Reknir fyrir að vinna ekki nógu mikið Árni Sæberg skrifar 30. maí 2025 10:51 Flugumferðarstjórarnir virðast hafa gert eitthvað annað en að vinna einhverja tíma sem þeir skráðu á sig tíma. Vísir/Vilhelm Isavia ANS hefur sagt upp fimm flugumferðarstjórum og mun veita fimm öðrum áminningu vegna brota á reglum um skráningu á tímum um setu í vinnustöðu. Í stað þess að sitja við vinnu skráðu flugumferðarstjórar tíma á sig sem aðrir höfðu unnið. Í fréttatilkynningu frá Isavia segir að málið hafi verið tilkynnt Samgöngustofu og sé enn til rannsóknar hjá stofnuninni. Greint var frá því í vikunni að fimm flugumferðarstjórar hefðu verið sendir í leyfi vegna málsins. Í tilkynningu segir að Isavia ANS sinni flugleiðsögu á Íslandi og yfir Norður-Atlantshafi og hafi veitt þessa þjónustu um áratugaskeið. Öll frávik frá hefðbundinni starfsemi sem koma upp séu tekin alvarlega og fyrirtækið sé með ferla til að kanna þau og vinna að úrbótum. Mjög skýr lög og reglur gildi um flugleiðsögu og hæfi flugumferðarstjóra sem Samgöngustofa hafi eftirlit með. Allt miði þetta að því að tryggja öryggi flugleiðsögu og traust á henni. Aðrir unnu vinnuna sem þeir skráðu Við innri skoðun hjá Isavia ANS hafi komið í ljós að fimm flugumferðarstjórar voru með skráða tíma í vinnustöðu sem aðrir höfðu unnið. Af þessu hafi leitt að umræddir fimm flugumferðarstjórar höfðu í raun ekki uppfyllt skilyrði um lágmarkstímafjölda um setu í vinnustöðu og hafi því ekki verið með gild leyfi til að sinna flugumferðarstjórn. Isavia ANS líti á þetta sem alvarleg trúnaðarbrot í starfi og hafi gripið til viðeigandi aðgerða. Þeim fimm flugumferðarstjórum sem ekki uppfylltu kröfur um lágmarkstíma í vinnustöðu hafi verið sagt upp störfum og öðrum sem tóku þátt í brotunum með þeim verði ýmist veitt áminning eða alvarlegt tiltal eftir umfangi aðkomu þeirra að málinu. Fara í naflaskoðun Eftir ítarlega skoðun Isavia ANS á málinu sé ljóst að brotin ná eingöngu til afmarkaðs hóps flugumferðarstjóra, en hjá fyrirtækinu starfi hátt í 300 manns. Fyrirtækið muni ásamt starfsfólki horfa innávið, styrkja ferla, og koma í veg fyrir að sambærileg atvik geti endurtekið sig. Isavia Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Isavia segir að málið hafi verið tilkynnt Samgöngustofu og sé enn til rannsóknar hjá stofnuninni. Greint var frá því í vikunni að fimm flugumferðarstjórar hefðu verið sendir í leyfi vegna málsins. Í tilkynningu segir að Isavia ANS sinni flugleiðsögu á Íslandi og yfir Norður-Atlantshafi og hafi veitt þessa þjónustu um áratugaskeið. Öll frávik frá hefðbundinni starfsemi sem koma upp séu tekin alvarlega og fyrirtækið sé með ferla til að kanna þau og vinna að úrbótum. Mjög skýr lög og reglur gildi um flugleiðsögu og hæfi flugumferðarstjóra sem Samgöngustofa hafi eftirlit með. Allt miði þetta að því að tryggja öryggi flugleiðsögu og traust á henni. Aðrir unnu vinnuna sem þeir skráðu Við innri skoðun hjá Isavia ANS hafi komið í ljós að fimm flugumferðarstjórar voru með skráða tíma í vinnustöðu sem aðrir höfðu unnið. Af þessu hafi leitt að umræddir fimm flugumferðarstjórar höfðu í raun ekki uppfyllt skilyrði um lágmarkstímafjölda um setu í vinnustöðu og hafi því ekki verið með gild leyfi til að sinna flugumferðarstjórn. Isavia ANS líti á þetta sem alvarleg trúnaðarbrot í starfi og hafi gripið til viðeigandi aðgerða. Þeim fimm flugumferðarstjórum sem ekki uppfylltu kröfur um lágmarkstíma í vinnustöðu hafi verið sagt upp störfum og öðrum sem tóku þátt í brotunum með þeim verði ýmist veitt áminning eða alvarlegt tiltal eftir umfangi aðkomu þeirra að málinu. Fara í naflaskoðun Eftir ítarlega skoðun Isavia ANS á málinu sé ljóst að brotin ná eingöngu til afmarkaðs hóps flugumferðarstjóra, en hjá fyrirtækinu starfi hátt í 300 manns. Fyrirtækið muni ásamt starfsfólki horfa innávið, styrkja ferla, og koma í veg fyrir að sambærileg atvik geti endurtekið sig.
Isavia Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira