Microsoft segir rússneskt tröllabú á bak við falsáróður um Harris Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. september 2024 07:49 Atvikið á að hafa átt sér stað árið 2011 og Harris að hafa ekið á 13 ára gamla stúlku. Getty/VCG Rannsóknir Microsoft hafa leitt í ljós að „tröllabúið“ Storm-1516, rússneskur hópur tölvuþrjóta hliðhollur stjórnvöldum í Moskvu, sé að baki myndskeiði þar sem Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er sökuð um að hafa ekið á stúlku og svo á brott. Myndskeiðið fór í dreifingu á samfélagsmiðlum eftir að Harris varð forsetaefni Demókrataflokksins, í gegnum vefsíðu fyrir skáldaðan fjölmiðil í San Francisko, KBSF-TV. Samkvæmt Microsoft er myndskeiðið til marks um aukinn þunga sem Rússar hafa lagt í að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs en svo virðist sem það hafi tekið nokkurn tíma fyrir þrjótana að ná vopnum sínum á ný eftir að Biden steig til hliðar. 🚨🇺🇸BREAKING: #HitAndRunKamala coule lose the US Presidential election over this shocking revelation!Make this go viral MAGA folks! https://t.co/RljuoQW4At pic.twitter.com/EDH6fLY6p6— Aussie Cossack (@aussiecossack) September 3, 2024 Greinendur Microsoft segja að seint í ágúst hafi umræddur hópur, Storm-1516, hins vegar farið að framleiða efni gegn Harris og varaforsetaefni hennar Tim Walz. Hópurinn er þekktur fyrir að framleiða myndskeið þar sem leikarar eru settir í hlutverk fréttamanna og/eða uppljóstrara. Umrætt myndskeið hefur verið spilað 2,7 milljón sinnum. Sendiráð Rússlands í Washington hefur ekki svarað fyrirspurn Reuters um málið en þess ber að geta að Harris er ötull stuðningsmaður Úkraínu í stríðinu við Rússa. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Microsoft Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Myndskeiðið fór í dreifingu á samfélagsmiðlum eftir að Harris varð forsetaefni Demókrataflokksins, í gegnum vefsíðu fyrir skáldaðan fjölmiðil í San Francisko, KBSF-TV. Samkvæmt Microsoft er myndskeiðið til marks um aukinn þunga sem Rússar hafa lagt í að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs en svo virðist sem það hafi tekið nokkurn tíma fyrir þrjótana að ná vopnum sínum á ný eftir að Biden steig til hliðar. 🚨🇺🇸BREAKING: #HitAndRunKamala coule lose the US Presidential election over this shocking revelation!Make this go viral MAGA folks! https://t.co/RljuoQW4At pic.twitter.com/EDH6fLY6p6— Aussie Cossack (@aussiecossack) September 3, 2024 Greinendur Microsoft segja að seint í ágúst hafi umræddur hópur, Storm-1516, hins vegar farið að framleiða efni gegn Harris og varaforsetaefni hennar Tim Walz. Hópurinn er þekktur fyrir að framleiða myndskeið þar sem leikarar eru settir í hlutverk fréttamanna og/eða uppljóstrara. Umrætt myndskeið hefur verið spilað 2,7 milljón sinnum. Sendiráð Rússlands í Washington hefur ekki svarað fyrirspurn Reuters um málið en þess ber að geta að Harris er ötull stuðningsmaður Úkraínu í stríðinu við Rússa.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Microsoft Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira