Erlent

„Það er kominn tími til að hittast, tími til að tala“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir raunverulegum og sanngjörnum friðarviðræðum, án tafar. „Það er kominn tími til að hittast, tími til að tala. Það er kominn tími til að endurheimta landyfirráð Úkraínu og réttlæti henni til handa.“

Erlent

Vísbendingar um að Rússar ætli að beita efnavopnum í Úkraínu

Margt bendir til að Rússar séu byrjaðir að örvænta í innrás sinni í Úkraínu og að þeir séu að undirbúa notkun efnavopna með ásökunum um að slík vopn sé að finna í Úkraínu. Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Úkraínumenn nú þegar í gagnsókn á sumum stöðum og Putin eigi ekki möguleika á að vinna stríðið.

Erlent

Vaktin: Sprengingar heyrast frá flugvellinum í Lviv

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, munu ræðast við í síma í dag. Biden er sagður munu vara Xi við því að aðstoða Rússa efnahags- og hernaðarlega og á sama tíma reyna að fá skýrari mynd af afstöðu og fyrirætlunum Kína.

Erlent

„Við munum ná fram öllum okkar markmiðum“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði í dag tugi þúsunda manna á viðburði þar sem verið var að fagna innrás Rússa í Úkraínu og halda upp á að átta væru liðin frá ólöglegri innlimun Krímskaga. Við mikil fagnaðarlæti sagði Pútín meðal annars að Rússar myndu sigra í Úkraínu.

Erlent

Sam­þykkja að Fujimori skuli sleppt úr fangelsi

Stjórnlagadómstóll Perú hefur úrskurðað að forsetanum fyrrverandi, Alberto Fujimori, skuli sleppt úr fangelsi. Hann hefur setið í fangelsi frá árinu 2007 eftir að hafa verið dæmdur í 25 ára fangelsi eftir að hafa verið sakfelldur fyrir glæpi gegn mannkyni.

Erlent

Fyrr­verandi for­sætis­ráð­herrann hand­tekinn

Lögregla í Búlgaríu handtók í gær forsætisráðherrann fyrrverandi, Boyko Borissov, í tengslum við rannsókn á fjármálamisferli. Rannsóknin snýr að því hvort að styrkir frá Evrópusambandinu hafi verið misnotaðir.

Erlent

Nýja tunglflaugin loks komin á skotpall

Eldflaugin Space Launch System (SLS) er komin á skotpall í Flórída í fyrsta sinn. Þar verða gerðar prófanir á eldflauginni og ef þær heppnast er vonast til þess að hægt verði að skjóta henni á loft í fyrsta sinn og senda ómannað Orion-geimfar hring í kringum tunglið og til baka.

Erlent

Biden og Xi ræðast við í dag: Hvað gera Kínverjar?

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jingping, forseti Kína, munu ræðast við í síma í dag klukkan 13 að íslenskum tíma. Um er að ræða fyrsta samtal leiðtoganna frá því í nóvember í fyrra og frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu.

Erlent

Putin segir Rússa sjá við heimsveldi vestrænna lyga

Rússlandsforseti segir Rússa sjá við heimsveldi vestrænna lyga og muni sjá til þess að koma sannleikanum stöðugt á framfæri við umheiminn. Rússar séu nú ofsóttir í mörgum vestrænum ríkjum þar sem rússnesk menning sé bönnuð.

Erlent

Putin líkir meðferð Vesturlanda á Rússum við ofsóknir nasista gegn gyðingum

Vonir eru bundnar við að fjöldi manns hafi lifað af sprengjuárás Rússa á leikhús í Mariupol í gær þar sem um þúsund manns höfðu leitað skjóls í loftvarnabyrgi í kjallara hússins. Úkraínuforseti segir markmið viðræðna við Rússa að átökum linni og fullveldi Úkraínu verði tryggt. Rússlandsforseti líkir meðhöndlun Vesturlanda á Rússum við ofsóknir nasista gegn gyðingum.

Erlent

Fann vel fyrir skjálftanum og segir hann hafa rifjað upp slæmar minningar

Fjórir létust og rúmlega hundrað særðust þegar skjálfti af stærðinni 7,4 reið yfir norðausturhluta Japans í gær en skjálftinn fannst víða í Japan. Íslendingur sem hefur verið búsettur í Japan í nokkur ár fann fyrir skjálftanum í Tókýó og segir hann hafa minnt marga á skjálftann stóra árið 2011, enda aðeins vika síðan ellefu ár voru liðin frá skjálftanum.

Erlent

Jussi­e Smollett laus úr fangelsi

Banda­ríska leikaranum Jussi­e Smollett hefur verið sleppt úr fangelsi meðan hann bíður niður­stöðu á­frýjunar í máli sínu en hann var í síðustu viku dæmdur í 150 daga ó­skil­orðs­bundið fangelsi og 30 daga skil­orðs­bundið fangelsi fyrir að hafa svið­sett árás á sjálfan sig árið 2019.

Erlent

Martröðin í Mariupol: Rússar valda dauða, hungri og örvæntingu með látlausum sprengjuárásum

Nú þegar þrjár vikur eru liðnar frá innrás Rússa í Úkraínu hefur mannfallið, eyðileggingin og hryllingurinn hvergi verið meiri en í hafnarborginni Mariupol. Þar hafa rúmlega fjögur hundruð þúsund manns verið innikróaðir nánast frá upphafi stríðsins, sætt stöðugum loftárásum og nú vofir hungurvofan yfir íbúunum. Við vörum sterklega við myndefninu sem fylgir þessari frétt.

Erlent

Breyting klukkunnar gæti heyrt sögunni til á næsta ári

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti einróma að festa sumartímann (e. daylight saving time) varanlega í sessi. Verði lagafrumvarpið samþykkt af fulltrúadeild þingsins og Bandaríkjaforseta gæti breytingin tekið gildi í nóvember 2023, að því er kemur fram í frétt New York Times.

Erlent