Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2025 18:31 Hættustig er í gildi á hluta Vesturlands vegna bikblæðinga og hámarkshraði verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund. Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur kallað eftir afgerandi aðgerðum vegna ástands vega í héraðinu. Hættustig er í gildi vegna bikblæðinga og hefur hámarkshraði verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund. Fullreynt sé að ræða við æðstu stjórnendur Vegagerðarinnar og því höfði sveitarstjórn til ráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjarka Þorsteinssyni, sveitarstjóra Dalabyggðar. Þar kemur fram að bókun vegna ástandsins hafi verið lögð fram í sveitarstjórn í dag, og samþykkt einróma. „Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur orðið tíðrætt um ástand vega í héraðinu undanfarin misseri og ár og kemur sú staða ekki til af góðu. Þjóðvegur 60, Vestfjarðavegur í gegnum Dali, er í miklu lamasessi m.t.t. umferðaröryggis og almennra flutninga nú sem aldrei fyrr má segja. Til stuðnings þeirri fullyrðingu er svohljóðandi tilkynning á vef Vegagerðarinnar um að hættuástand vari í dag, þann 13. febrúar 2025: 'Hættustig vegna bikblæðinga er í gildi á Bröttubrekku, í gengum Dalina, yfir Svínadal og út Hvolsdal en einnig á veginum yfir Vatnaleið, undir Hafursfelli og að Heydalsafleggjara. Hraði er tekinn niður í 70 km/klst.'" segir í bókuninni. Hægir á framgangi verkefna Staðan er sögð algjörlega óviðunandi og að öryggi vegfarenda sé stefnt í tvísýnu. Önnur birtingarmynd ástandsins á veginum í gegnum Dali sé sú að í ljósi takmarkana á öxulþunga náist ekki full afköst á framkvæmdasvæðum, til að mynda við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Búðardal, sem sé stærsta framkvæmd sveitarfélagsins frá upphafi. Þar r vísað til minnispunkta frá verktakanum sem sér um verkið, til útskýringar: „Vegna ástands vega, yfirlýsts hættuástands og þungatakmarkana frá Borgarnesi í Búðardal getum við ekki tryggt eðlilega framvindu við verkefnið. Steypubílar geta aðeins flutt 75% af því magni sem þeir geta flutt til okkar og steypudæla má ekki aka vegina vegna þungatakmarkana. Þetta þýðir akstur per rúmmetri eykst gríðarlega m.a. vegna minnkaðs magns í steypubíl og við þurfum að steypa oftar og minni steypur því steypudælan hefur meiri öxulþunga en 10 tonn og getur því ekki komið til okkar.“ Fullreynt að ræða við Vegagerðina „Við þessa stöðu fæst ekki lengur unað. Það að hættustigi sé lýst af veghaldara sýnir alvöru málsins. Neyðar- og/eða spretthópar hafa verið myndaðir af minna tilefni og köllum við eftir slíkum viðbrögðum nú þegar af hendi æðstu yfirmanna vegamála á landinu og vísum þá til ráðherra málaflokksins því fullreynt er, af fenginni reynslu, að höfða til ábyrgðar æðstu stjórnenda Vegagerðarinnar hvað ástand og ásigkomulag vegakerfisins í Dölum áhrærir. Viðbragðsáætlun þarf að virkja!“ Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjarka Þorsteinssyni, sveitarstjóra Dalabyggðar. Þar kemur fram að bókun vegna ástandsins hafi verið lögð fram í sveitarstjórn í dag, og samþykkt einróma. „Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur orðið tíðrætt um ástand vega í héraðinu undanfarin misseri og ár og kemur sú staða ekki til af góðu. Þjóðvegur 60, Vestfjarðavegur í gegnum Dali, er í miklu lamasessi m.t.t. umferðaröryggis og almennra flutninga nú sem aldrei fyrr má segja. Til stuðnings þeirri fullyrðingu er svohljóðandi tilkynning á vef Vegagerðarinnar um að hættuástand vari í dag, þann 13. febrúar 2025: 'Hættustig vegna bikblæðinga er í gildi á Bröttubrekku, í gengum Dalina, yfir Svínadal og út Hvolsdal en einnig á veginum yfir Vatnaleið, undir Hafursfelli og að Heydalsafleggjara. Hraði er tekinn niður í 70 km/klst.'" segir í bókuninni. Hægir á framgangi verkefna Staðan er sögð algjörlega óviðunandi og að öryggi vegfarenda sé stefnt í tvísýnu. Önnur birtingarmynd ástandsins á veginum í gegnum Dali sé sú að í ljósi takmarkana á öxulþunga náist ekki full afköst á framkvæmdasvæðum, til að mynda við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Búðardal, sem sé stærsta framkvæmd sveitarfélagsins frá upphafi. Þar r vísað til minnispunkta frá verktakanum sem sér um verkið, til útskýringar: „Vegna ástands vega, yfirlýsts hættuástands og þungatakmarkana frá Borgarnesi í Búðardal getum við ekki tryggt eðlilega framvindu við verkefnið. Steypubílar geta aðeins flutt 75% af því magni sem þeir geta flutt til okkar og steypudæla má ekki aka vegina vegna þungatakmarkana. Þetta þýðir akstur per rúmmetri eykst gríðarlega m.a. vegna minnkaðs magns í steypubíl og við þurfum að steypa oftar og minni steypur því steypudælan hefur meiri öxulþunga en 10 tonn og getur því ekki komið til okkar.“ Fullreynt að ræða við Vegagerðina „Við þessa stöðu fæst ekki lengur unað. Það að hættustigi sé lýst af veghaldara sýnir alvöru málsins. Neyðar- og/eða spretthópar hafa verið myndaðir af minna tilefni og köllum við eftir slíkum viðbrögðum nú þegar af hendi æðstu yfirmanna vegamála á landinu og vísum þá til ráðherra málaflokksins því fullreynt er, af fenginni reynslu, að höfða til ábyrgðar æðstu stjórnenda Vegagerðarinnar hvað ástand og ásigkomulag vegakerfisins í Dölum áhrærir. Viðbragðsáætlun þarf að virkja!“
Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira