Andrew Tate blæs á krabbameinsorðróm Bjarki Sigurðsson skrifar 5. mars 2023 08:19 Andrew Tate segist ekki vera með krabbamein líkt og blaðamaðurinn Sulaiman Ahmed hélt fram á Twitter í vikunni. Getty/Alex Nicodim Samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate segist ekki vera með krabbamein líkt og sögur sem ganga um á samfélagsmiðlum hafa kveðið um. Hann segist í raun vera með heilsu á við íþróttamann á Ólympíuleikunum. Fyrrverandi bardagakappinn og samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate situr nú í gæsluvarðhaldi í Rúmeníu vegna gruns um mansal og nauðganir. Í vikunni birti blaðamaðurinn Sulaiman Ahmed gögn á Twitter sem hann sagði að væru heilsufarsupplýsingar Tate. Um er að ræða bréf sem læknir Tate á að hafa sent yfirvöldum í Rúmeníu til þess að fá honum sleppt úr haldi. Í bréfinu er læknirinn sagður staðfesta að Tate sé með krabbamein í lungunum. Krabbameinið hafi greinst um miðjan desember á síðasta ári eftir að Tate fór nokkrum sinnum til læknisins í Dúbaí. Andrew Tate - Medical Update possible Cancer The CT report is extremely alarming. Andrew Tate may have lung Cancer. Urgent biopsy needed & a 6 month delay could be fatalThere are reports he lost 10kgs in weight which is also a sign of cancer.Cancer could be incurable now pic.twitter.com/AQd7oEnXRq— Sulaiman Ahmed (@ShaykhSulaiman) March 2, 2023 Á meðan Tate situr inni er hann með fólk í vinnu við að sjá um sína samfélagsmiðla. Hann miðlar til þeirra upplýsingum sem þau birta síðan á samfélagsmiðlum, oftast á Twitter. Í nærri færslu á Twitter-síðu Tate blæs hann á þennan krabbameinsorðróm. Hann sé ekki með neitt krabbamein heldur sé hann við hestaheilsu. Hann sé meira að segja með heilsu á við íþróttamann sem keppir á Ólympíuleikunum. „Sem einn af áhrifamestu mönnum Jarðarinnar er mikilvægt fyrir mannkynið að ég lifi eins lengi og hægt er. Eins og styrkur minn er núna geri ég ráð fyrir því að ég lifi í að minnsta kosti fimm þúsund ár í viðbót,“ segir Tate. Hann viðurkennir að hafa hitt lækni í Dúbaí en það hafi einungis verið til þess að athuga hvort heilsan hafi verið í lagi. Læknarnir hafi þó áhuga á ör sem Tate er með á lunganu en hann hefur ekki útskýrt hvaðan það kom. I do not have cancer.My lungs contain precisely 0 smoking damage.In fact,I have an 8L lung capacity and the vital signs of an Olympic athleteThere is nothing but a scar on my lung from an old battle.True warriors are scarred both inside and out. pic.twitter.com/VpLHWp20Fg— Andrew Tate (@Cobratate) March 4, 2023 Mál Andrew Tate Rúmenía Heilsa Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Fyrrverandi bardagakappinn og samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate situr nú í gæsluvarðhaldi í Rúmeníu vegna gruns um mansal og nauðganir. Í vikunni birti blaðamaðurinn Sulaiman Ahmed gögn á Twitter sem hann sagði að væru heilsufarsupplýsingar Tate. Um er að ræða bréf sem læknir Tate á að hafa sent yfirvöldum í Rúmeníu til þess að fá honum sleppt úr haldi. Í bréfinu er læknirinn sagður staðfesta að Tate sé með krabbamein í lungunum. Krabbameinið hafi greinst um miðjan desember á síðasta ári eftir að Tate fór nokkrum sinnum til læknisins í Dúbaí. Andrew Tate - Medical Update possible Cancer The CT report is extremely alarming. Andrew Tate may have lung Cancer. Urgent biopsy needed & a 6 month delay could be fatalThere are reports he lost 10kgs in weight which is also a sign of cancer.Cancer could be incurable now pic.twitter.com/AQd7oEnXRq— Sulaiman Ahmed (@ShaykhSulaiman) March 2, 2023 Á meðan Tate situr inni er hann með fólk í vinnu við að sjá um sína samfélagsmiðla. Hann miðlar til þeirra upplýsingum sem þau birta síðan á samfélagsmiðlum, oftast á Twitter. Í nærri færslu á Twitter-síðu Tate blæs hann á þennan krabbameinsorðróm. Hann sé ekki með neitt krabbamein heldur sé hann við hestaheilsu. Hann sé meira að segja með heilsu á við íþróttamann sem keppir á Ólympíuleikunum. „Sem einn af áhrifamestu mönnum Jarðarinnar er mikilvægt fyrir mannkynið að ég lifi eins lengi og hægt er. Eins og styrkur minn er núna geri ég ráð fyrir því að ég lifi í að minnsta kosti fimm þúsund ár í viðbót,“ segir Tate. Hann viðurkennir að hafa hitt lækni í Dúbaí en það hafi einungis verið til þess að athuga hvort heilsan hafi verið í lagi. Læknarnir hafi þó áhuga á ör sem Tate er með á lunganu en hann hefur ekki útskýrt hvaðan það kom. I do not have cancer.My lungs contain precisely 0 smoking damage.In fact,I have an 8L lung capacity and the vital signs of an Olympic athleteThere is nothing but a scar on my lung from an old battle.True warriors are scarred both inside and out. pic.twitter.com/VpLHWp20Fg— Andrew Tate (@Cobratate) March 4, 2023
Mál Andrew Tate Rúmenía Heilsa Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira