Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Grá slikja hefur legið yfir höfuðborginni í dag en gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi er suðvestanlands og á Suðurlandi með tilheyrandi mengun. Við ræðum við loftgæðasérfræðing í beinni útsendingu.

Innlent

Grimmdar­legar lýsingar á mann­drápinu í Hafnar­firði

Þrír ungir menn sem sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólskum karlmanni bana í apríl eru sakaðir um grimmdarlega árás sem leiddi til dauða. Sá elsti er sakaður um að hafa stungið hann endurtekið þar sem hann lá varnarlaus eftir að hafa náð að reisa sig við í tvígang, særður eftir árásina. Upptaka vinkonu mannanna af árásinni er lykilsönnunargagn í málinu. Hún er ákærð fyrir að hafa ekki komið til hjálpar.

Innlent

Esjan sést ekki fyrir gos­móðu

Gosmóða liggur yfir höfuðborginni í bland við þokuloft og því lítið skyggni á svæðinu. Esjan sem vanalega sést út um gluggann frá höfuðstöðvum fréttastofu er horfin inn í móðuna.

Innlent

„Ég er nokkuð viss um að fleiri hefðu viljað koma sínum sjónar­miðum á fram­færi“

Samráðsgátt stjórnvalda þjónar ekki tilgangi sínum þegar umsagnarfrestur að drögum að breytingu á reglugerðum er settur í miðju sumarfríi þorra landsmanna að sögn framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Amnesty. Drög að breytingu á reglugerð um útlendinga þrengi möguleika ákveðins hóps til að fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.

Innlent

Segja Reykja­víkur­borg mis­muna dóttur þeirra með synjun

Hjón segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur sinni með því að synja henni um þátttöku í verkefni sem snýst um aðlögun að grunnskóla. Stúlkan fær ekki að taka þátt af því hún var ekki í leikskóla í hverfinu þegar hún þarf í raun sérstaklega á verkefninu að halda vegna þess.

Innlent

Gos­móða suð­vestan­lands og á Suður­landi

Nokkur gosmóða er nú suðvestanlands og á Suðurlandi sem dregur úr skyggni auk þess sem SO2 gasmengun eða brennisteinsdíoxíð frá eldgosinu mælist í dag á svæðinu frá Vogum að Sandgerði. Lögreglan á Suðurnesjum leggur áherslu á að ekki sé farið með ung börn að gosstöðvunum á Reykjanesi en aðstoða þurfti fjölskyldu með tvo lítil úrvinda börn á svæðinu í nótt.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við lögregluna á Suðurnesjum um ástandið á gosstöðvunum en í nótt þurfti að koma úrvinda fjölskyldu til aðstoðar á svæðinu. 

Innlent

Aðstoðuðu fjölskyldu með úrvinda börn

Gossvæðið við Litla Hrút á Reykjanesi er opið í dag en lögregla leggur áherslu á að ekki sé farið með börn á svæðið og að fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma gangi ekki að gosinu. 

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við tvær flóttafjölskyldur, sem báðar hafa fengið skilaboð um að þeim verði vísað úr landi á næstu dögum. Yngsta barnið er fætt hér á landi. 

Innlent

Ger­enda­­með­­virkni og normalí­­seríng grasseri enn

Á laugardaginn verður Druslugangan haldin í ellefta sinn enn gengið verður bæði í Reykjavík og á Sauðárkróki. Einn skipuleggjenda göngunnar segir þolendur kynferðisofbeldis finna samstöðu og styrk í krafti hvers annars með því að ganga öskrandi niður Skólavörðustíginn.

Innlent

Banda­rískur kjarn­orku­kaf­bátur við Ís­land

Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Delaware kom í þjónustuheimsókn í íslenska landhelgi í dag. Varðskipið Þór fylgdi kafbátnum frá ytri mörkum landhelginnar í Stakksfjörð þar sem áhafnarmeðlimir voru teknir um borð í kafbátinn.

Innlent

Guð­rún Sesselja skipuð héraðs­dómari

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Guðrúnu Sesselju Arnardóttur í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, frá og með 1. september næstkomandi.

Innlent

Tvö burðar­dýr fá þunga dóma

Maður og kona af erlendum uppruna fengu í dag þunga dóma í Héraðsdómi Reykjaness. Fólkið hafði flutt inn kókaín en var hvorki eigandi þess né hafði skipulagt dreifinguna.

Innlent