á hann um helgina? Þá er Brooks Koepka, ríkjandi meistari PGA meistaramótsins, einnig talinn líklegur til afreka er hann reynir nú að verja titil sinn. Og það er ekki síður árangur Koepka á PGA meistaramótinu í gegnum tíðina sem sér til þess að hann er metinn líklegur til afreka um helgina. Koepka hefur í þrígang unnið PGA meistaramótið og eftir því sem erfiðleika stigið hækkar með krefjandi völlum á borð við þann sem verður spilaður um helgina virðist Brooks Koepka alltaf stíga upp. Maður stóru stundanna. Brooks Koepka er einn þeirra sem er talinn líklegastur til afreka á PGA meistaramótinu um helginaVísir/Getty Hvað gerir Tiger Woods? Sem fyrr beinast augu margra að Bandaríkjamanninum Tiger Woods sem er mættur aftur með kleinuhringinn sem hefur stolið senunni í aðdraganda mótsins. „Ég er bara latur,“ svaraði Tiger á blaðamannafundi aðspurður um hvers vegna hann kaus að skarta kleinuhring á mótinu. Letin mun ekkert hafa upp á sig innan vallar á PGA meistaramótinu. Tiger Woods er mættur á PGA meistaramótið og skartar kleinuhring. Hann gerði slíkt hið sama fyrir tíu árum síðan á þessu sama mótiVísir/Getty Tiger hefur staðið uppi sem sigurvegari á PGA meistaramótinu fjórum sinnum og alls hefur hann unnið fimmtán risamót á sínum ferli. Síðast á Masters árið 2019. Woods keppti á Masters mótinu í síðasta mánuði og komst í gegnum niðurskurð 24.árið í röð. Það er met. Hann lauk leik í sextugasta sæti og hefur greint frá því að hann ætli sér að taka þátt á öllum risamótum ársins. Enn fremur hefur hann enn trú á því að geta staðið uppi sem sigurvegari. Bætir hann við sextánda sigrinum á risamóti um helgina? „Mér líður enn eins og ég geti unnið golfmót. Mér líður enn eins og ég geti tekið þessi högg, eins og ég geti stjórnað stutta spilinu í kringum flatirnar og að ég geti púttað. Ég þarf bara að gera þetta alla fjóra dagana í staðin fyrir að gera þetta bara tvo daga eins og á The Masters,“ sagði Woods. Þú gerir ekki neitt nema að hafa trú á því sjálfur að geta afrekað eitthvað. Trúin flytur fjöll. En sem fyrr eru á lofti spurningar um stöðuna á Woods sem hefur þurft að ganga í gegnum margt undanfarin ár í kjölfar alvarlegs bílslyss. Tiger Woods hefur leik á PGA meistaramótinu í dag. PGA-meistaramótið hefst í dag og verður í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4.
PGA-meistaramótið Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti