Í tilkynningu frá konungsfjölskyldunni segir að Margrét sé við góða heilsu og hafi verið lögð inn á sjúkrahús svo hægt væri að hafa hana undir eftirliti lækna um tíð.
Þó Margrét hafi stigið til hliðar í janúar og krónprinsinn Friðrik tók við krúnunni, að miklu leyti vegna hrakandi heilsu hennar, hefur hún tekið virkan þátt í störfum konungsfjölskyldunnar.
Samkvæmt frétt DR hefði Margrét átt að taka þátt í 75 ára afmælishátíð fornleifafræðideildar háskólans í Árósum en ekki verður af því.