Erlent

Erdogan leiðir en Kilicdaroglu er sigurviss

Núverandi forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, leiðir forsetakosningarnar í landinu eftir fyrstu tölur. Búið er að telja tæplega rúm fjörutíu prósent atkvæða og fékk Erdogan um 52,5 prósent þeirra. Helsti andstæðingur Erdogan í kosningunum, Kemal Kilicdaroglu, fékk 41,55 prósent atkvæða.

Erlent

Ungum nauð­gurum fjölgar

Drengjum undir lögaldri sem nauðga jafnöldrum sínum hefur fjölgað um 60 prósent á Spáni á nokkrum árum. Sérfræðingar telja að helsta ástæða þessarar þróun sé gegndarlaust gláp drengjanna á klám á netinu.

Erlent

Fleiri en tvö hundruð látin svelta sig til bana

Rúmlega tvö hundruð lík fólks sem tilheyrði kristnum dómsdagssöfnuði hafa nú fundist í skógi í Kenía. Fyrrverandi prédikari hjá söfnuðinum segir að börn hafi verið þau fyrstu sem voru látin svelta sig til bana áður en röðin kom að fullorðnum.

Erlent

Twitter sagt láta undan þrýstingi Erdogan

Andófsmaður og rannsóknarblaðamaður eru á meðal þeirra sem samfélagsmiðillinn Twitter virðist hafa fallist á að fela fyrir tyrkenskum notendum sínum rétt fyrir mikilvægustu kosningar í landinu í áraraðir. Twitter hefur ekki sagt hvers kyns efni miðilinn samþykkti að ritskoða.

Erlent

Hundruð þúsundir flýja öflugan felli­byl

Fellibylurinn Mocha stefnir nú á strendur Bangladess og Búrma með sjávarflóðum á svæðum þar sem um tvær milljónir manna búa. Hundruð þúsundir manna hafa verið flutt af svæðinu fyrir komu bylsins.

Erlent

Ræðir vopn og nánara sam­starf við þýska leið­toga

Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær.

Erlent

Skrúfa fyrir valið efni korter í kosningar

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur tilkynnt að ákveðið efni á miðlinum verði ekki aðgengilegt notendum hans í Tyrklandi. Gríðarlega mikilvægar kosningar verða í landinu á morgun en litlu sem engu munar á sitjandi forsetanum Erdogan og keppinauti hans Kemal Kilicdaroglu í skoðanakönnunum.

Erlent

Selenskíj til fundar við páfa

Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til Rómarborgar í morgun en hann hygst funda með Frans páfa og ítölskum ráðamönnum. Páfi heldur því fram að Páfagarður vinni að því að koma á friði í Úkraínu á bak við tjöldin.

Erlent

Gera sér vonir um að velta Erdogan úr sessi

Tyrkneska stjórnarandstaðan vonast til þess að tuttugu ára valdatíð Receps Erdogan forseta ljúki eftir forseta- og þingkosningar sem fara fram á sunnudag. Erdogan er ekki talinn hafa staðið eins veikt og nú áður, að stórum hluta vegna óstjórnar í efnahagsmálum.

Erlent

Khan sleppt gegn tryggingu

Dómstóll í Pakistan hefur úrskurðað að forsætisráðherranum fyrrverandi, Imran Khan, skuli sleppt gegn tryggingu og að hann skuli ekki handtekinn aftur á næstu tveimur vikum.

Erlent

Gæti stefnt Trump þriðja sinni fyrir meið­yrði

Konan sem hafði sigur gegn Donald Trump í einkamáli vegna kynferðisofbeldis og ærumeiðinga í vikunni gæti stefnt honum aftur, nú fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtali á CNN í gærkvöldi. Hún segir orð sem Trump viðhafði um hana viðbjóðsleg.

Erlent

Sam­- og tví­kyn­hneigðir karl­ar mega gefa blóð

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum.

Erlent

Munu fara fram á himin­háar bætur frá Græn­lendingum

Ástralska námuvinnslufyrirtækið Energy Transition Minerals, sem áður hét Greenland Minerals, ætla sér að stefna dönskum og grænlenskum stjórnvöldum og fara fram á himinháar skaðabætur, fái fyrirtækið ekki heimild til að halda fyrirhugaðri námuvinnslu áfram í Kuannersuit. 

Erlent

Breskar stýriflaugar fluttar til Úkraínu

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, staðfesti í dag að Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum stýriflaugar sem þeir hafa verið að kalla eftir í marga mánuði. Úkraínumenn hafa skuldbundið sig til að nota flaugarnar ekki til árása innan landamæra Rússlands.

Erlent

Sel­ensk­í seg­ir Úkra­ín­u­menn þurf­a meir­i tíma

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri.

Erlent

Vilja heimila lausa­­sölu getnaðar­varna­r­pillu

Ráðgjafanefnd Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að kostir þess að heimila sölu getnaðarvarnarlyfs án lyfseðils vegi þyngra en áhættan af því að heimila smásölu lyfsins. Var nefndin samhljóða í áliti sínu.

Erlent

Snýr aftur úr veikinda­leyfi í ágúst

Jakob Ellemann-Jensen, varnarmálaráðherra Danmerkur og formaður Venstre, mun snúa aftur úr veikindaleyfi í byrjun ágústmánaðar. Ráðherrann fór í veikindaleyfi fyrir þremur mánuðum síðan og vísaði þar til í álags.

Erlent

Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér

George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti.

Erlent

Vilja banna úti­vinnu í skæðum hita­bylgjum

Ríkisstjórn Spánar hyggst banna ákveðna vinnu utandyra í skæðum hitabylgjum. Bannið á að gilda þegar ríkisveðurstofan gefur út gular eða rauðar viðvaranir vegna hita. Dæmi eru um að götusóparar og sorptæknar láti lífi af völdum hitaslags í miklum hita.

Erlent

Seldi út á sorgina en nú grunuð um morð

Bandarísk kona sem skrifaði barnabók um sorg eftir að eiginmaður hennar dó skyndilega í fyrra, hefur verið handtekin og ákærð fyrir að myrða hann. Hann hafði varað fjölskyldu sína við því að hún væri að reyna að eitra fyrir honum en eftir að hann dó fannst gífurlega mikið magn fentanýls í blóði hans.

Erlent

Sanna Marin skilur við eiginmanninn

Sanna Marin, starfandi forsætisráðherra Finnlands, er að skilja við eiginmann sinn Markus Räikkönen. Í story á Instagram segist hún þakklát fyrir árin nítján en saman eiga þau dóttur sem fæddist árið 2018.

Erlent