Geta stefnt Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2023 08:50 Trump hvatti stuðningsmenn sína til að fjölmenna að þinghúsinu 6. janúar 2021. Beint eftir ræðuna fóru þúsundir þeirra að þinghúsinu, slógust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í húsið. AP/Evan Vucci Lögreglumönnum og þingmönnum er heimilt að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið, að mati bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Trump heldur því fram að hann njóti friðhelgi fyrir slíkum kröfum. Álit ráðuneytisins var lagt fram sem greinargerð til alríkisdómstóls sem reynir nú að taka afstöðu til þess hvort að hann leyfi lögsóknum lögreglumanna sem særðust í árásinni annara vegar og þingmanna úr Demókrataflokknum hins vegar að standa, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir krefjast þess að Trump bæti þeim líkamlegt og andlegt tjón sem þeir urðu fyrir í árásinni. Stefnan tengist ræðu sem Trump hélt í Washington-borg 6. janúar 2021, daginn sem árásin á þinghúsið var gerð. Þar hélt hann enn á lofti staðlausum stöfum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör í forsetakosningunum sem fóru fram í nóvember 2020. Hvatti hann stuðningsmenn sína til þess að fylkja liði að þinghúsinu þar sem þingið var í þann veginn að staðfesta úrslit kosninganna. Dómsmálaráðuneytið tók ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði æst til árásarinnar með ræðunni. Hins vegar væri það álit þess að forseti nyti ekki algerrar friðhelgi ef orð hans væru talin hafa hvatt til ofbeldis. „Sem leiðtogi þjóðarinnar og þjóðhöfðingi hefur forsetinn umfangsmikil völd til að ræða við samborgara sína og fyrir hönd þeirra. Það hefðbundna hlutverk snýst hins vegar um samskipti við almenning og sannfæringarkraft, ekki hvatningu til yfirvofandi ofbeldis einstaklinga,“ sagði í greinargerðinni. Tengist ekki rannsókn ráðuneytisins á mögulegum glæpum Lögmenn Trump halda því fram að ekki hafi vakað fyrir honum að efna til ofbeldisverka þegar hann hvatti þúsundir stuðningsmanna sinna til þess að ganga fylktu liði að þinghúsinu og að „berjast af heljarkröftum“ rétt áður en árásin hófst. Ekki ætti að svipta Trump friðhelgi sinni vegna gjörða stuðningsmanna hans. Dómari á lægra dómstigi komst að þeirri niðurstöðu að Trump gæti ekki borið fyrir sig friðhelgi forsetaembættisins til þess að komast undan stefnunum. Orð hans í aðdraganda árásarinnar hafi líklega verið æsing til ofbeldis sem njóti ekki verndar málfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar. Dómsmálaráðuneytið rannsakar enn hvort að Trump og bandamenn hans hafi framið glæp þegar þeir reyndu að snúa við úrslitum forsetakosninganna. Lögmenn ráðuneytisins sem skiluðu greinargerðinni um einkamálsóknirnar gegn Trump tóku sérstaklega fram að þeir tækju ekki afstöðu til þess að hvort að Trump eða nokkur annar hefði gerst sekur um glæp. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Álit ráðuneytisins var lagt fram sem greinargerð til alríkisdómstóls sem reynir nú að taka afstöðu til þess hvort að hann leyfi lögsóknum lögreglumanna sem særðust í árásinni annara vegar og þingmanna úr Demókrataflokknum hins vegar að standa, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir krefjast þess að Trump bæti þeim líkamlegt og andlegt tjón sem þeir urðu fyrir í árásinni. Stefnan tengist ræðu sem Trump hélt í Washington-borg 6. janúar 2021, daginn sem árásin á þinghúsið var gerð. Þar hélt hann enn á lofti staðlausum stöfum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör í forsetakosningunum sem fóru fram í nóvember 2020. Hvatti hann stuðningsmenn sína til þess að fylkja liði að þinghúsinu þar sem þingið var í þann veginn að staðfesta úrslit kosninganna. Dómsmálaráðuneytið tók ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði æst til árásarinnar með ræðunni. Hins vegar væri það álit þess að forseti nyti ekki algerrar friðhelgi ef orð hans væru talin hafa hvatt til ofbeldis. „Sem leiðtogi þjóðarinnar og þjóðhöfðingi hefur forsetinn umfangsmikil völd til að ræða við samborgara sína og fyrir hönd þeirra. Það hefðbundna hlutverk snýst hins vegar um samskipti við almenning og sannfæringarkraft, ekki hvatningu til yfirvofandi ofbeldis einstaklinga,“ sagði í greinargerðinni. Tengist ekki rannsókn ráðuneytisins á mögulegum glæpum Lögmenn Trump halda því fram að ekki hafi vakað fyrir honum að efna til ofbeldisverka þegar hann hvatti þúsundir stuðningsmanna sinna til þess að ganga fylktu liði að þinghúsinu og að „berjast af heljarkröftum“ rétt áður en árásin hófst. Ekki ætti að svipta Trump friðhelgi sinni vegna gjörða stuðningsmanna hans. Dómari á lægra dómstigi komst að þeirri niðurstöðu að Trump gæti ekki borið fyrir sig friðhelgi forsetaembættisins til þess að komast undan stefnunum. Orð hans í aðdraganda árásarinnar hafi líklega verið æsing til ofbeldis sem njóti ekki verndar málfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar. Dómsmálaráðuneytið rannsakar enn hvort að Trump og bandamenn hans hafi framið glæp þegar þeir reyndu að snúa við úrslitum forsetakosninganna. Lögmenn ráðuneytisins sem skiluðu greinargerðinni um einkamálsóknirnar gegn Trump tóku sérstaklega fram að þeir tækju ekki afstöðu til þess að hvort að Trump eða nokkur annar hefði gerst sekur um glæp.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira