Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. febrúar 2025 12:07 Jens Garðar Helgason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Jens Garðar Helgason þingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur kost á sér í varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins. Frá þessu er greint í tilkynningu. Jens Garðar er nýkjörinn þingmaður en var áður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og sveitarstjórnarmaður í 12 ár. Hann hefur einnig gegnt öðrum trúnaðarstörfum innan flokksins. Þá var hann varaformaður Samtaka atvinnulífsins í fjögur ár og í framkvæmdastjórn samtakanna í sex ár. Jens Garðar segir að stíga þurfi stór skref til að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Kraftinn megi ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram næstu helgi, 28. febrúar til 2. mars. Jens Garðar er fyrstur til að lýsa yfir framboði til varaformanns, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir eru í framboði til formanns. Tilkynning Jens Garðars í heild sinni: Kæru vinir, Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Framundan eru mikilvæg verkefni sem skipta landið allt máli. Við þurfum að stíga stór skref í þá átt að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Einkaframtakið, öflugur atvinnurekstur um allt land og frelsi til að framkvæma, leggja grunninn að allri farsæld okkar sem þjóðar. Kraftinn má ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Að þessu þurfum við Sjálfstæðismenn nú að beina spjótum okkar að, í okkar innra starfi, í sveitarstjórnum, í öflugri stjórnarandstöðu eins lengi og þarf og í forystu nýrrar ríkisstjórnar sem allra fyrst. Einstaklingsframtakið þarf að eiga sér málsvara. Með því að tryggja fólki um land allt tækifæri og gott umhverfi til að koma góðum hugmyndum í framkvæmd, leggjum við grunninn að farsæld alls samfélagsins. Ég hef verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. sem sveitarstjórnarmaður og oddviti í Fjarðabyggð og nú sem þingmaður og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmis. Ég þekki atvinnulífið vel að eigin raun, sem launamaður, í eigin rekstri, forsvarsmaður fyrirtækis á markaði og í gegnum trúnaðarstörf, m.a. sem varaformaður SA. Ég skil því vel og þekki þann mikla eldmóð og möguleikana sem hægt er að leysa úr læðingi um land allt. Ég hlakka til að hitta ykkur á Landsfundi og eiga samtal um hvernig við, saman, styrkjum enn frekar erindi Sjálfstæðisstefnunnar og stöndum vörð um borgaraleg gildi í landinu. Fréttin hefur verið uppfærð Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu. Jens Garðar er nýkjörinn þingmaður en var áður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og sveitarstjórnarmaður í 12 ár. Hann hefur einnig gegnt öðrum trúnaðarstörfum innan flokksins. Þá var hann varaformaður Samtaka atvinnulífsins í fjögur ár og í framkvæmdastjórn samtakanna í sex ár. Jens Garðar segir að stíga þurfi stór skref til að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Kraftinn megi ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram næstu helgi, 28. febrúar til 2. mars. Jens Garðar er fyrstur til að lýsa yfir framboði til varaformanns, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir eru í framboði til formanns. Tilkynning Jens Garðars í heild sinni: Kæru vinir, Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Framundan eru mikilvæg verkefni sem skipta landið allt máli. Við þurfum að stíga stór skref í þá átt að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Einkaframtakið, öflugur atvinnurekstur um allt land og frelsi til að framkvæma, leggja grunninn að allri farsæld okkar sem þjóðar. Kraftinn má ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Að þessu þurfum við Sjálfstæðismenn nú að beina spjótum okkar að, í okkar innra starfi, í sveitarstjórnum, í öflugri stjórnarandstöðu eins lengi og þarf og í forystu nýrrar ríkisstjórnar sem allra fyrst. Einstaklingsframtakið þarf að eiga sér málsvara. Með því að tryggja fólki um land allt tækifæri og gott umhverfi til að koma góðum hugmyndum í framkvæmd, leggjum við grunninn að farsæld alls samfélagsins. Ég hef verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. sem sveitarstjórnarmaður og oddviti í Fjarðabyggð og nú sem þingmaður og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmis. Ég þekki atvinnulífið vel að eigin raun, sem launamaður, í eigin rekstri, forsvarsmaður fyrirtækis á markaði og í gegnum trúnaðarstörf, m.a. sem varaformaður SA. Ég skil því vel og þekki þann mikla eldmóð og möguleikana sem hægt er að leysa úr læðingi um land allt. Ég hlakka til að hitta ykkur á Landsfundi og eiga samtal um hvernig við, saman, styrkjum enn frekar erindi Sjálfstæðisstefnunnar og stöndum vörð um borgaraleg gildi í landinu. Fréttin hefur verið uppfærð
Kæru vinir, Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Framundan eru mikilvæg verkefni sem skipta landið allt máli. Við þurfum að stíga stór skref í þá átt að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Einkaframtakið, öflugur atvinnurekstur um allt land og frelsi til að framkvæma, leggja grunninn að allri farsæld okkar sem þjóðar. Kraftinn má ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Að þessu þurfum við Sjálfstæðismenn nú að beina spjótum okkar að, í okkar innra starfi, í sveitarstjórnum, í öflugri stjórnarandstöðu eins lengi og þarf og í forystu nýrrar ríkisstjórnar sem allra fyrst. Einstaklingsframtakið þarf að eiga sér málsvara. Með því að tryggja fólki um land allt tækifæri og gott umhverfi til að koma góðum hugmyndum í framkvæmd, leggjum við grunninn að farsæld alls samfélagsins. Ég hef verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. sem sveitarstjórnarmaður og oddviti í Fjarðabyggð og nú sem þingmaður og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmis. Ég þekki atvinnulífið vel að eigin raun, sem launamaður, í eigin rekstri, forsvarsmaður fyrirtækis á markaði og í gegnum trúnaðarstörf, m.a. sem varaformaður SA. Ég skil því vel og þekki þann mikla eldmóð og möguleikana sem hægt er að leysa úr læðingi um land allt. Ég hlakka til að hitta ykkur á Landsfundi og eiga samtal um hvernig við, saman, styrkjum enn frekar erindi Sjálfstæðisstefnunnar og stöndum vörð um borgaraleg gildi í landinu.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira