Erlent Óttast nýjar tilraunir með langdrægar eldflaugar Yfirvöld í Kína staðfestu í morgun að meðaldrægri eldflaug, sem gæti verið skotið að Gvam, hafi verið skotið á loft um helgina. Þetta var stærsta og langdrægasta eldflaug sem Kóreumenn gera tilraunir með um árabil. Erlent 31.1.2022 09:29 Íhuga að falla frá skyldubólusetningu heilbrigðisstarfsmanna Stjórnvöld á Englandi hafa það nú til skoðunar að falla frá skyldubólusetningum framlínustarfsmanna í heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt gildandi reglum ber öllum þeim sem falla í þann hóp að vera fullbólusettir 1. apríl næstkomandi. Erlent 31.1.2022 08:51 Tveir þýskir lögreglumenn skotnir til bana Tveir lögreglumenn voru skotnir til bana þar sem þeir voru að sinna umferðareftirliti í vesturhluta Þýskalands í nótt. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Erlent 31.1.2022 08:09 Einn stærsti einkaskóli Queensland setur samkynhneigða undir sama hatt og barnaníðinga Einn af stærstu einkareknu skólum Queensland í Ástralíu hefur sent foreldrum barna sem hyggjast sækja um í skólanum samninga, þar sem kveðið er á um að „samkynhneigðir gjörningar“ séu ósiðlegir og á pari við barna- og dýraníð. Erlent 31.1.2022 07:57 Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. Erlent 31.1.2022 07:29 Portúgalskir Sósíalistar unnu óvæntan sigur Sósíalistaflokkurinn í Portúgal vann óvæntan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Þetta var í annað sinn í sögunni sem flokkurinn nær hreinum meirihluta á þingi. Erlent 31.1.2022 07:18 Öryggisráðið kemur saman vegna ástandsins í Úkraínu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hittist síðar í dag til að ræða ástandið í Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Erlent 31.1.2022 07:00 Íbúar á austurströndinni moka eftir gríðarlega ofankomu Íbúar á austurströnd Bandaríkjanna hamast nú við að moka snjó eftir að honum kyngdi niður um helgina. Ekki hefur snjóað svo mikið á svæðinu í um fjögur ár en verst var ástandið í borgum á borð við Boston og Atlantic City. Erlent 31.1.2022 06:54 Nokkrir látnir af völdum stormsins Að minnsta kosti sex hafa látið lífið í storminum Malik sem geysað hefur víðsvegar um Evrópu síðasta sólarhringinn. Þúsundir heimila hafa verið rafmagnslaus í Evrópu. Erlent 30.1.2022 22:17 Öldungadeild nálægt því að samþykkja „móður allra refsiaðgerða“ Öldungadeildin í Bandaríkjunum er nálægt því að samþykkja harðar aðgerðir gegn Rússum vegna spennu á landamærum Rússlands og Úkraínu. Öldungadeildarþingmenn telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti muni ekki hætta aðgerðum á landamærum, nema vesturveldin svari. Erlent 30.1.2022 20:22 Í aðdraganda Vetrarólympíuleika: Mesti fjöldi smitaðra í átján mánuði Mesti fjöldi smitaðra í eitt og hálf ár greindist í Peking, höfuðborg Kína, í gær. Aðeins fimm dagar eru í Vetrarólympíuleikana sem haldnir verða í borginni. Erlent 30.1.2022 18:51 Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. Erlent 30.1.2022 16:11 Níu létust eftir ofsaakstur í Las Vegas 9 manns létust og nokkrir slösuðust í bílslysi í Las Vegas í gær. Ökumaðurinn, sem lést sjálfur í árekstrinum, keyrði gegn rauðu ljósi og er talinn hafa ekið langt yfir löglegum hámarkshraða. Erlent 30.1.2022 14:30 Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. Erlent 30.1.2022 13:59 Óljóst hve mikil alvara er á bakvið hótanir um viðskiptaþvinganir Bretar íhuga að tvöfalda herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna við landamæri Úkraínu. Þeir segja að öllum tilraunum Rússa til innrásar verði mætt með hörðum viðskiptaþvingunum. Erlent 30.1.2022 12:03 Mattarella endurkjörinn sem forseti Ítalíu Sergio Mattarella var endurkjörinn forseti Ítalíu af ítalska þinginu í gær. Forsetakosningar á þinginu hafa staðið yfir svo vikum skiptir og þingflokkarnir ekki komist að samkomulagi um næsta forseta fyrr en nú. Erlent 30.1.2022 09:39 Tugir dæmdir til dauða fyrir morðið á sérfræðingum SÞ í Kongó Um fimmtíu manns voru dæmdir til dauða í Austur-Kongó í gær í tengslum við morðið á tveimur sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Erlent 30.1.2022 08:44 Níu ára drengur fórst í Englandi vegna veðurofsa Níu ára gamall drengur og sextug kona létust þegar tré féll á þau vegna stormsins Malik, sem ríður yfir Bretlandseyjar. Þúsundir heimila hafa verið rafmagnslaus í Skotlandi og Englandi vegna stormsins. Erlent 30.1.2022 07:59 Íslendingur í Boston óhræddur við hríðarbyl Snjó kyngir nú niður í miklum hríðarbyl sem nú gengur yfir austurströnd Bandaríkjanna í fyrsta sinn í fjögur ár. Neyðarástandi hefur meðal annars verið lýst yfir en Íslendingur sem búsettur er í Boston lætur ekki mikið á sig fá. Erlent 29.1.2022 22:52 Fjalla ítarlega um mál Nöru sem beit tungu eiginmannsins í sundur Breska blaðið The Guardian fjallar ítarlega um mál Nöru Walker sem kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mál hennar er nú til meðferðar en hún var sakfelld hér á landi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu eiginmanns síns. Erlent 29.1.2022 20:17 Á hælum raðmorðingja sem vildi teikna fórnarlömbin Lögreglan í San Francisco telur sig aldrei hafa verið nær því að upplýsa um hinn svokallaða Doodler morðingja sem grunaður er um hafa myrt sex samkynhneigða karlmenn í borginni á áttunda áratugnum. Erlent 29.1.2022 16:09 Tólf þúsund olíutunnur láku úr olíuhreinsunarstöð í Perú Olíuleki í Perú er sagður mun umfangsmeiri en upprunalega var gert ráð fyrir. Lekinn er sagður náttúruharmleikur en milljónir sjávardýra og fugla hafa dáið frá því að lekinn varð. Erlent 29.1.2022 11:13 Blóðsöfnun rússneska hersins eykur áhyggjur Bandaríkjanna Ótti Bandaríkjamanna og annarra NATO-ríkja um innrás Rússa í Úkraínu eykst með hverjum deginum. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að bandarískir hermenn verði fluttir til Austur-Evrópu á næstu dögum. Erlent 29.1.2022 10:30 Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. Erlent 29.1.2022 07:01 Bandaríkjamenn reyna að bjarga herþotu úr sjó Bandaríkjamenn leita nú ráða til að bjarga F-35C herþotu úr Suður-Kínahafi eftir óhapp við lendingu á flugmóðurskipi. Flugmanninum tókst að skjóta sér út úr vélinni áður en hún hrapaði í hafið. Erlent 28.1.2022 23:55 Vann rúman einn og hálfan milljarð í Eurojackpot Heppinn Slóveni fékk fyrsta vinning í Eurojackpot og hlýtur tæpan 1,6 milljarð í sinn hlut. Tveir Þjóðverjar skipta með sér öðrum vinningi og fá þeir rúmar 131 milljónir króna hver. Erlent 28.1.2022 23:01 Brú hrundi skömmu fyrir heimsókn Bandaríkjaforseta Tíu eru slasaðir eftir að brú hrundi í Pittsburgh í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í dag. Enginn er talinn vera í lífshættu. Erlent 28.1.2022 20:03 Dómur Joe Exotic styttur í dag Bandarískur dómari í Oklahoma-borg mun í dag ákveða nýja refsingu fyrir Joseph Maldonado -Passage, sem er betur þekktur sem Joe Exotic eða „Tígrisdýrakonungurinn“. Það er eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að stytta ætti dóm sem hann hlaut fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að myrða óvin sinn. Erlent 28.1.2022 13:19 Minnst níu löggur skutu mann með dúkahníf Minnst níu lögregluþjónar skutu mann til bana í Nashville í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn var vopnaður dúkahníf og höfðu lögregluþjónar verið að ræða við hann í um hálftíma þegar þeir skutu hann til bana. Erlent 28.1.2022 11:32 Lést eftir að hafa verið hafnað um þungunarrof eftir að fóstrin dóu Þúsundir mótmæltu á götum pólskra borga í gærkvöld eftir að 37 ára gömul kona lést í kjölfar þess að hafa verið hafnað um þungunarrof. Eitt ár er liðið síðan einar ströngustu þungunarrofsreglur í Evrópu voru innleiddar í Póllandi. Erlent 28.1.2022 10:33 « ‹ 304 305 306 307 308 309 310 311 312 … 334 ›
Óttast nýjar tilraunir með langdrægar eldflaugar Yfirvöld í Kína staðfestu í morgun að meðaldrægri eldflaug, sem gæti verið skotið að Gvam, hafi verið skotið á loft um helgina. Þetta var stærsta og langdrægasta eldflaug sem Kóreumenn gera tilraunir með um árabil. Erlent 31.1.2022 09:29
Íhuga að falla frá skyldubólusetningu heilbrigðisstarfsmanna Stjórnvöld á Englandi hafa það nú til skoðunar að falla frá skyldubólusetningum framlínustarfsmanna í heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt gildandi reglum ber öllum þeim sem falla í þann hóp að vera fullbólusettir 1. apríl næstkomandi. Erlent 31.1.2022 08:51
Tveir þýskir lögreglumenn skotnir til bana Tveir lögreglumenn voru skotnir til bana þar sem þeir voru að sinna umferðareftirliti í vesturhluta Þýskalands í nótt. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Erlent 31.1.2022 08:09
Einn stærsti einkaskóli Queensland setur samkynhneigða undir sama hatt og barnaníðinga Einn af stærstu einkareknu skólum Queensland í Ástralíu hefur sent foreldrum barna sem hyggjast sækja um í skólanum samninga, þar sem kveðið er á um að „samkynhneigðir gjörningar“ séu ósiðlegir og á pari við barna- og dýraníð. Erlent 31.1.2022 07:57
Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. Erlent 31.1.2022 07:29
Portúgalskir Sósíalistar unnu óvæntan sigur Sósíalistaflokkurinn í Portúgal vann óvæntan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Þetta var í annað sinn í sögunni sem flokkurinn nær hreinum meirihluta á þingi. Erlent 31.1.2022 07:18
Öryggisráðið kemur saman vegna ástandsins í Úkraínu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hittist síðar í dag til að ræða ástandið í Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Erlent 31.1.2022 07:00
Íbúar á austurströndinni moka eftir gríðarlega ofankomu Íbúar á austurströnd Bandaríkjanna hamast nú við að moka snjó eftir að honum kyngdi niður um helgina. Ekki hefur snjóað svo mikið á svæðinu í um fjögur ár en verst var ástandið í borgum á borð við Boston og Atlantic City. Erlent 31.1.2022 06:54
Nokkrir látnir af völdum stormsins Að minnsta kosti sex hafa látið lífið í storminum Malik sem geysað hefur víðsvegar um Evrópu síðasta sólarhringinn. Þúsundir heimila hafa verið rafmagnslaus í Evrópu. Erlent 30.1.2022 22:17
Öldungadeild nálægt því að samþykkja „móður allra refsiaðgerða“ Öldungadeildin í Bandaríkjunum er nálægt því að samþykkja harðar aðgerðir gegn Rússum vegna spennu á landamærum Rússlands og Úkraínu. Öldungadeildarþingmenn telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti muni ekki hætta aðgerðum á landamærum, nema vesturveldin svari. Erlent 30.1.2022 20:22
Í aðdraganda Vetrarólympíuleika: Mesti fjöldi smitaðra í átján mánuði Mesti fjöldi smitaðra í eitt og hálf ár greindist í Peking, höfuðborg Kína, í gær. Aðeins fimm dagar eru í Vetrarólympíuleikana sem haldnir verða í borginni. Erlent 30.1.2022 18:51
Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. Erlent 30.1.2022 16:11
Níu létust eftir ofsaakstur í Las Vegas 9 manns létust og nokkrir slösuðust í bílslysi í Las Vegas í gær. Ökumaðurinn, sem lést sjálfur í árekstrinum, keyrði gegn rauðu ljósi og er talinn hafa ekið langt yfir löglegum hámarkshraða. Erlent 30.1.2022 14:30
Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. Erlent 30.1.2022 13:59
Óljóst hve mikil alvara er á bakvið hótanir um viðskiptaþvinganir Bretar íhuga að tvöfalda herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna við landamæri Úkraínu. Þeir segja að öllum tilraunum Rússa til innrásar verði mætt með hörðum viðskiptaþvingunum. Erlent 30.1.2022 12:03
Mattarella endurkjörinn sem forseti Ítalíu Sergio Mattarella var endurkjörinn forseti Ítalíu af ítalska þinginu í gær. Forsetakosningar á þinginu hafa staðið yfir svo vikum skiptir og þingflokkarnir ekki komist að samkomulagi um næsta forseta fyrr en nú. Erlent 30.1.2022 09:39
Tugir dæmdir til dauða fyrir morðið á sérfræðingum SÞ í Kongó Um fimmtíu manns voru dæmdir til dauða í Austur-Kongó í gær í tengslum við morðið á tveimur sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Erlent 30.1.2022 08:44
Níu ára drengur fórst í Englandi vegna veðurofsa Níu ára gamall drengur og sextug kona létust þegar tré féll á þau vegna stormsins Malik, sem ríður yfir Bretlandseyjar. Þúsundir heimila hafa verið rafmagnslaus í Skotlandi og Englandi vegna stormsins. Erlent 30.1.2022 07:59
Íslendingur í Boston óhræddur við hríðarbyl Snjó kyngir nú niður í miklum hríðarbyl sem nú gengur yfir austurströnd Bandaríkjanna í fyrsta sinn í fjögur ár. Neyðarástandi hefur meðal annars verið lýst yfir en Íslendingur sem búsettur er í Boston lætur ekki mikið á sig fá. Erlent 29.1.2022 22:52
Fjalla ítarlega um mál Nöru sem beit tungu eiginmannsins í sundur Breska blaðið The Guardian fjallar ítarlega um mál Nöru Walker sem kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mál hennar er nú til meðferðar en hún var sakfelld hér á landi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu eiginmanns síns. Erlent 29.1.2022 20:17
Á hælum raðmorðingja sem vildi teikna fórnarlömbin Lögreglan í San Francisco telur sig aldrei hafa verið nær því að upplýsa um hinn svokallaða Doodler morðingja sem grunaður er um hafa myrt sex samkynhneigða karlmenn í borginni á áttunda áratugnum. Erlent 29.1.2022 16:09
Tólf þúsund olíutunnur láku úr olíuhreinsunarstöð í Perú Olíuleki í Perú er sagður mun umfangsmeiri en upprunalega var gert ráð fyrir. Lekinn er sagður náttúruharmleikur en milljónir sjávardýra og fugla hafa dáið frá því að lekinn varð. Erlent 29.1.2022 11:13
Blóðsöfnun rússneska hersins eykur áhyggjur Bandaríkjanna Ótti Bandaríkjamanna og annarra NATO-ríkja um innrás Rússa í Úkraínu eykst með hverjum deginum. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að bandarískir hermenn verði fluttir til Austur-Evrópu á næstu dögum. Erlent 29.1.2022 10:30
Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. Erlent 29.1.2022 07:01
Bandaríkjamenn reyna að bjarga herþotu úr sjó Bandaríkjamenn leita nú ráða til að bjarga F-35C herþotu úr Suður-Kínahafi eftir óhapp við lendingu á flugmóðurskipi. Flugmanninum tókst að skjóta sér út úr vélinni áður en hún hrapaði í hafið. Erlent 28.1.2022 23:55
Vann rúman einn og hálfan milljarð í Eurojackpot Heppinn Slóveni fékk fyrsta vinning í Eurojackpot og hlýtur tæpan 1,6 milljarð í sinn hlut. Tveir Þjóðverjar skipta með sér öðrum vinningi og fá þeir rúmar 131 milljónir króna hver. Erlent 28.1.2022 23:01
Brú hrundi skömmu fyrir heimsókn Bandaríkjaforseta Tíu eru slasaðir eftir að brú hrundi í Pittsburgh í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í dag. Enginn er talinn vera í lífshættu. Erlent 28.1.2022 20:03
Dómur Joe Exotic styttur í dag Bandarískur dómari í Oklahoma-borg mun í dag ákveða nýja refsingu fyrir Joseph Maldonado -Passage, sem er betur þekktur sem Joe Exotic eða „Tígrisdýrakonungurinn“. Það er eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að stytta ætti dóm sem hann hlaut fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að myrða óvin sinn. Erlent 28.1.2022 13:19
Minnst níu löggur skutu mann með dúkahníf Minnst níu lögregluþjónar skutu mann til bana í Nashville í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn var vopnaður dúkahníf og höfðu lögregluþjónar verið að ræða við hann í um hálftíma þegar þeir skutu hann til bana. Erlent 28.1.2022 11:32
Lést eftir að hafa verið hafnað um þungunarrof eftir að fóstrin dóu Þúsundir mótmæltu á götum pólskra borga í gærkvöld eftir að 37 ára gömul kona lést í kjölfar þess að hafa verið hafnað um þungunarrof. Eitt ár er liðið síðan einar ströngustu þungunarrofsreglur í Evrópu voru innleiddar í Póllandi. Erlent 28.1.2022 10:33