„Verið að búa til óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 30. maí 2025 13:02 Árni Sverrisson, formaður Félags skipsstjórnarmanna segir takmarkandi þætti vera í strandveiðikerfinu í dag. Opið kerfi gangi ekki upp. Bylgjan, Vísir/Vilhelm Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að nýtt strandveiðifrumvarp sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær muni búa til ný vandamál: fleiri báta á strandveiðum og óseðjandi kerfi. „Það eru allir sem sjá þetta sem vilja,“ segir Árni. „Það er verið að búa til kerfi þar sem engin takmörkun er heldur eru bara 48 dagar. Það er verið að búa til vandamál. Við hjá Félagi skipstjórnarmanna segjum einfaldlega: Það eru tíu þúsund tonn eyrnarmerkt í þessu kerfi. Ákveðum magnið. Það þarf að vera heildarmagn sem ákveðið er í kerfið. Annars er þetta bara óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga." Árni tekur fram að hann sé ekki andvígur strandveiðum. Takmarkandi þættir séu til staðar kerfinu í dag eins og aflamagn fyrir hvern dag og fjöldi daga. „Aðal takmörkunin í kerfinu eru þessi 10 þúsund tonn en núna eru stjórnvöld búin að opna kerfið í 48 daga svo það veit enginn hvert heildarmagnið verður. Í fyrra stoppuðu strandveiðar í júlí en nú er búið að ákveða að þetta verði bara 48 dagar í sumar, 12 dagar í mánuði. Svona opið kerfi gengur ekki upp.“ Í frumvarpinu er lagt til að við lög um strandveiðar bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, sem kveður á um að vikið verði frá skyldu Fiskistofu að stöðva veiðar þegar útlit er fyrir að leyfilegum hámarksafla verði náð. Í frumvarpinu segir að miðað við fjölda strandveiðibáta í sumar og veiðimynstur undanfarinna ára megi áætla að auka þurfi það aflamagn sem til ráðstöfunar er á strandveiðitímabilinu 2025. Til að unnt sé að tryggja 48 veiðidaga kunni því að þurfa gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri ferð. Leyfilegur hámarksafli á dag er sem sakir standa 774 kíló. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir við 200 mílur í dag að frumvarpinu fylgi hætta á að veiðiálag í sumar verði umfram hámarksafrakstur. Það séu ekki góðar fréttir fyrir fiskistofn sem þjóðin hafi verið að nýta með skynsömum hætti í langan tíma. Hann segir að ekki hafi verið samskipti á milli Hafrannsóknarstofnunar og stjórnvalda í tengslum við frumvarpið. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Strandveiðar Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Sjá meira
„Það eru allir sem sjá þetta sem vilja,“ segir Árni. „Það er verið að búa til kerfi þar sem engin takmörkun er heldur eru bara 48 dagar. Það er verið að búa til vandamál. Við hjá Félagi skipstjórnarmanna segjum einfaldlega: Það eru tíu þúsund tonn eyrnarmerkt í þessu kerfi. Ákveðum magnið. Það þarf að vera heildarmagn sem ákveðið er í kerfið. Annars er þetta bara óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga." Árni tekur fram að hann sé ekki andvígur strandveiðum. Takmarkandi þættir séu til staðar kerfinu í dag eins og aflamagn fyrir hvern dag og fjöldi daga. „Aðal takmörkunin í kerfinu eru þessi 10 þúsund tonn en núna eru stjórnvöld búin að opna kerfið í 48 daga svo það veit enginn hvert heildarmagnið verður. Í fyrra stoppuðu strandveiðar í júlí en nú er búið að ákveða að þetta verði bara 48 dagar í sumar, 12 dagar í mánuði. Svona opið kerfi gengur ekki upp.“ Í frumvarpinu er lagt til að við lög um strandveiðar bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, sem kveður á um að vikið verði frá skyldu Fiskistofu að stöðva veiðar þegar útlit er fyrir að leyfilegum hámarksafla verði náð. Í frumvarpinu segir að miðað við fjölda strandveiðibáta í sumar og veiðimynstur undanfarinna ára megi áætla að auka þurfi það aflamagn sem til ráðstöfunar er á strandveiðitímabilinu 2025. Til að unnt sé að tryggja 48 veiðidaga kunni því að þurfa gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri ferð. Leyfilegur hámarksafli á dag er sem sakir standa 774 kíló. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir við 200 mílur í dag að frumvarpinu fylgi hætta á að veiðiálag í sumar verði umfram hámarksafrakstur. Það séu ekki góðar fréttir fyrir fiskistofn sem þjóðin hafi verið að nýta með skynsömum hætti í langan tíma. Hann segir að ekki hafi verið samskipti á milli Hafrannsóknarstofnunar og stjórnvalda í tengslum við frumvarpið.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Strandveiðar Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Sjá meira