Innlent Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. Innlent 13.1.2024 13:01 Tekur fyrir að hafa sagt að Marta María sé ekki blaðamaður Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir ekki rétt að hún hafi sagt að Marta María Winkel væri ekki blaðamaður. Marta María hafði greint frá því að hún hafi skipt um félag eftir að hafa heyrt af ummælum sem Sigríður átti að hafa látið frá sér að samningafundi. Innlent 13.1.2024 12:53 Almannavarnir funda með ráðamönnum um áhættu í Grindavík Almannavarnir funda í dag með ráðamönnum og hagaðilum um framhaldið í Grindavík. Áhættur sem fylgja því að vera í bænum verða metnar. Innlent 13.1.2024 12:33 Ekki hægt að réttlæta áframhaldandi leit Ekki var hægt að réttlæta áframhaldandi leit að manni sem féll niður um sprungu í Grindavík í gær vegna lífshættulegra aðstæðna við björgun, að sögn lögreglustjóra. Svipað hættulegar sprungur finnist víða í Grindavík. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í bænum. Innlent 13.1.2024 12:10 Kallar eftir tekjutengdum sektum eftir að ekið var á átta bíla Snemma í morgun ók ungur maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, utan í átta kyrrstæðar bifreiðar á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúi við Hringbraut lýsir ófremdarástandi í götunni. Innlent 13.1.2024 12:08 Hádegisfréttir Bylgjunnar Ekki var hægt að réttlæta frekari leit að manni sem féll í sprungu í Grindavík vegna lífshættulegra aðstæðna. Tjónamati hefur verið hætt í bili. Rætt verður við lögreglustjórann í Grindavík í hádegisfréttum. Innlent 13.1.2024 11:58 Börn voru í hinum bílnum Lögregla á Suðurlandi rannsakar enn tildrög banaslyss sem varð á þjóðveginum við Skaftafell í gærmorgun. Börn eru á meðal þeirra sex sem flutt voru með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi eftir slysið. Innlent 13.1.2024 11:28 Hætta að meta tjón í Grindavík í bili Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í Grindavík í ljósi atburða vikunnar. Stofnunin hefur unnið að mati á tjóni á fasteignum og innviðum í bænum frá því náttúruhamfarirnar hófust í nóvember síðastliðnum. Innlent 13.1.2024 10:31 Enn á lífi því kærastan kom snemma heim Að kvöldi 7. desember árið 2022 tók Arnar Freyr Jónsson þá skyndiákvörðun að taka inn ópíóðalyfið OxyContin. Afleiðingarnar voru þær að hann var einungis hársbreidd frá dauðanum. Innlent 13.1.2024 09:00 Hringbraut lokað vegna áreksturs Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur var lokað til vesturs í morgun vegna áreksturs bifreiða. Innlent 13.1.2024 08:48 Fékk að gista í fangaklefa eftir að hafa ógnað húsráðanda með hnífi Í gærkvöldi var tilkynnt um hávaða í fjölbýli í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði tilkynnti gestur í íbúð í húsinu að maður hefði ráðist á húsráðanda og ógnað með hnífi. Maðurinn var að endingu handtekinn og vistaður í fangageymslu. Innlent 13.1.2024 07:51 Vilhjálmur segist óánægður með Samtök atvinnulífsins Formaður Starfsgreinasambandsins segir nokkur ljón í veginum í kjaraviðræðum við SA en fólk sé sammála um að ryðja þeim úr vegi. Hann telur að aðildarfélög SA hafi ekki sýnt nógu skýrt að þau ætli að halda aftur af hækkunum. Framkvæmdastjóri SA fagnar yfirlýsingu Haga um að félagið ætli að halda aftur af sér. Innlent 12.1.2024 20:18 Hætta leitinni að manninum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að leitin að manninum sem féll ofan í sprungu í Grindavík sé hætt vegna hve erfiðar aðstæður eru. Innlent 12.1.2024 19:14 Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. Innlent 12.1.2024 18:42 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Leit að manni sem féll ofan í sprungu í Grindavík stendur enn sem hæst, næstum tveimur og hálfum sólarhring eftir að slysið varð. Við förum yfir stöðuna á leitinni í beinni útsendingu frá vettvangi. Innlent 12.1.2024 18:17 Segja Hjálmar staðfesta trúnaðarbrest