Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2024 15:03 Frá jarðarför í Beirút í gær. AP/Bilal Hussein Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. Símboðar í eigu Hezbollah sprungu víðsvegar um Líbanon og í Sýrlandi á þriðjudaginn. Eins og áður hefur komið fram í fréttum hafa spjótin frá upphafi beinst að leyniþjónustum Ísrael vegna sprenginganna, en yfirvöld þar í landi hafa ekkert viðurkennt. Það gera þau sjaldan sem aldrei varðandi aðgerðir sem þessar. Óvissa hefur ríkt um það hvort Ísraelar komu höndum yfir sendingu að símboðum til Hezbollah og komu fyrir sprengiefnum í þeim eða hvort Ísraelar framleiddu þá sjálfir og seldu til Líbanon. Sjá einnig: Settu sprengjur í símboðana Blaðamenn New York Times hafa eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum og við botn Miðjarðarhafsins að árásin eigi sér margra ára aðdraganda. Ísraelar hófu í dag umfangsmiklar árásir á suðurhluta Líbanon. Skipaði öllum að bera símboða Ísrael og vígamenn Hezbollah hafa átt í átökum í áratugi. Á undanförnu ári hafa Hezbollah-liðar skotið þúsundum eldflauga að Ísrael. Á undanförnum mánuðum hafa Ísraelar fellt fjölmarga af leiðtogum Hezbollah og komust þeir sem lifa enn að þeirri niðurstöðu að þeir þyrftu að slíta sig frá nútímatækni og gera Ísraelum þannig erfitt um vik með að hafa með þeim eftirlit. Japanskar talstöðvar sprungu víðsvegar um Líbanon í gær.AP Hassan Nasrallah, æðsti leiðtogi samtakanna, lýsti því yfir í febrúar að allir meðlimir Hezbollah ættu að losa sig við síma sína en hann mun um árabil hafa kallað eftir því að í stað síma notuðust samtökin við símboða, sem gætu tekið við skilaboðum og gögnum, án þess að hægt væri að rekja hvar móttakandinn væri. Nasrallah sagði öðrum leiðtogum samtakanna að tala aldrei um ætlanir Hezbollah í síma og sagði að meðlimir samtakanna ættu öllum stundum að bera símboða svo hægt væri að senda þeim skipanir, ef til stríðs við Ísrael kæmi. Þó nokkru fyrir það höfðu Ísraelar séð tækifæri á þessu sviði og settu þeir af stað áætlun um að framleiða símboða og selja þá. Benti á ungverskt skúffufélag Forstjóri taívanska fyrirtækisins Gold Apollo, sem á réttinn á símboðunum sem sprungu í vikunni, sagðist hafa gert samning við ungverskt fyrirtæki fyrir um tveimur árum og það fyrirtæki hefði framleitt umrædda símboða. Þetta fyrirtæki hét BAC Consulting og var skráð með höfuðstöðvar í Ungverjalandi. Það virðist lítið annað en skúffufélag en félagið seldi þó hefðbundnum skjólstæðingum eðlilega símboða í nokkur ár. Sjá einnig: Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Heimildarmenn NYT segja Ísraela hafa stofnað minnst tvö önnur slík félög til að fela raunverulegan uppruna símboðanna. Símboðarnir sem BAC seldi til Hezbollah voru þó alls ekki hefðbundnir. Búið var að koma fyrir spárri sprengju í rafhlöðum þeirra og hvellettu. Fyrstu símboðarnir voru seldir til samtakanna um sumarið 2022 en eftir að Nasrallah fordæmdi snjallsíma í febrúar var framleiðslan aukin til muna. Þúsundir sprengjusímboða voru seldir til Hezbollah í sumar. 🚨 Breaking: Tens of Hezbollah communication devices are exploding during the past hour. Initial reports state that over one hundred Hezbollah terrorists already injured.Here's footage from two such explosion 👇 pic.twitter.com/rMwdRWsTGB— Dr. Eli David (@DrEliDavid) September 17, 2024 Hafa rætt mögulega innrás Undanfarna daga hafa háværar umræður átt sér stað innan ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú og á öðrum stigum ísraelskra stjórnvalda um stöðuna í norðanverðu landinu. Þar hafa sjötíu þúsund manns ekki getað snúið til síns heima, vegna linnulausra eldflauga- og drónaárása frá Hezbollah í Líbanon. Netanjahú hefur sagt að umfangsmiklar breytingar þurfi á stöðunni á landamærunum við Líbanon og hefur komið til tals að gera innrás í suðurhluta Líbanon og reka vígamenn Hezbollah til norðurs. Sjá einnig: Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Hezbollah-samtökin eru þó talin mun öflugri en Hamas, en bæði samtökin njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Vígamenn Hezbollah, sem taldir eru skipta þúsundum og vera tiltölulega vel þjálfaðir og reynslumiklir eftir langvarandi þátttöku í átökum í Sýrlandi, eru taldir sitja á tugum þúsunda eldflauga og annarskonar hergagna. Níu ára stúlka lét lífið Það var svo á þriðjudaginn sem Netanjahú gaf skipunina um að sprengja símboðana. Símboðarnir voru látnir pípa og birta skilaboð svo það liti út fyrir að leiðtogar Hezbollah væru að gefa út skipun. Skömmu síðar sprungu þeir. Um 2.800 manns særðust og eru margir þeirra örkumla og blindir, þar sem þeir héldu símboðunum í mörgum tilfellum upp að andlitum sínum. Að minnsta kosti átta meðlimir Hezbollah féllu í símboðaárásinni en óbreyttir borgarar létu einnig lífið. Í einu tilfelli dó níu ára stúlka í suðurhluta Líbanon. Fatima Abdullah var nýkomin heim úr skólanum þegar pípari föður hennar pípti og tók hún hann upp til að rétta föður sínum hann. Degi síðar, á miðvikudaginn, sprungu svo talstöðvar sem meðlimir Hezbollah notuðu sem vara-samskiptakerfi í loft upp. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum gefur til kynna að meira sprengiefni hafi verið komið fyrir í talstöðvunum en komið var fyrir í símboðunum. Nasrallah sagði í ávarpi í dag að um fjögur þúsund símboðar hefðu sprungið. Þá sagði hann að ekki væri búið að dreifa hluta þeirra til meðlima samtakanna og í einhverjum tilfellum hefðu eigendur þeirra ekki verið með símboðana á sér. Sakaði hann Ísraela um að reyna að fremja fjöldamorð. Í heildina er vitað til þess að 37 hafi fallið og um þrjú þúsund særst. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Gera umfangsmiklar árásir í Líbanon Forvarsmenn ísraelska hersins hafa tilkynnt nýjar árásir gegn Hezbollah-samtökunum í suðurhluta Líbanon. Formaður herforingjaráðs Ísraels segist hafa samþykkt aðgerðaáætlun fyrir herinn í norðurhluta Ísrael. 19. september 2024 14:03 20 létust og 450 slösuðust þegar talstöðvarnar sprungu Að minnsta kosti 20 létust og 450 særðust þegar talstöðvar liðsmanna Hezbollah sprungu í borgum Líbanon í gær, degi eftir að tólf létust og 2.800 særðust þegar sama gerðist með símboða. 19. september 2024 06:34 Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Símboðar í eigu Hezbollah sprungu víðsvegar um Líbanon og í Sýrlandi á þriðjudaginn. Eins og áður hefur komið fram í fréttum hafa spjótin frá upphafi beinst að leyniþjónustum Ísrael vegna sprenginganna, en yfirvöld þar í landi hafa ekkert viðurkennt. Það gera þau sjaldan sem aldrei varðandi aðgerðir sem þessar. Óvissa hefur ríkt um það hvort Ísraelar komu höndum yfir sendingu að símboðum til Hezbollah og komu fyrir sprengiefnum í þeim eða hvort Ísraelar framleiddu þá sjálfir og seldu til Líbanon. Sjá einnig: Settu sprengjur í símboðana Blaðamenn New York Times hafa eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum og við botn Miðjarðarhafsins að árásin eigi sér margra ára aðdraganda. Ísraelar hófu í dag umfangsmiklar árásir á suðurhluta Líbanon. Skipaði öllum að bera símboða Ísrael og vígamenn Hezbollah hafa átt í átökum í áratugi. Á undanförnu ári hafa Hezbollah-liðar skotið þúsundum eldflauga að Ísrael. Á undanförnum mánuðum hafa Ísraelar fellt fjölmarga af leiðtogum Hezbollah og komust þeir sem lifa enn að þeirri niðurstöðu að þeir þyrftu að slíta sig frá nútímatækni og gera Ísraelum þannig erfitt um vik með að hafa með þeim eftirlit. Japanskar talstöðvar sprungu víðsvegar um Líbanon í gær.AP Hassan Nasrallah, æðsti leiðtogi samtakanna, lýsti því yfir í febrúar að allir meðlimir Hezbollah ættu að losa sig við síma sína en hann mun um árabil hafa kallað eftir því að í stað síma notuðust samtökin við símboða, sem gætu tekið við skilaboðum og gögnum, án þess að hægt væri að rekja hvar móttakandinn væri. Nasrallah sagði öðrum leiðtogum samtakanna að tala aldrei um ætlanir Hezbollah í síma og sagði að meðlimir samtakanna ættu öllum stundum að bera símboða svo hægt væri að senda þeim skipanir, ef til stríðs við Ísrael kæmi. Þó nokkru fyrir það höfðu Ísraelar séð tækifæri á þessu sviði og settu þeir af stað áætlun um að framleiða símboða og selja þá. Benti á ungverskt skúffufélag Forstjóri taívanska fyrirtækisins Gold Apollo, sem á réttinn á símboðunum sem sprungu í vikunni, sagðist hafa gert samning við ungverskt fyrirtæki fyrir um tveimur árum og það fyrirtæki hefði framleitt umrædda símboða. Þetta fyrirtæki hét BAC Consulting og var skráð með höfuðstöðvar í Ungverjalandi. Það virðist lítið annað en skúffufélag en félagið seldi þó hefðbundnum skjólstæðingum eðlilega símboða í nokkur ár. Sjá einnig: Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Heimildarmenn NYT segja Ísraela hafa stofnað minnst tvö önnur slík félög til að fela raunverulegan uppruna símboðanna. Símboðarnir sem BAC seldi til Hezbollah voru þó alls ekki hefðbundnir. Búið var að koma fyrir spárri sprengju í rafhlöðum þeirra og hvellettu. Fyrstu símboðarnir voru seldir til samtakanna um sumarið 2022 en eftir að Nasrallah fordæmdi snjallsíma í febrúar var framleiðslan aukin til muna. Þúsundir sprengjusímboða voru seldir til Hezbollah í sumar. 🚨 Breaking: Tens of Hezbollah communication devices are exploding during the past hour. Initial reports state that over one hundred Hezbollah terrorists already injured.Here's footage from two such explosion 👇 pic.twitter.com/rMwdRWsTGB— Dr. Eli David (@DrEliDavid) September 17, 2024 Hafa rætt mögulega innrás Undanfarna daga hafa háværar umræður átt sér stað innan ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú og á öðrum stigum ísraelskra stjórnvalda um stöðuna í norðanverðu landinu. Þar hafa sjötíu þúsund manns ekki getað snúið til síns heima, vegna linnulausra eldflauga- og drónaárása frá Hezbollah í Líbanon. Netanjahú hefur sagt að umfangsmiklar breytingar þurfi á stöðunni á landamærunum við Líbanon og hefur komið til tals að gera innrás í suðurhluta Líbanon og reka vígamenn Hezbollah til norðurs. Sjá einnig: Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Hezbollah-samtökin eru þó talin mun öflugri en Hamas, en bæði samtökin njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Vígamenn Hezbollah, sem taldir eru skipta þúsundum og vera tiltölulega vel þjálfaðir og reynslumiklir eftir langvarandi þátttöku í átökum í Sýrlandi, eru taldir sitja á tugum þúsunda eldflauga og annarskonar hergagna. Níu ára stúlka lét lífið Það var svo á þriðjudaginn sem Netanjahú gaf skipunina um að sprengja símboðana. Símboðarnir voru látnir pípa og birta skilaboð svo það liti út fyrir að leiðtogar Hezbollah væru að gefa út skipun. Skömmu síðar sprungu þeir. Um 2.800 manns særðust og eru margir þeirra örkumla og blindir, þar sem þeir héldu símboðunum í mörgum tilfellum upp að andlitum sínum. Að minnsta kosti átta meðlimir Hezbollah féllu í símboðaárásinni en óbreyttir borgarar létu einnig lífið. Í einu tilfelli dó níu ára stúlka í suðurhluta Líbanon. Fatima Abdullah var nýkomin heim úr skólanum þegar pípari föður hennar pípti og tók hún hann upp til að rétta föður sínum hann. Degi síðar, á miðvikudaginn, sprungu svo talstöðvar sem meðlimir Hezbollah notuðu sem vara-samskiptakerfi í loft upp. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum gefur til kynna að meira sprengiefni hafi verið komið fyrir í talstöðvunum en komið var fyrir í símboðunum. Nasrallah sagði í ávarpi í dag að um fjögur þúsund símboðar hefðu sprungið. Þá sagði hann að ekki væri búið að dreifa hluta þeirra til meðlima samtakanna og í einhverjum tilfellum hefðu eigendur þeirra ekki verið með símboðana á sér. Sakaði hann Ísraela um að reyna að fremja fjöldamorð. Í heildina er vitað til þess að 37 hafi fallið og um þrjú þúsund særst.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Gera umfangsmiklar árásir í Líbanon Forvarsmenn ísraelska hersins hafa tilkynnt nýjar árásir gegn Hezbollah-samtökunum í suðurhluta Líbanon. Formaður herforingjaráðs Ísraels segist hafa samþykkt aðgerðaáætlun fyrir herinn í norðurhluta Ísrael. 19. september 2024 14:03 20 létust og 450 slösuðust þegar talstöðvarnar sprungu Að minnsta kosti 20 létust og 450 særðust þegar talstöðvar liðsmanna Hezbollah sprungu í borgum Líbanon í gær, degi eftir að tólf létust og 2.800 særðust þegar sama gerðist með símboða. 19. september 2024 06:34 Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Gera umfangsmiklar árásir í Líbanon Forvarsmenn ísraelska hersins hafa tilkynnt nýjar árásir gegn Hezbollah-samtökunum í suðurhluta Líbanon. Formaður herforingjaráðs Ísraels segist hafa samþykkt aðgerðaáætlun fyrir herinn í norðurhluta Ísrael. 19. september 2024 14:03
20 létust og 450 slösuðust þegar talstöðvarnar sprungu Að minnsta kosti 20 létust og 450 særðust þegar talstöðvar liðsmanna Hezbollah sprungu í borgum Líbanon í gær, degi eftir að tólf létust og 2.800 særðust þegar sama gerðist með símboða. 19. september 2024 06:34
Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37