Metið innan seilingar hjá Tiger Woods Siggeir Ævarsson skrifar 12. apríl 2024 19:45 Tiger Woods er með augun á boltanum Vísir/EPA-EFE/JUSTIN LANE Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Tiger Woods skrifi nafn sitt í sögubækur Masters mótaraðarinnar í kvöld og komist í gegnum niðurskurð á 24. mótinu í röð. 50 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn í dag og er Tiger sem stendur í 27. sæti eftir 16 holur. Það hefur verið nóg að gera hjá Tiger í dag þar sem hann náði ekki að ljúka hring sínum í gær og þurfti því að leika 23 holur í dag. Það væri kannski bæði létt verk og löðurmannlegt fyrir kylfing á besta aldri í topp formi en Tiger hefur verið að glíma við þrálát og erfið meiðsli síðustu ár og er þetta í fyrsta sinn síðan 2019 sem hann leikur fleiri en 18 holur á einum degi í keppni. Tiger er sem stendur einum yfir pari og aðeins stórslys á síðustu tveimur holunum gæti komið í veg fyrir að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Augu flestra áhorfenda eru á Tiger þrátt fyrir að hann sé langt frá toppnum og hafa nokkur tilþrif frá honum í dag glatt augu áhorfenda. Stopped on a dime. Tiger Woods gets one back on No. 8. #themasters pic.twitter.com/UZ708iiy1q— The Masters (@TheMasters) April 12, 2024 Golf Masters-mótið Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
50 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn í dag og er Tiger sem stendur í 27. sæti eftir 16 holur. Það hefur verið nóg að gera hjá Tiger í dag þar sem hann náði ekki að ljúka hring sínum í gær og þurfti því að leika 23 holur í dag. Það væri kannski bæði létt verk og löðurmannlegt fyrir kylfing á besta aldri í topp formi en Tiger hefur verið að glíma við þrálát og erfið meiðsli síðustu ár og er þetta í fyrsta sinn síðan 2019 sem hann leikur fleiri en 18 holur á einum degi í keppni. Tiger er sem stendur einum yfir pari og aðeins stórslys á síðustu tveimur holunum gæti komið í veg fyrir að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Augu flestra áhorfenda eru á Tiger þrátt fyrir að hann sé langt frá toppnum og hafa nokkur tilþrif frá honum í dag glatt augu áhorfenda. Stopped on a dime. Tiger Woods gets one back on No. 8. #themasters pic.twitter.com/UZ708iiy1q— The Masters (@TheMasters) April 12, 2024
Golf Masters-mótið Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira