Heidelberg skoðar nú Húsavík Lovísa Arnardóttir skrifar 8. febrúar 2025 07:52 Þorsteinn Víglundsson er talsmaður Heidelberg á Íslandi. Vísir/Einar Forsvarsmenn Heidelberg á Íslandi skoða nú hvort hægt er að koma upp starfsemi sinni á Húsavík. Talsmaður fyrirtækisins var gestur í vikunni á fundi byggðarráðs Norðurþings. Fyrirtækið vill koma upp framleiðslu á möluðu móbergi til útflutnings og íblöndunar við sement. Þau segja það gert í þeim tilgangi að minnka verulega kolefnisspor sementsframleiðslu. Þar lagði hann fram greinargerð um áhuga Heidelberg á að hefja þar framleiðslu á möluðu móbergi til útflutnings og íblöndunar við sement. Meirihluti íbúa í Ölfusi eða sjötíu prósent hafnaði í íbúakosningu í desember, að veita Heidelberg Matarials starfsleyfi í Þorlákshöfn til að reisa þar mölunarverksmiðju. Fyrirtækið sagði við það tilefni að þau myndu leita annað. Talsmaður Heidelberg sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði eftir kosninguna og að fyrirtækið hefði eytt á annan milljarð króna við undirbúning á mölunarverksmiðju í Ölfusi. Niðurstaða íbúakosningar um verkefnið hefði verið vonbrigði og sannleikurinn hafi verið fórnarlamb í aðdraganda hennar. Í greinargerð sem fylgir fundargerð byggðarráðs Norðurþings er fjallað um fyrirtækið, verkefnið sjálft, þær ákvarðanir sem teknar voru í Ölfusi og mögulega framtíð verkefnisin í Norðurþingi. „Heidelberg telur að mikil tækifæri til móbergsvinnslu séu í framburði Jökulsár á Fjöllum, út af Austur- og Vestursandi í Öxarfirði. Þá væri efnið tekið úr sjó og flutt sjóleiðis að Bakka til þvottar og þurrkunar. Einnig hefur Heidelberg áhuga á að rannsaka efni í landi Norðurþings, t.d. í nágrenni Bakka en líklegt móberg er ofan þjóðvegar 85 sem og í Grísatungufjöllum,“ segir í greinargerðinni um það hvar Heidelberg vill vinna í Norðurþingi. Þar kemur einnig fram að það gæti tekið um tvö ár að koma verkefninu upp, hvaða mannvirki þyrfti að reisa og hver næstu skref séu. Þá segir einnig að ef verði af þessu verði verkefnið samvinnuverkefni Heidelberg, Norðurþings, Landsvirkjunar og stjórnvalda. „Ef almenn jákvæðni og sameiginlegir hagsmunir eru til staðar verður gerð viljayfirlýsing á milli Heidelberg og Norðurþings um verkefnið. Ef til þess kemur verður verkefnið nánar kynnt íbúum Norðurþings á íbúafundi,“ segir að lokum. Námuvinnsla Ölfus Norðurþing Skipulag Tengdar fréttir Heidelberg hvergi af baki dottið Þorsteinn Víglundsson talsmaður mölunarverksmiðjunnar Heidelberg segir niðurstöðu íbúakosningar i Ölfusi, um starfsleyfi fyrirtækisins vera vonbrigði. Fyrirtækið er aftur á móti hvergi af baki dottið og mun leita að öðrum stað til móbergsmölunar hér á landi. 9. desember 2024 19:29 Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Íbúakosningu í Ölfusi um hvort Heidelberg fái að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn lauk formlega klukkan fjögur síðdegis. Íbúakosning hófst þann 25. nóvember en íbúum gafst þá einnig kostur á að greiða atkvæði um málið samhliða kosningum til Alþingis 30. nóvember. 9. desember 2024 16:53 Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Þeir sem sátu íbúafund Heidelbergs í Þorlákshöfn í gær fóru margir heim fullvissir um framsögu Þorsteins Víglundssonar og annarra talsmanna fyrirtækisins, að verkefnið væri samfélagsvænt og umhverfisgrænt. 28. nóvember 2024 15:13 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Þar lagði hann fram greinargerð um áhuga Heidelberg á að hefja þar framleiðslu á möluðu móbergi til útflutnings og íblöndunar við sement. Meirihluti íbúa í Ölfusi eða sjötíu prósent hafnaði í íbúakosningu í desember, að veita Heidelberg Matarials starfsleyfi í Þorlákshöfn til að reisa þar mölunarverksmiðju. Fyrirtækið sagði við það tilefni að þau myndu leita annað. Talsmaður Heidelberg sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði eftir kosninguna og að fyrirtækið hefði eytt á annan milljarð króna við undirbúning á mölunarverksmiðju í Ölfusi. Niðurstaða íbúakosningar um verkefnið hefði verið vonbrigði og sannleikurinn hafi verið fórnarlamb í aðdraganda hennar. Í greinargerð sem fylgir fundargerð byggðarráðs Norðurþings er fjallað um fyrirtækið, verkefnið sjálft, þær ákvarðanir sem teknar voru í Ölfusi og mögulega framtíð verkefnisin í Norðurþingi. „Heidelberg telur að mikil tækifæri til móbergsvinnslu séu í framburði Jökulsár á Fjöllum, út af Austur- og Vestursandi í Öxarfirði. Þá væri efnið tekið úr sjó og flutt sjóleiðis að Bakka til þvottar og þurrkunar. Einnig hefur Heidelberg áhuga á að rannsaka efni í landi Norðurþings, t.d. í nágrenni Bakka en líklegt móberg er ofan þjóðvegar 85 sem og í Grísatungufjöllum,“ segir í greinargerðinni um það hvar Heidelberg vill vinna í Norðurþingi. Þar kemur einnig fram að það gæti tekið um tvö ár að koma verkefninu upp, hvaða mannvirki þyrfti að reisa og hver næstu skref séu. Þá segir einnig að ef verði af þessu verði verkefnið samvinnuverkefni Heidelberg, Norðurþings, Landsvirkjunar og stjórnvalda. „Ef almenn jákvæðni og sameiginlegir hagsmunir eru til staðar verður gerð viljayfirlýsing á milli Heidelberg og Norðurþings um verkefnið. Ef til þess kemur verður verkefnið nánar kynnt íbúum Norðurþings á íbúafundi,“ segir að lokum.
Námuvinnsla Ölfus Norðurþing Skipulag Tengdar fréttir Heidelberg hvergi af baki dottið Þorsteinn Víglundsson talsmaður mölunarverksmiðjunnar Heidelberg segir niðurstöðu íbúakosningar i Ölfusi, um starfsleyfi fyrirtækisins vera vonbrigði. Fyrirtækið er aftur á móti hvergi af baki dottið og mun leita að öðrum stað til móbergsmölunar hér á landi. 9. desember 2024 19:29 Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Íbúakosningu í Ölfusi um hvort Heidelberg fái að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn lauk formlega klukkan fjögur síðdegis. Íbúakosning hófst þann 25. nóvember en íbúum gafst þá einnig kostur á að greiða atkvæði um málið samhliða kosningum til Alþingis 30. nóvember. 9. desember 2024 16:53 Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Þeir sem sátu íbúafund Heidelbergs í Þorlákshöfn í gær fóru margir heim fullvissir um framsögu Þorsteins Víglundssonar og annarra talsmanna fyrirtækisins, að verkefnið væri samfélagsvænt og umhverfisgrænt. 28. nóvember 2024 15:13 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Heidelberg hvergi af baki dottið Þorsteinn Víglundsson talsmaður mölunarverksmiðjunnar Heidelberg segir niðurstöðu íbúakosningar i Ölfusi, um starfsleyfi fyrirtækisins vera vonbrigði. Fyrirtækið er aftur á móti hvergi af baki dottið og mun leita að öðrum stað til móbergsmölunar hér á landi. 9. desember 2024 19:29
Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Íbúakosningu í Ölfusi um hvort Heidelberg fái að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn lauk formlega klukkan fjögur síðdegis. Íbúakosning hófst þann 25. nóvember en íbúum gafst þá einnig kostur á að greiða atkvæði um málið samhliða kosningum til Alþingis 30. nóvember. 9. desember 2024 16:53
Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Þeir sem sátu íbúafund Heidelbergs í Þorlákshöfn í gær fóru margir heim fullvissir um framsögu Þorsteins Víglundssonar og annarra talsmanna fyrirtækisins, að verkefnið væri samfélagsvænt og umhverfisgrænt. 28. nóvember 2024 15:13