Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2023 14:47 Rússneski hópurinn sem lýst hefur yffir ábyrgð á árásinni vill kom aVladimír Pútín, forseta Rússlands, frá völdum. AP/Mikhail Metzel Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. Rússar segja úkraínska þjóðernissinna hafa gert árásina en allt bendir til þess að það hafi verið rússneskur hópur sem gerði hana. Umræddur hópur og leiðtogar hans eru rússneskir og hafa verið virkir í fjar-hægri hreyfingum Evrópu á undanförnum árum og hafa tekið þátt í átökunum í Úkraínu og barist gegn Rússum. Meðlimir hópsins kalla sig, lauslega þýtt, Rússnesku sjálfboðaliðasveitina, eða RDK og var hópurinn stofnaður í ágúst 2022, samkvæmt blaðamanni sem fylgst hefur náið með fjar-hægri hreyfingum Evrópu. Hópurinn er skipaður öfga-hægrimönnum og leiddur af þekktum nýnasista sem bjó um tíma í Þýskalandi. Sá heitir Denis Kapustin og birti hann mynd af sér í Bryanskhéraði í morgun. Hann hefur haft tengsl við fjar-hægri öfl í Úkraínu. Hann var þó handtekinn fyrir framleiðslu fíkniefna árið 2018 og flúði til Þýskaland. Þar lenti hann einnig í vandræðum og var rekinn úr landi árið 2019. Á sama tíma var honum meinaður aðgangur að Schengen-svæðinu. Kapustin, like some other far-right Russians, has long had links with Ukraine s far right, as we @Bellingcat have written about. Kapustin at one time was a key cog in the Azov movement's once-prominent international outreach efforts (@ChristopherJM) https://t.co/pzpVGwLSDR— Michael Colborne (@ColborneMichael) March 2, 2023 Í myndbandi sem hópurinn birti eftir árásina kölluðu leiðtogar hans eftir því að Rússar risu upp og kæmu Pútín frá völdum. Þeir vilja þó ekki koma á lýðræði í Rússlandi heldur eru þeir sagðir vilja koma afkomendum keisarafjölskyldu Rússlands eða rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunni til valda. Á samfélagsmiðlasíðum hópsins segir þó að markmið þeirra sé að koma á nýrri ríkisstjórn sem myndi ekki ráðast á nágranna Rússlands og þess í stað einbeita sér að málefnum innan landamæra Rússlands. Samkvæmt Antifascist Europe eru meðlimir RDK um fimmtíu talsins. Ríkismiðlar Rússlands segja meðlimi RDK hafa skotið á bíl með óbreyttum borgurum í Lubechan. Einn maður hafi dáið og tíu ára barn hafi særst. Mennirnir eru einnig sagðir hafa ráðist á þorpið Sushany. Þá hefur RIA fréttaveitan upp úr tilkynningu frá FSB, leyniþjónustu Rússlands, að mikið magn sprengiefna hafi fundist í þorpinu. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni herleyniþjónustu Úkraínu að árásin hafi verið gerð af Rússum. Úkraínumenn komi henni ekkert við. The RDK or Russian Volunteer Corps is not part of the Ukrainian military or part of the UKR Russian Legion (which is former Russian POWs fighting for Ukraine)The Russian Legion is not affiliated with the Russian Imperial Legion (RIM) or the RUS BARS-13 Russia Legion2/7— Malcontent News (@MalcontentmentT) March 2, 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Rússar segja úkraínska þjóðernissinna hafa gert árásina en allt bendir til þess að það hafi verið rússneskur hópur sem gerði hana. Umræddur hópur og leiðtogar hans eru rússneskir og hafa verið virkir í fjar-hægri hreyfingum Evrópu á undanförnum árum og hafa tekið þátt í átökunum í Úkraínu og barist gegn Rússum. Meðlimir hópsins kalla sig, lauslega þýtt, Rússnesku sjálfboðaliðasveitina, eða RDK og var hópurinn stofnaður í ágúst 2022, samkvæmt blaðamanni sem fylgst hefur náið með fjar-hægri hreyfingum Evrópu. Hópurinn er skipaður öfga-hægrimönnum og leiddur af þekktum nýnasista sem bjó um tíma í Þýskalandi. Sá heitir Denis Kapustin og birti hann mynd af sér í Bryanskhéraði í morgun. Hann hefur haft tengsl við fjar-hægri öfl í Úkraínu. Hann var þó handtekinn fyrir framleiðslu fíkniefna árið 2018 og flúði til Þýskaland. Þar lenti hann einnig í vandræðum og var rekinn úr landi árið 2019. Á sama tíma var honum meinaður aðgangur að Schengen-svæðinu. Kapustin, like some other far-right Russians, has long had links with Ukraine s far right, as we @Bellingcat have written about. Kapustin at one time was a key cog in the Azov movement's once-prominent international outreach efforts (@ChristopherJM) https://t.co/pzpVGwLSDR— Michael Colborne (@ColborneMichael) March 2, 2023 Í myndbandi sem hópurinn birti eftir árásina kölluðu leiðtogar hans eftir því að Rússar risu upp og kæmu Pútín frá völdum. Þeir vilja þó ekki koma á lýðræði í Rússlandi heldur eru þeir sagðir vilja koma afkomendum keisarafjölskyldu Rússlands eða rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunni til valda. Á samfélagsmiðlasíðum hópsins segir þó að markmið þeirra sé að koma á nýrri ríkisstjórn sem myndi ekki ráðast á nágranna Rússlands og þess í stað einbeita sér að málefnum innan landamæra Rússlands. Samkvæmt Antifascist Europe eru meðlimir RDK um fimmtíu talsins. Ríkismiðlar Rússlands segja meðlimi RDK hafa skotið á bíl með óbreyttum borgurum í Lubechan. Einn maður hafi dáið og tíu ára barn hafi særst. Mennirnir eru einnig sagðir hafa ráðist á þorpið Sushany. Þá hefur RIA fréttaveitan upp úr tilkynningu frá FSB, leyniþjónustu Rússlands, að mikið magn sprengiefna hafi fundist í þorpinu. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni herleyniþjónustu Úkraínu að árásin hafi verið gerð af Rússum. Úkraínumenn komi henni ekkert við. The RDK or Russian Volunteer Corps is not part of the Ukrainian military or part of the UKR Russian Legion (which is former Russian POWs fighting for Ukraine)The Russian Legion is not affiliated with the Russian Imperial Legion (RIM) or the RUS BARS-13 Russia Legion2/7— Malcontent News (@MalcontentmentT) March 2, 2023
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira