Myndbönd sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Úkraínu og í Rússlandi í morgun sýna að minnst tvær brýr í Bakhmut hafa verið felldar með sprengingum. Blaðamaður Wall Street Journal segir þó að önnur brúin hafi verið felld fyrir mörgum vikum síðan en hún hafi verið sprengd frekar í morgun.
Hann segir Úkraínumenn hafa aðrar birgðaleiðir inn í Bakhmut.
Hér má sjá myndband af því þegar önnur brúin var sprengd í morgun.
# (https://t.co/CvP1o4RLt5), / https://t.co/av2jvu8qWe #RussianUkrainianWar pic.twitter.com/oXvI4CMTi7
— Necro Mancer (@666_mancer) March 3, 2023
Sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war birtu í nótt kort af stöðunni við Bakhmut sem sýnir glögglega hve nærri því Rússar eru að umkringja bæinn. Undanfarna daga hafa Rússar sett aukna áherslu á að sækja fram norður af Bakhmut og þannig reynt að þvinga Úkraínumenn til að hörfa áður en síðustu birgðaleiðum þeirra til bæjarins verður lokað.
Svo virðist sem það hafi heppnast en ekkert hefur verið staðfest enn.
Russian forces appear to have temporarily scaled back efforts to encircle #Bakhmut from both the southwest and northeast and may instead be focusing on pressuring Ukrainian forces to withdraw from the city by concentrating on the northeastern offensive. https://t.co/dS28y84TWd pic.twitter.com/ydBLLvXywV
— ISW (@TheStudyofWar) March 3, 2023
Sérfræðingar hafa þó spáð því um nokkra vikna skeið að Úkraínumenn þyrftu á endanum að hörfa frá Bakhmut og mynda nýja varnarlínu vestur af bænum.
Yevgeny Prígósjín, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, birti myndband í morgun þar sem hann sagði Bakhmut nærri því umkringdann. Beindi hann orðum sínum til forseta Úkraínu og biður hann um að skipa úkraínska hernum að hörfa.
Því næst eru menn sem eiga að vera úkraínskir hermenn í haldi Wagner sýndir biðja Vólódímír Selenskí, forseta, um að skipa hernum að hörfa.
Bakhmut er nánast rústir einar eftir langvarandi átök þar.
# #Bakhmut #Bakhmout pic.twitter.com/IQtPjYcn3k
— (@typicaldonetsk) March 3, 2023
Segja borgurum að yfirgefa Kúpíansk
Yfirvöld í Úkraínu hafa þar að auki skipað borgurum að yfirgefa bæinn Kúpíansk í Kharkívhéraði, sem Úkraínumenn ráku Rússa frá í fyrra. Samkvæmt frétt BBC var það gert vegna stórskotaliðsárása Rússa á bæinn og „óstöðugs öryggisástands“.
Víglínan er þó enn nokkuð austur af Kúpíansk en fregnir hafa borist af gagnárásrum Rússa á þessu svæði undanfarna daga. Rússar eru einnig sagðir líklegir til að reyna að sækja fram við Kremmina, suður af Kúpíansk, en þar munu þeir hafa komið fyrir tölvuerðum hergögnum, samkvæmt yfirvöldum í Lúhanskhéraði.
4/ Haidai added that Russians are using Terminator armored fighting vehicles and T-90M tanks in the #Kreminna direction, which indicates that Russian forces are continuing to prioritize this direction for an advance. https://t.co/dS28y84TWd pic.twitter.com/qiEt9DVhvY
— ISW (@TheStudyofWar) March 3, 2023