Innlent

Samið um sjálf­stæða leik­skóla í Reykja­vík

Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna sjálfstætt starfandi leikskóla hækkar um 290 milljónir króna á ári með nýjum samningi sem hefur verið samþykktur. Samningurinn felur meðal annars í sér að sjálfstæðu leikskólarnir tengist inn í leikskólakerfi borgarinnar.

Innlent

Verk­föll boðuð í fjórum grunn­skólum í janúar

Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi hefur samþykkt boðun verkfalls í janúar næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkföllum.

Innlent

„Þetta var bara besta stund kosninga­bar­áttunnar til þessa“

Formaður Miðflokksins hafnar því að sér hafi verið vísað út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær. Aðstoðarskólastjóri VMA staðfestir frásögn skólastjórans, um að hún hafi vísað fulltrúum flokksins út úr skólanum eftir að formaðurinn krotaði á varning annarra flokka. Sigmundur heldur fast við sína frásögn og kannast ekki við að hafa verið vísað úr skólanum.

Innlent

Telur Bláa lónið öruggt vegna varnar­garðanna

Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu segir varnargarða umhverfis baðlónið vinsæla verja alla starfsemi félagsins. Hraun hefur náð bílastæði lónsins sem er utan varnargarða.

Innlent

„Ekki ró­legur með hraunið ofan á“

Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi.

Innlent

Gandri fær grænt ljós

Brettingur hefur fengið grænt ljós sem eiginnafn hjá mannanafnanefnd en ekki sem millinafn. Nú má líka heita Gandri.

Innlent

Borgarísjaki en enginn björn

Landhelgisgæslan varar sjófarendur við borgarísjaka vestur af Vestfjörðum. Ekki sást til hvítabjarnar við eftirlitsflug þyrlu gæslunnar í gær.

Innlent

Svarts­engi keyrt á vara­afli

Orkuveruð í Svartsengi er nú keyrt á varaafli, eftir að Svartsengislína fór út. Rafmagnslaust er í Grindavík. HS Orka fylgist grannt með stöðunni á Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjunum fyrir heitu vatni. 

Innlent

Hraun náð Njarðvíkuræð

„Nú fylgjumst við bara í raun og veru með rennsli hraunsins; hraunið hefur náð þessari veitulínu, Njarðvíkurlínunni,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um stöðu mála við Grindavík.

Innlent

Hraun rann yfir Grinda­víkur­veg

Hraun rann yfir Grindavíkurveg upp úr klukkan half fimm í nótt og nálgast það nú Njarðvíkuræð. Áætlað hraunrennsli á umræddri hrauntungu er um 300 metrar á klukkustund.

Innlent

Kort af stað­setningu gos­sprungunnar

Lengd gossprungunnar þar sem gýs norðan Grindavíkur er áætluð um tveir og hálfur kílómetri. Syðri endi hennar er við Sýlingarfell. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja gosið minna í upphafi en síðasta gos í ágúst.

Innlent

Áttu ekki von á eld­gosi í nóvember

Vísindamenn á Veðurstofu Íslands sögðust síðdegis á þriðjudag telja ólíklegt að nægur þrýstingur yrði búinn að byggjast upp í kvikuhólfinu undir Svartsengi til að koma af stað eldgosi í nóvember, kosningagosi. Önnur varð sannarlega raunin því rúmum sólarhring síðar er eldgos hafið norðan Grindavíkur, það sjöunda á árinu og það tíunda síðan eldgosahrinan á svæðinu hófst í mars 2021.

Innlent

Rýming í Bláa lóninu og Grinda­vík gengur vel

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna.

Innlent