Innlent Bílastæðin við Landmannalaugar verða ekki stækkuð í bráð Áform um stækkun bílastæðis við Landmannalaugar hafa verið slegin af með úrskurði Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. Heildarmat skorti og samræmi við lög um stjórn vatnamála. Innlent 19.1.2024 07:01 Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. Innlent 19.1.2024 06:42 „Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. Innlent 19.1.2024 00:27 Býður Grindvíkingum upp á frítt skutl Hafnfirðingur sem býður Grindvíkingum upp á frítt skutl á „stór-Hafnarfjarðarsvæðinu“ segir viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Enn sem komið er sé bara eitt skutl til Keflavíkur fyrirhugað en ef eftirspurnin eykst er hann tilbúinn að skutla fram yfir helgi. Innlent 18.1.2024 23:01 „Eykur óvissuna enn og aftur“ Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni, segir að sér hafi liðið vel í Grindavík í dag þar sem hann, ásamt fleirum, vann í bænum. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík var frestað í dag vegna snjóþyngsla, en björgunarsveitir og slökkvilið voru í bænum og unnu að því að moka snjó. Innlent 18.1.2024 22:12 „Virðist vera að fara upp með svipuðum hraða“ Kvika heldur áfram að safnast saman undir Svartsengi og jarðeðlisfræðingur segir að á meðan landris heldur áfram gæti gosið innan næsta mánaðar. Hætta innan Grindavíkur er áfram talin mjög mikil. Innlent 18.1.2024 21:25 Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. Innlent 18.1.2024 19:21 „Svo vökvuðum við blómin fyrir ykkur“ Pípararar sem yfirfóru hús í Grindavík létu sér ekki nægja að sinna lögnum heldur vökvuðu þeir líka blómin. Grindvíkingur segir gjörninginn hafa fyllt hjarta sitt af gleði. Innlent 18.1.2024 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Landris heldur áfram undir Svartsengi og næsta gos gæti orðið innan mánaðar að mati sérfræðings á Veðurstofu Íslands. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík í dag var frestað vegna snjóþyngsla en unnið hefur verið að því að moka snjó í bænum í dag. Innlent 18.1.2024 18:01 Edda Björk komin til Íslands: „Ofboðslega þakklát fyrir allt fólkið mitt“ Edda Björk Arnardóttir er komin til Íslands. Eddu var sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og flaug til Íslands samdægurs. Hún lenti seinnipartinn á Keflavíkurflugvelli og er nú á heimleið. Innlent 18.1.2024 17:46 Loka laugum og pottum fyrir norðan vegna nístingskulda Kuldakastið norðan heiða hefur haft þau áhrif að heitum pottum og í sumum tilfellum sundlaugum í heild sinni hefur verið lokað til að spara heita vatnið. Sautján gráðu frost mældist síðdegis á Akureyri. Innlent 18.1.2024 17:17 Óska eftir vitnum vegna banaslyss Lögreglan á Suðurlandi leitar eftir mögulegum vitnum að umferðarslysi sem átti sér stað á Suðurlandsvegi skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli á föstudaginn í síðustu viku. Innlent 18.1.2024 16:20 Drónamyndir af því þegar sprungan í grennd við Grindavík opnaðist Bandaríski jarðfræðingurinn Shawn Willsey var að lýsa gosinu við Grindavík í beinni útsendingu þegar hann kom auga á þegar jörð rofnaði nálægt bænum síðastliðinn sunnudag. Innlent 18.1.2024 15:44 Hnúfubakur í Hafnarfjarðarhöfn Hnúfubakur hefur spókað sig um í Hafnarfjarðarhöfn í dag. Hvalurinn hefur vakið mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem slíkur sést í höfninni. Innlent 18.1.2024 15:27 Ölvaður og undir áhrifum fíkniefna þegar hann lést Meginorsök banaslyss á gatnamótum Grettisgötu og Barónsstíg í miðborg Reykjavíkur þann 19. nóvember 2022 þar sem ökumaður rafhlaupahjóls lést í árekstri við rútu var sú að viðkomandi var ofurölvi og auk þess undir miklum áhrifum fíkniefna. Innlent 18.1.2024 14:46 Hafnfirðingar bíði rólegir eftir hættumati Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segist bíða róleg eftir hættumati Veðurstofu Íslands og almannavarna vegna mögulegrar goshættu