„Þetta er mjög þungt og erfitt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. maí 2025 14:40 Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS. Sigurjón Ólason Framkvæmdastjóri Isavia ANS segir þunga og erfiða stemmningu á skrifstofum fyrirtækisins eftir að fimm flugumferðarstjórum var sagt upp störfum í morgun vegna brota í starfi. Málið sé litið mjög alvarlegum augum. Það er til rannsóknar hjá Samgöngustofu. Isavia ANS sagði upp fimm flugumferðarstjórum og áminnti fimm til viðbótar í morgun vegna brota á reglum um skráningu á tímum um setu í vinnustöðu. Vinnustaða vísar til þess að starfsfólk sé skráð inn og í virkri vinnu við flugumferðarstjórn. Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir málið hafa komið upp fyrir rúmum tveimur vikum. „Einhver tekur eftir því að ekki er allt með felldu,“ segir Kjartan. Nánari skoðun hafi leitt í ljós að umræddir flugumferðarstjórar hafi ekki setið við tölvuna, verið í vinnustöðu, þótt þeir hafi verið skráðir þannig. Annað starfsfólk hafi þannig skráð sig inn fyrir viðkomandi flugumferðarstjóra. „Það var farið í að skoða nákvæmlega tímana og þá smám saman kemur umfangið í ljós.“ Málið hafi um leið verið tilkynnt Samgöngustofu sem sé viðeigandi eftirlitsaðili. Málið hafi þannig farið beint á þeirra borð á meðan Isavia ANS hafi haldið áfram að reyna að ná utan um málið. Fólk treysti á fagmennsku „Við mátum málið það alvarlegt að við ákváðum að framkvæma þessar uppsagnir í morgun,“ segir Kjartan. Fimm til viðbótar voru áminntir og þá fái einhverjir tiltal. „Við teljum þetta mjög alvarlegt. Þetta er mikilvæg innviðaþjónusta sem fólk reiðir sig á og treystir að sé sinnt af fagmennsku. Þessar aðgerðir sýna að við viljum standa við það og vera ábyrg.“ Hann útskýrir að flugumferðarstjórar þurfi á ákveðnu tímabili að skila ákveðnum fjölda skráðra tíma í vinnustöðu til að viðhalda réttindum sínum. „Fólk hefur verið að renna út á tíma með því að hafa ekki unnið nógu mikið,“ segir Kjartan. Flugumferðarstjórum bjóðist alltaf að fara í vinnustöð og vinna ef á þurfi að halda. Þessir fimm hafi hins vegar farið aðra leið. Þungt og erfitt Aðspurður hvers vegna aðrir hafi tekið á sig að skrá sig inn í þeirra stað virðist það ekki alveg ljóst. Að einhverju leyti hafi fólk gert þetta fyrir hvert annað. Svo verði að hafa í huga að flugumferðarstjórar vinni margir hverjir saman alla starfsævina og þekkist vel. Það sé alls ekki þannig að um mistök nýliða eða slíkt hafi verið að ræða heldur líka reynslumikið fólk. Stemmningin sé sérstök á vinnustaðnum í dag. „Þetta er mjög þungt og erfitt. Þetta eru samstarfsfélagar og auðvitað er það líka þannig að flugumferðarstjórar hafa ekki úr mörgum fyrirtækjum að velja,“ segir Kjartan. „Þetta er extra þungt mál að gera þetta. Þetta eru samstarfsfélagar til margra ára, jafnvel áratuga.“ Vistaskipti Fréttir af flugi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Isavia ANS sagði upp fimm flugumferðarstjórum og áminnti fimm til viðbótar í morgun vegna brota á reglum um skráningu á tímum um setu í vinnustöðu. Vinnustaða vísar til þess að starfsfólk sé skráð inn og í virkri vinnu við flugumferðarstjórn. Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir málið hafa komið upp fyrir rúmum tveimur vikum. „Einhver tekur eftir því að ekki er allt með felldu,“ segir Kjartan. Nánari skoðun hafi leitt í ljós að umræddir flugumferðarstjórar hafi ekki setið við tölvuna, verið í vinnustöðu, þótt þeir hafi verið skráðir þannig. Annað starfsfólk hafi þannig skráð sig inn fyrir viðkomandi flugumferðarstjóra. „Það var farið í að skoða nákvæmlega tímana og þá smám saman kemur umfangið í ljós.“ Málið hafi um leið verið tilkynnt Samgöngustofu sem sé viðeigandi eftirlitsaðili. Málið hafi þannig farið beint á þeirra borð á meðan Isavia ANS hafi haldið áfram að reyna að ná utan um málið. Fólk treysti á fagmennsku „Við mátum málið það alvarlegt að við ákváðum að framkvæma þessar uppsagnir í morgun,“ segir Kjartan. Fimm til viðbótar voru áminntir og þá fái einhverjir tiltal. „Við teljum þetta mjög alvarlegt. Þetta er mikilvæg innviðaþjónusta sem fólk reiðir sig á og treystir að sé sinnt af fagmennsku. Þessar aðgerðir sýna að við viljum standa við það og vera ábyrg.“ Hann útskýrir að flugumferðarstjórar þurfi á ákveðnu tímabili að skila ákveðnum fjölda skráðra tíma í vinnustöðu til að viðhalda réttindum sínum. „Fólk hefur verið að renna út á tíma með því að hafa ekki unnið nógu mikið,“ segir Kjartan. Flugumferðarstjórum bjóðist alltaf að fara í vinnustöð og vinna ef á þurfi að halda. Þessir fimm hafi hins vegar farið aðra leið. Þungt og erfitt Aðspurður hvers vegna aðrir hafi tekið á sig að skrá sig inn í þeirra stað virðist það ekki alveg ljóst. Að einhverju leyti hafi fólk gert þetta fyrir hvert annað. Svo verði að hafa í huga að flugumferðarstjórar vinni margir hverjir saman alla starfsævina og þekkist vel. Það sé alls ekki þannig að um mistök nýliða eða slíkt hafi verið að ræða heldur líka reynslumikið fólk. Stemmningin sé sérstök á vinnustaðnum í dag. „Þetta er mjög þungt og erfitt. Þetta eru samstarfsfélagar og auðvitað er það líka þannig að flugumferðarstjórar hafa ekki úr mörgum fyrirtækjum að velja,“ segir Kjartan. „Þetta er extra þungt mál að gera þetta. Þetta eru samstarfsfélagar til margra ára, jafnvel áratuga.“
Vistaskipti Fréttir af flugi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent