Innlent

Arnar Þór vantaði sex með­mæli upp á

Forsetaframbjóðandann Arnar Þór Jónsson vantaði sex meðmæli til þess að ná lágmarksfjölda undirskrifta eftir yfirferð Landskjörstjórnar í gær. Hann segist hafa leyst málið strax.

Innlent

Sprengi­sandur: Peningastefna, ESB og lagareldi

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Innlent

Svaka­legt að sjá fylgis­aukningu Höllu Hrundar

Baldur Héðinsson, stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum, segir frambjóðendurna fjóra sem mælast með mest fylgi í könnunum alla eiga séns á því að komast á Bessastaði í sumar. Margt geti breyst á næstu fimm vikum.  

Innlent

Mennirnir tóku annan starfs­mannanna háls­taki

Ólafur Adolfsson, eigandi Reykjavíkurapóteks, segir mennina sem frömdu vopnað rán í apótekinu í dag hafa tekið annan starfsmannanna hálstaki og heimtað að fá ávana- og fíknilyf. Hann segir það taka á starfsmennina að verða fyrir slíku ráni. 

Innlent

Lík­legt að það styttist í brotmörk

Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju.

Innlent

Helga lenti einnig í vand­ræðum

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi fékk skilaboð frá kjörstjórn um að hana vantaði nokkrar undirskriftir til viðbótar eftir yfirferð. Hennar fólk var fljótt að bregðast við og náði hún lágmarkinu aftur „á núll einni“.

Innlent

Gefur lítið fyrir út­skýringar frétta­stjórans

María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. 

Innlent

Mikil gleði þegar Bergur komst í mark

Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, lauk um klukkan 14 í dag 100 kílómetra göngu sinni frá Akranesi til Reykjavíkur. Bergur gekk alla þessa leið til styrktar Píeta samtökunum.

Innlent

Hraun mjakast yfir varnar­garð

Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er.

Innlent

Stór gos­sprunga gæti opnast fyrir­vara­laust

Ný stór gosprunga getur opnast á hverri stundu og fyrirvaralaust við Sundhnúksgíga að sögn fagstjóra hjá Veðurstofu Íslands. Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til fólks að fara ekki fótgangandi að núverandi gosi.

Innlent

Fylgi Höllu Hrundar ekki fast í hendi

Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert enn fast í hendi um það hver taki forystu í forsetakapphlaupinu. Halla Hrund mælist nú með mest fylgi en það geti breyst á næstu vikum. Hann segir stefna í mjög spennandi kosningar. Það sé ágalli á kerfi að forseti geti verið kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða.

Innlent

Sveddi sagður með tengsl við ítölsku mafíuna

„Hann er klókur. Og hann er rosalega bíræfinn í því sem hann ætlar sér,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra og á þar við Sverri Þór Gunnarsson, eða Svedda tönn, sem nú bíður dóms í Brasilíu fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot á alþjóðavísu og skipulagða glæpastarfsemi.

Innlent

Vara við því að fara gangandi að gosinu

Lögreglan á Suðurnesjum varar við því að fara fótgangandi að gosstöðvum. Fram hefur komið í fréttum að líkur aukast með hverjum degi á að ný gossprungja opnist eða að nýtt eldgos hefjist. Vegna þess er fólk varað við því að fara fótgangandi.

Innlent

„Það er enginn sem verndar son okkar“

Foreldrar níu ára drengs í Kópavogi segjast ráðalausir gagnvart stöðugu líkamlegu og andlegu einelti sem sonur þeirra hafi orðið fyrir í skólanum undanfarið eitt og hálft ár. Þau lýsa alvarlegum barsmíðum af hálfu samnemenda sonarins en segja að skólayfirvöld aðhafist ekkert þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Þau bíða svara frá Barnavernd Kópavogs.

Innlent

Krefjast skýringa á brott­hvarfi Maríu Sig­rúnar

Brotthvarf Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur úr fréttaskýringaþættinum Kveik á Rúv hefur vakið nokkra athygli. Fyrrverandi samstarfsmenn hennar fara fögrum orðum um blaðamannahætti hennar og krefja forsvarsmenn Ríkisútvarpsins um skýringar á brotthvarfinu.

Innlent