með öðrum orðum Stjórn Blaðamannafélags Íslands áréttar að ákvörðun um starfslok framkvæmdastjóra félagsins, Hjálmars Jónssonar, var einróma samþykkt í stjórn félagsins og kemur til vegna trúnaðarbrests milli hans og stjórnar sem hefur verið viðvarandi um nokkurra mánaða skeið. Innlent 12.1.2024 16:51 Breytt hættumatskort vegna sprungna í Grindavík Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumatskort sitt vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Það er að mestu óbreytt en hefur þó verið breytt að hluta vegna sprungna undir Grindavík. Innlent 12.1.2024 16:46 Fjölskyldufaðir á Akureyri talinn meðlimur Íslamska ríkisins Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Einn þeirra hefur verið fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Sá er talinn vera meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. Innlent 12.1.2024 16:13 Lést eftir hátt fall við Landspítalann Sjúklingur á Landspítalanum í Fossvogi lést við hátt fall út um glugga spítalans um eftir hádegið í dag. Ekki er grunur um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Innlent 12.1.2024 16:13 Fólk muni koma víða að til að sjá styttu af Reykvíkingi á heimsmælikvarða Einar Þorsteinsson, sem tekur við embætti borgarstjóra í næstu viku, segir að Björk Guðmundsdóttir sé sá Reykvíkingur sem mest hefur gert til að koma Reykjavík á kortið á heimsvísu. Því hafi einróma ákvörðun borgarráðs um að heiðra hana með listaverki verið bæði góð og skemmtileg. Innlent 12.1.2024 15:28 Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. Innlent 12.1.2024 14:45 Nespresso ekki fyrir óbreytta starfsmenn Lyfjastofnun vill koma á framfæri athugasemd en stofnunin greiðir ekki fyrir kaffineyslu starfsmanna. Þá hefur borist athugasemd frá starfsfólki LSH og er sagt að spítalinn fjármagni sannarlega ekki lúxuskaffidrykkju klínískra starfsmanna. Innlent 12.1.2024 13:55 Enn líkur á eldgosi og von á nýju hættumatskorti í dag Áfram mælist landris við Svartsengi vegna kvikusöfnunar sem getur leitt til eldgoss. Enn er líklegast að ef til eldgoss komi gjósi á svipuðum slóðum og í desember á síðasta ári. Eldgos getur hafist með litlum fyrirvara. Innlent 12.1.2024 13:51 Tveir létust í slysinu Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Innlent 12.1.2024 13:48 Krefjast þess að fá að bjóða sig fram til forseta Ungir Framsóknarmenn vilja að aldursviðmið um kjörgengi til forseta séu felld úr stjórnarskrá. Engum undir 35 ára aldri er heimilt að bjóða sig fram til embættisins. Forsetakosningar fara fram í vor. Innlent 12.1.2024 13:27 Verður formaður stjórnar Þjóðarhallar Jón Arnór Stefánsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, hefur verið skipaður formaður stjórnar Þjóðarhallar ehf., nýs félags ríkis og borgar sem mun standa að byggingu nýrrar þjóðarhallar í Laugardal. Innlent 12.1.2024 13:12 Aldrei oftar verið stigið inn í Strætó Aldrei hafa fleiri innstig mælst yfir árið í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu en á síðasta ári síðan reglulegar mælingar hófust. Innlent 12.1.2024 12:57 Sex fluttir með þyrlum til Reykjavíkur Sex af þeim átta sem slösuðust í árekstri á hringveginum nærri Svínafellsjökli eru á leiðinni til Reykjavíkur með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Von er á þeim á Landspítalann í Fossvogi upp úr klukkan eitt. Innlent 12.1.2024 12:55 Norski herinn sinnir loftrýmisgæslu næstu vikurnar Flugsveit frá norska flughernum er væntanleg til landsins á mánudaginn til að sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland næstu vikurnar. Innlent 12.1.2024 12:43 Hæfilega bjartsýnn á að maðurinn finnist í dag Leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík er hafin á ný. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir leit ganga vel og að hann sé hæfilega bjartsýnn á að maðurinn finnist í dag. Innlent 12.1.2024 12:15 « ‹ 301 302 303 304 305 306 307 308 309 … 334 ›
Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. Innlent 13.1.2024 13:01
Tekur fyrir að hafa sagt að Marta María sé ekki blaðamaður Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir ekki rétt að hún hafi sagt að Marta María Winkel væri ekki blaðamaður. Marta María hafði greint frá því að hún hafi skipt um félag eftir að hafa heyrt af ummælum sem Sigríður átti að hafa látið frá sér að samningafundi. Innlent 13.1.2024 12:53
Almannavarnir funda með ráðamönnum um áhættu í Grindavík Almannavarnir funda í dag með ráðamönnum og hagaðilum um framhaldið í Grindavík. Áhættur sem fylgja því að vera í bænum verða metnar. Innlent 13.1.2024 12:33
Ekki hægt að réttlæta áframhaldandi leit Ekki var hægt að réttlæta áframhaldandi leit að manni sem féll niður um sprungu í Grindavík í gær vegna lífshættulegra aðstæðna við björgun, að sögn lögreglustjóra. Svipað hættulegar sprungur finnist víða í Grindavík. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í bænum. Innlent 13.1.2024 12:10
Kallar eftir tekjutengdum sektum eftir að ekið var á átta bíla Snemma í morgun ók ungur maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, utan í átta kyrrstæðar bifreiðar á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúi við Hringbraut lýsir ófremdarástandi í götunni. Innlent 13.1.2024 12:08
Hádegisfréttir Bylgjunnar Ekki var hægt að réttlæta frekari leit að manni sem féll í sprungu í Grindavík vegna lífshættulegra aðstæðna. Tjónamati hefur verið hætt í bili. Rætt verður við lögreglustjórann í Grindavík í hádegisfréttum. Innlent 13.1.2024 11:58
Börn voru í hinum bílnum Lögregla á Suðurlandi rannsakar enn tildrög banaslyss sem varð á þjóðveginum við Skaftafell í gærmorgun. Börn eru á meðal þeirra sex sem flutt voru með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi eftir slysið. Innlent 13.1.2024 11:28
Hætta að meta tjón í Grindavík í bili Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í Grindavík í ljósi atburða vikunnar. Stofnunin hefur unnið að mati á tjóni á fasteignum og innviðum í bænum frá því náttúruhamfarirnar hófust í nóvember síðastliðnum. Innlent 13.1.2024 10:31
Enn á lífi því kærastan kom snemma heim Að kvöldi 7. desember árið 2022 tók Arnar Freyr Jónsson þá skyndiákvörðun að taka inn ópíóðalyfið OxyContin. Afleiðingarnar voru þær að hann var einungis hársbreidd frá dauðanum. Innlent 13.1.2024 09:00
Hringbraut lokað vegna áreksturs Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur var lokað til vesturs í morgun vegna áreksturs bifreiða. Innlent 13.1.2024 08:48
Fékk að gista í fangaklefa eftir að hafa ógnað húsráðanda með hnífi Í gærkvöldi var tilkynnt um hávaða í fjölbýli í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði tilkynnti gestur í íbúð í húsinu að maður hefði ráðist á húsráðanda og ógnað með hnífi. Maðurinn var að endingu handtekinn og vistaður í fangageymslu. Innlent 13.1.2024 07:51
Vilhjálmur segist óánægður með Samtök atvinnulífsins Formaður Starfsgreinasambandsins segir nokkur ljón í veginum í kjaraviðræðum við SA en fólk sé sammála um að ryðja þeim úr vegi. Hann telur að aðildarfélög SA hafi ekki sýnt nógu skýrt að þau ætli að halda aftur af hækkunum. Framkvæmdastjóri SA fagnar yfirlýsingu Haga um að félagið ætli að halda aftur af sér. Innlent 12.1.2024 20:18
Hætta leitinni að manninum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að leitin að manninum sem féll ofan í sprungu í Grindavík sé hætt vegna hve erfiðar aðstæður eru. Innlent 12.1.2024 19:14
Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. Innlent 12.1.2024 18:42
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Leit að manni sem féll ofan í sprungu í Grindavík stendur enn sem hæst, næstum tveimur og hálfum sólarhring eftir að slysið varð. Við förum yfir stöðuna á leitinni í beinni útsendingu frá vettvangi. Innlent 12.1.2024 18:17
Segja Hjálmar staðfesta trúnaðarbrest með öðrum orðum Stjórn Blaðamannafélags Íslands áréttar að ákvörðun um starfslok framkvæmdastjóra félagsins, Hjálmars Jónssonar, var einróma samþykkt í stjórn félagsins og kemur til vegna trúnaðarbrests milli hans og stjórnar sem hefur verið viðvarandi um nokkurra mánaða skeið. Innlent 12.1.2024 16:51
Breytt hættumatskort vegna sprungna í Grindavík Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumatskort sitt vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Það er að mestu óbreytt en hefur þó verið breytt að hluta vegna sprungna undir Grindavík. Innlent 12.1.2024 16:46
Fjölskyldufaðir á Akureyri talinn meðlimur Íslamska ríkisins Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Einn þeirra hefur verið fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Sá er talinn vera meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. Innlent 12.1.2024 16:13
Lést eftir hátt fall við Landspítalann Sjúklingur á Landspítalanum í Fossvogi lést við hátt fall út um glugga spítalans um eftir hádegið í dag. Ekki er grunur um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Innlent 12.1.2024 16:13
Fólk muni koma víða að til að sjá styttu af Reykvíkingi á heimsmælikvarða Einar Þorsteinsson, sem tekur við embætti borgarstjóra í næstu viku, segir að Björk Guðmundsdóttir sé sá Reykvíkingur sem mest hefur gert til að koma Reykjavík á kortið á heimsvísu. Því hafi einróma ákvörðun borgarráðs um að heiðra hana með listaverki verið bæði góð og skemmtileg. Innlent 12.1.2024 15:28
Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. Innlent 12.1.2024 14:45
Nespresso ekki fyrir óbreytta starfsmenn Lyfjastofnun vill koma á framfæri athugasemd en stofnunin greiðir ekki fyrir kaffineyslu starfsmanna. Þá hefur borist athugasemd frá starfsfólki LSH og er sagt að spítalinn fjármagni sannarlega ekki lúxuskaffidrykkju klínískra starfsmanna. Innlent 12.1.2024 13:55
Enn líkur á eldgosi og von á nýju hættumatskorti í dag Áfram mælist landris við Svartsengi vegna kvikusöfnunar sem getur leitt til eldgoss. Enn er líklegast að ef til eldgoss komi gjósi á svipuðum slóðum og í desember á síðasta ári. Eldgos getur hafist með litlum fyrirvara. Innlent 12.1.2024 13:51
Tveir létust í slysinu Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Innlent 12.1.2024 13:48
Krefjast þess að fá að bjóða sig fram til forseta Ungir Framsóknarmenn vilja að aldursviðmið um kjörgengi til forseta séu felld úr stjórnarskrá. Engum undir 35 ára aldri er heimilt að bjóða sig fram til embættisins. Forsetakosningar fara fram í vor. Innlent 12.1.2024 13:27
Verður formaður stjórnar Þjóðarhallar Jón Arnór Stefánsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, hefur verið skipaður formaður stjórnar Þjóðarhallar ehf., nýs félags ríkis og borgar sem mun standa að byggingu nýrrar þjóðarhallar í Laugardal. Innlent 12.1.2024 13:12
Aldrei oftar verið stigið inn í Strætó Aldrei hafa fleiri innstig mælst yfir árið í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu en á síðasta ári síðan reglulegar mælingar hófust. Innlent 12.1.2024 12:57
Sex fluttir með þyrlum til Reykjavíkur Sex af þeim átta sem slösuðust í árekstri á hringveginum nærri Svínafellsjökli eru á leiðinni til Reykjavíkur með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Von er á þeim á Landspítalann í Fossvogi upp úr klukkan eitt. Innlent 12.1.2024 12:55
Norski herinn sinnir loftrýmisgæslu næstu vikurnar Flugsveit frá norska flughernum er væntanleg til landsins á mánudaginn til að sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland næstu vikurnar. Innlent 12.1.2024 12:43
Hæfilega bjartsýnn á að maðurinn finnist í dag Leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík er hafin á ný. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir leit ganga vel og að hann sé hæfilega bjartsýnn á að maðurinn finnist í dag. Innlent 12.1.2024 12:15