í byggð. Það sé væntanlegt í vor og þá verði hægt að skoða vinnu við mögulega varnargarða. Innlent 18.1.2024 14:00 Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og er hætta áfram metin mjög mikil innan Grindavíkur. Innlent 18.1.2024 13:47 Allar götur í Reykjavík ættu að vera færar Götur í Reykjavík ættu að vera greiðfærar eftir snjókomu næturinnar að sögn fulltrúa hjá borginni. Færð er þó víða erfið vegna hálku og gul viðvörun í gildi. Innlent 18.1.2024 13:27 Óvíst hvenær hægt verður að opna Bláa lónið á ný Óvíst er hvenær hægt verður að opna Bláa lónið á ný. Forsvarsmenn þess bíða eftir nýju hættumati til að hægt verði að taka ákvörðun um framhaldið. Nýja hættumatið verður birt á morgun. Þá hefur vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík verið frestað í dag af öryggisástæðum en mikið hefur snjóað á svæðinu. Innlent 18.1.2024 13:24 HSÍ sendir Ölver viðvörun Handknattleikssamband Íslands hefur sent bréf til eigenda skemmtistaðarins Ölver þar sem þeim er stranglega bannað að birta myndir af landsliðsmönnum í handbolta í auglýsingum sínum. Gömul mynd af Sigga Sveins með Þrótti er í staðinn dregin fram. Innlent 18.1.2024 12:57 Kuldi í kjaraviðræðum vegna deilna um launaskrið Nú þegar hálfur mánuður er þar til friðarskylda rennur út á almennum vinnumarkaði ásamt gildandi skammtímasamningum, er mikil óvissa komin í viðræður breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsforystan segir atvinnurekendur vilja minni krónutöluhækkanir vegna launaskriðs þeirra hærra launuðu. Innlent 18.1.2024 12:07 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir en svo virðist sem snuðra sé hlaupin á þráðinn hjá Breiðfylkingunni svokölluðu og SA. Innlent 18.1.2024 11:40 Trúnaðarupplýsingar fjölda fólks undir í málinu Formaður Lögmannafélags Íslands segir hart hafa verið gengið fram þegar lögregla fékk leyfi til að skoða öll gögn í síma lögmanns. Ósk hans um að vera viðstaddur þinghald var hafnað. Hann kallar eftir lagabreytingum. Innlent 18.1.2024 11:29 Sendiherrann segist staðráðin í að verða góður nágranni Carrin Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, segist staðráðin í því að verða góður nágranni Vesturbæinga á Sólvallagötu. Sendiherrabústaður að Sólvallagötu 14 eigi að verða vitnisburður um tengsl Bandaríkjanna og Íslands og birtir sendiráðið tölvuteiknaðar myndir af því hvernig hann mun koma til með að líta út í götunni. Innlent 18.1.2024 11:27 Sigurður G. vafði rafmagnsbíl sínum um ljósastaur Mikil ofankoma með hálku á höfuðborgarsvæðinu í morgun hefur sett strik í reikninginn. Einn þeirra sem lenti í umferðaróhappi var Sigurður G. Guðjónsson lögmaður. Innlent 18.1.2024 11:23 Farþegar bíða í vélunum meðan unnið er að afísingu Fólk á leið til og úr landi má búast við seinkunum á flugi í dag. Töluverðar seinkanir urðu á flugi í morgun frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Suðvesturhluta landsins til hádegis og mikil snjókoma. Innlent 18.1.2024 11:00 Hödd hætt hjá Sigríði Hrund forsetaframbjóðanda Hödd Vilhjálmsdóttir hefur látið af störfum sem fjölmiðla- og samskiptastjóri forsetaframboðs Sigríðar Hrundar Pétursdóttur. Innlent 18.1.2024 10:59 Hella sér yfir Landsvirkjun vegna útboðs á vindmyllum Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. Innlent 18.1.2024 10:32 Snjómokstur og ekkert annað í Grindavík Vinna liggur að mestu leyti niðri í Grindavík í augnablikinu. Þó er unnið að því að hreinsa götur bæjarins af snjó, enda töluverður snjór í bænum. Innlent 18.1.2024 10:01 „Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komnir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir íslenskt samfélag skulda Grindvíkingum það að rétta fram hjálparhönd og kaupi eignir þeirra. Grindvíkingar verði að fá stjórn á eigin lífi og svigrúm til að fóta sig. Það sé ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. Innlent 18.1.2024 09:57 « ‹ 293 294 295 296 297 298 299 300 301 … 334 ›
Bílastæðin við Landmannalaugar verða ekki stækkuð í bráð Áform um stækkun bílastæðis við Landmannalaugar hafa verið slegin af með úrskurði Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. Heildarmat skorti og samræmi við lög um stjórn vatnamála. Innlent 19.1.2024 07:01
Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. Innlent 19.1.2024 06:42
„Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. Innlent 19.1.2024 00:27
Býður Grindvíkingum upp á frítt skutl Hafnfirðingur sem býður Grindvíkingum upp á frítt skutl á „stór-Hafnarfjarðarsvæðinu“ segir viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Enn sem komið er sé bara eitt skutl til Keflavíkur fyrirhugað en ef eftirspurnin eykst er hann tilbúinn að skutla fram yfir helgi. Innlent 18.1.2024 23:01
„Eykur óvissuna enn og aftur“ Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni, segir að sér hafi liðið vel í Grindavík í dag þar sem hann, ásamt fleirum, vann í bænum. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík var frestað í dag vegna snjóþyngsla, en björgunarsveitir og slökkvilið voru í bænum og unnu að því að moka snjó. Innlent 18.1.2024 22:12
„Virðist vera að fara upp með svipuðum hraða“ Kvika heldur áfram að safnast saman undir Svartsengi og jarðeðlisfræðingur segir að á meðan landris heldur áfram gæti gosið innan næsta mánaðar. Hætta innan Grindavíkur er áfram talin mjög mikil. Innlent 18.1.2024 21:25
Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. Innlent 18.1.2024 19:21
„Svo vökvuðum við blómin fyrir ykkur“ Pípararar sem yfirfóru hús í Grindavík létu sér ekki nægja að sinna lögnum heldur vökvuðu þeir líka blómin. Grindvíkingur segir gjörninginn hafa fyllt hjarta sitt af gleði. Innlent 18.1.2024 18:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Landris heldur áfram undir Svartsengi og næsta gos gæti orðið innan mánaðar að mati sérfræðings á Veðurstofu Íslands. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík í dag var frestað vegna snjóþyngsla en unnið hefur verið að því að moka snjó í bænum í dag. Innlent 18.1.2024 18:01
Edda Björk komin til Íslands: „Ofboðslega þakklát fyrir allt fólkið mitt“ Edda Björk Arnardóttir er komin til Íslands. Eddu var sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og flaug til Íslands samdægurs. Hún lenti seinnipartinn á Keflavíkurflugvelli og er nú á heimleið. Innlent 18.1.2024 17:46
Loka laugum og pottum fyrir norðan vegna nístingskulda Kuldakastið norðan heiða hefur haft þau áhrif að heitum pottum og í sumum tilfellum sundlaugum í heild sinni hefur verið lokað til að spara heita vatnið. Sautján gráðu frost mældist síðdegis á Akureyri. Innlent 18.1.2024 17:17
Óska eftir vitnum vegna banaslyss Lögreglan á Suðurlandi leitar eftir mögulegum vitnum að umferðarslysi sem átti sér stað á Suðurlandsvegi skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli á föstudaginn í síðustu viku. Innlent 18.1.2024 16:20
Drónamyndir af því þegar sprungan í grennd við Grindavík opnaðist Bandaríski jarðfræðingurinn Shawn Willsey var að lýsa gosinu við Grindavík í beinni útsendingu þegar hann kom auga á þegar jörð rofnaði nálægt bænum síðastliðinn sunnudag. Innlent 18.1.2024 15:44
Hnúfubakur í Hafnarfjarðarhöfn Hnúfubakur hefur spókað sig um í Hafnarfjarðarhöfn í dag. Hvalurinn hefur vakið mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem slíkur sést í höfninni. Innlent 18.1.2024 15:27
Ölvaður og undir áhrifum fíkniefna þegar hann lést Meginorsök banaslyss á gatnamótum Grettisgötu og Barónsstíg í miðborg Reykjavíkur þann 19. nóvember 2022 þar sem ökumaður rafhlaupahjóls lést í árekstri við rútu var sú að viðkomandi var ofurölvi og auk þess undir miklum áhrifum fíkniefna. Innlent 18.1.2024 14:46
Hafnfirðingar bíði rólegir eftir hættumati Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segist bíða róleg eftir hættumati Veðurstofu Íslands og almannavarna vegna mögulegrar goshættu í byggð. Það sé væntanlegt í vor og þá verði hægt að skoða vinnu við mögulega varnargarða. Innlent 18.1.2024 14:00
Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og er hætta áfram metin mjög mikil innan Grindavíkur. Innlent 18.1.2024 13:47
Allar götur í Reykjavík ættu að vera færar Götur í Reykjavík ættu að vera greiðfærar eftir snjókomu næturinnar að sögn fulltrúa hjá borginni. Færð er þó víða erfið vegna hálku og gul viðvörun í gildi. Innlent 18.1.2024 13:27
Óvíst hvenær hægt verður að opna Bláa lónið á ný Óvíst er hvenær hægt verður að opna Bláa lónið á ný. Forsvarsmenn þess bíða eftir nýju hættumati til að hægt verði að taka ákvörðun um framhaldið. Nýja hættumatið verður birt á morgun. Þá hefur vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík verið frestað í dag af öryggisástæðum en mikið hefur snjóað á svæðinu. Innlent 18.1.2024 13:24
HSÍ sendir Ölver viðvörun Handknattleikssamband Íslands hefur sent bréf til eigenda skemmtistaðarins Ölver þar sem þeim er stranglega bannað að birta myndir af landsliðsmönnum í handbolta í auglýsingum sínum. Gömul mynd af Sigga Sveins með Þrótti er í staðinn dregin fram. Innlent 18.1.2024 12:57
Kuldi í kjaraviðræðum vegna deilna um launaskrið Nú þegar hálfur mánuður er þar til friðarskylda rennur út á almennum vinnumarkaði ásamt gildandi skammtímasamningum, er mikil óvissa komin í viðræður breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsforystan segir atvinnurekendur vilja minni krónutöluhækkanir vegna launaskriðs þeirra hærra launuðu. Innlent 18.1.2024 12:07
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir en svo virðist sem snuðra sé hlaupin á þráðinn hjá Breiðfylkingunni svokölluðu og SA. Innlent 18.1.2024 11:40
Trúnaðarupplýsingar fjölda fólks undir í málinu Formaður Lögmannafélags Íslands segir hart hafa verið gengið fram þegar lögregla fékk leyfi til að skoða öll gögn í síma lögmanns. Ósk hans um að vera viðstaddur þinghald var hafnað. Hann kallar eftir lagabreytingum. Innlent 18.1.2024 11:29
Sendiherrann segist staðráðin í að verða góður nágranni Carrin Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, segist staðráðin í því að verða góður nágranni Vesturbæinga á Sólvallagötu. Sendiherrabústaður að Sólvallagötu 14 eigi að verða vitnisburður um tengsl Bandaríkjanna og Íslands og birtir sendiráðið tölvuteiknaðar myndir af því hvernig hann mun koma til með að líta út í götunni. Innlent 18.1.2024 11:27
Sigurður G. vafði rafmagnsbíl sínum um ljósastaur Mikil ofankoma með hálku á höfuðborgarsvæðinu í morgun hefur sett strik í reikninginn. Einn þeirra sem lenti í umferðaróhappi var Sigurður G. Guðjónsson lögmaður. Innlent 18.1.2024 11:23
Farþegar bíða í vélunum meðan unnið er að afísingu Fólk á leið til og úr landi má búast við seinkunum á flugi í dag. Töluverðar seinkanir urðu á flugi í morgun frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Suðvesturhluta landsins til hádegis og mikil snjókoma. Innlent 18.1.2024 11:00
Hödd hætt hjá Sigríði Hrund forsetaframbjóðanda Hödd Vilhjálmsdóttir hefur látið af störfum sem fjölmiðla- og samskiptastjóri forsetaframboðs Sigríðar Hrundar Pétursdóttur. Innlent 18.1.2024 10:59
Hella sér yfir Landsvirkjun vegna útboðs á vindmyllum Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar. Innlent 18.1.2024 10:32
Snjómokstur og ekkert annað í Grindavík Vinna liggur að mestu leyti niðri í Grindavík í augnablikinu. Þó er unnið að því að hreinsa götur bæjarins af snjó, enda töluverður snjór í bænum. Innlent 18.1.2024 10:01
„Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komnir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir íslenskt samfélag skulda Grindvíkingum það að rétta fram hjálparhönd og kaupi eignir þeirra. Grindvíkingar verði að fá stjórn á eigin lífi og svigrúm til að fóta sig. Það sé ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. Innlent 18.1.2024 09:57