Erlent Mun aldrei sleppa úr fangelsi Dómari í Bretlandi dæmdi í morgun hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum og reynt að bana sex til viðbótar á barnadeild sjúkahúss í Chester á árunum 2015 og 2016. Erlent 21.8.2023 12:15 Um 300 tilvik á tólf mánuðum þar sem árekstri var naumlega forðað Rannsókn New York Times hefur leitt í ljós að í hverri viku eiga sér stað nokkur tilvik þar sem flugvélar lenda næstum í árekstrum nærri eða á flugvöllum í Bandaríkjunum. Fjörtíu og sex slík atvik áttu sér stað í júlí og um 300 á síðustu tólf mánuðum. Erlent 21.8.2023 11:48 Herinn sendur til Bresku Kólumbíu vegna gróðurelda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagðist ætla að senda herinn til þess að aðstoða við baráttuna gegn miklum gróðureldum sem geisa í Bresku Kólumbíu. Neyðarástandi var lýst yfir í fylkinu og fleiri en 35.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Erlent 21.8.2023 11:44 Hilary dynur á Kaliforníu með metúrkomu Meira en ársúrkoma er þegar fallin á sumum stöðum þar sem hitabeltislægðin Hilary fer yfir í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Neyðarástandi var lýst yfir á svæðinu en mikil hætta er talin á lífshættilegum skyndiflóðum og aurskriðum. Erlent 21.8.2023 10:32 Skrúfa fyrir flugumferð eftir drónaárásir Minnst tveir særðust þegar flak úkraínsks dróna, sem Rússar grönduðu, hrapaði á hús í úthverfi Moskvu í nótt. Þá segja Rússar minnst sjö hafa særst í drónaárás á lestarstöð í Kúrsk í gær. Erlent 21.8.2023 09:42 Saka Sáda um að skjóta hundruð manna á landamærunum Mannréttindasamtök halda því fram að landamæraverðir í Sádi-Arabíu hafi drepið hundruð óvopnaðra eþíópískra farandverkamanna með vélbyssum og sprengjuvörpum á landamærunum að Jemen undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa gengið á Sáda vegna frétta af slíkum árásum. Erlent 21.8.2023 09:24 Reyna að leggja stein í götu nýkjörins forseta Gvatemala Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan. Erlent 21.8.2023 08:50 Rannsaka hvort þyngdarstjórnunarlyf gagnast gegn ýmsum sjúkdómum Vísindamenn hyggjast rannsaka hvort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf sem innihalda semaglutide geta hjálpað einstaklingum sem þjást af sjúkdómum á borð við fíkn og vitglöp. Erlent 21.8.2023 08:11 Tekur ekki þátt í kappræðum: „Almenningur veit hver ég er“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og frambjóðandi í forvali Repúblikana, hefur ákveðið að mæta mótframbjóðendum sínum ekki í kappræðum. „Almenningur veit hver ég er og hversu árangursríka forsetatíð ég átti. Þar af leiðandi mun ég ekki taka þátt í kappræðunum!“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth í gær. Erlent 21.8.2023 07:31 Spænskur áhrifavaldur á dauðadóm yfir höfði sér Spænskur karlmaður um þrítugt á yfir höfði sér dauðadóm í Tælandi fyrir að hafa myrt kólumbískan ástmann sinn, bútað hann í sundur og dreift líkamshlutum hans á sorphauga og í sjóinn. Erlent 20.8.2023 17:52 Hálendið, pólitíkin og staða flóttafólks í Sprengisandi Hálendið og framtíð þess, staðan í pólitíkinni og staða fólks sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd en hefur lent á götunni verða til umræðu í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni klukkan tíu. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. Erlent 20.8.2023 09:32 Rússneska geimfarið brotlenti á tunglinu Luna-25, hið rússneska tunglfar, brotlenti á tunglinu. Þetta var fyrsta tilraun Rússa til að komast til tunglsins í 47 ár. Erlent 20.8.2023 09:27 Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. Erlent 19.8.2023 23:31 Tíu ára fangelsi vegna dauða leikara úr The Wire Irvin Cartagena, dópsali í New York borg í Bandaríkjunum, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa útvegað leikaranum Michael K Williams, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í HBO þáttunum The Wire, heróín sem búið var að blanda saman við fentaníl en efnið dró leikarann til dauða. Erlent 19.8.2023 22:23 Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir. Erlent 19.8.2023 14:00 Lucy Letby sakfelld fyrir að hafa banað sjö ungbörnum Dómstóll í Manchester í Bretlandi hefur sakfellt hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby fyrir að hafa banað sjö ungbörnum – fimm drengjum og tveimur stúlkum – og gert tilraun til að bana sex til viðbótar. Erlent 18.8.2023 12:48 Fyrrverandi kanslari ákærður fyrir meinsæri Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, var ákærður fyrir að ljúga að þingnefnd sem rannsakaði hneykslismál sem felldi fyrstu ríkisstjórn hans. Fyrrverandi skrifstofustjóri Kurz er einnig ákærður í málinu. Erlent 18.8.2023 11:48 Löng bílaröð þegar allir bæjarbúar flúðu gróðurelda Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár. Erlent 18.8.2023 10:58 Vilja að réttað verði yfir Trump árið 2026 Lögmenn Donalds Trump krefjast þess að réttarhöld yfir honum vegna ákæru um að hann hafi reynt að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 hefjist ekki fyrr en eftir hátt í þrjú ár. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins vill að réttarhöldin hefjist beint eftir áramót. Erlent 18.8.2023 09:42 Telja að Úkraínumenn nái ekki markmiði gagnsóknar sinnar Úkraínuher tekst ekki að ná borginni Melitopol í suðuausturhluta landsins á sitt vald í ár, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Nái hann ekki að hrekja rússneska hermenn þaðan næst ekki eitt helsta markmið gagnsóknar Úkraínumanna. Erlent 18.8.2023 08:58 FIDE bannar trans konum þátttöku og sviptir trans menn titlunum Alþjóðaskáksambandið (FIDE) hefur ákveðið að banna trans konum að taka þátt í mótum fyrir konur, að minnsta kosti tímabundið. Erlent 18.8.2023 07:43 Bandaríkjamenn samþykkja formlega að Úkraínumenn fái F-16 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt blessun sína yfir að F-16 herþotur verði fluttar frá Danmörku og Hollandi til Úkraínu um leið og þjálfun flugmanna er lokið. Erlent 18.8.2023 07:19 Yfirmaður almannavarna í Maui segir af sér Yfirmaður almannavarna á Maui hefur sagt starfi sínu lausu nokkrum dögum eftir að hafa varið ákvörðun sína um að kveikja ekki á viðvörunarsírenum þegar gróðureldar dreifðu sér um eyjuna. Íbúar Maui eru verulega ósáttir að sírenurnar hafi ekki hljóðað. Erlent 18.8.2023 07:17 Dæmd til 22 ára fyrir að reyna að myrða Trump Kanadísk kona hefur verið dæmd til 22 ára langrar fangelsisvistar fyrir að hafa sent Donald Trump bréf sem innihélt hið baneitraða rísín. Fyrir dómi sagðist hún ekki sjá eftir neinu nema að hafa ekki tekist að drepa forsetann þáverandi. Erlent 17.8.2023 21:18 Óttast að yfir sextíu hafi farist Óttast er að yfir sextíu manns hafi farist á leið sinni yfir Atlantshafið eftir að bátur fannst nærri Grænhöfðaeyjum undan vesturströnd Afríku. 38 hefur verið bjargað yfir á eyjuna Sal, þar á meðal börnum á aldrinum tólf til sextán ára. Erlent 17.8.2023 17:01 Rússneska farið á braut um tunglið Luna-25, fyrsta rússneska tunglfarið í tæpa hálfa öld, komst á braut um tunglið í gær. Farið á að fara fimm brautir í kringum tunglið áður en reynt verður að lenda því á suðurpólnum á mánudag. Erlent 17.8.2023 15:26 Segir Svíþjóð forgangsskotmark íslamista Yfirmaður sænsku öryggislögreglunnar segir að Svíþjóð sé forgangsskotmark íslamskra öfgamanna. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka var hækkað upp á næsthæsta stig í dag í kjölfar umdeildra Kóranbrenna í landinu. Erlent 17.8.2023 14:17 Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. Erlent 17.8.2023 11:42 Vinstristjórn gæti setið áfram með stuðningi sjálfstæðissinna Pedro Sánchez, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, þokaðist nær því að mynda nýja minnihlutastjórn eftir að fulltrúi flokksins var kjörinn forseti neðri deildar þingsins með meirihluta atkvæða í morgun. Flokkar katalónskra sjálfstæðissinna greiddu atkvæði með þingforsetanum. Erlent 17.8.2023 10:54 Svínsnýra með fulla virkni eftir mánuð í heiladauðum manni Svínsnýra sem var grætt í heiladauðan mann fyrir meira en mánuði síðan virkar enn og stefnt er að því að fylgjast með þróun mála í að minnsta kosti mánuð til viðbótar. Sérfræðingur segir nýrað starfa jafnvel enn betur en nýra úr manneskju. Erlent 17.8.2023 10:16 « ‹ 134 135 136 137 138 139 140 141 142 … 334 ›
Mun aldrei sleppa úr fangelsi Dómari í Bretlandi dæmdi í morgun hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum og reynt að bana sex til viðbótar á barnadeild sjúkahúss í Chester á árunum 2015 og 2016. Erlent 21.8.2023 12:15
Um 300 tilvik á tólf mánuðum þar sem árekstri var naumlega forðað Rannsókn New York Times hefur leitt í ljós að í hverri viku eiga sér stað nokkur tilvik þar sem flugvélar lenda næstum í árekstrum nærri eða á flugvöllum í Bandaríkjunum. Fjörtíu og sex slík atvik áttu sér stað í júlí og um 300 á síðustu tólf mánuðum. Erlent 21.8.2023 11:48
Herinn sendur til Bresku Kólumbíu vegna gróðurelda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagðist ætla að senda herinn til þess að aðstoða við baráttuna gegn miklum gróðureldum sem geisa í Bresku Kólumbíu. Neyðarástandi var lýst yfir í fylkinu og fleiri en 35.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Erlent 21.8.2023 11:44
Hilary dynur á Kaliforníu með metúrkomu Meira en ársúrkoma er þegar fallin á sumum stöðum þar sem hitabeltislægðin Hilary fer yfir í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Neyðarástandi var lýst yfir á svæðinu en mikil hætta er talin á lífshættilegum skyndiflóðum og aurskriðum. Erlent 21.8.2023 10:32
Skrúfa fyrir flugumferð eftir drónaárásir Minnst tveir særðust þegar flak úkraínsks dróna, sem Rússar grönduðu, hrapaði á hús í úthverfi Moskvu í nótt. Þá segja Rússar minnst sjö hafa særst í drónaárás á lestarstöð í Kúrsk í gær. Erlent 21.8.2023 09:42
Saka Sáda um að skjóta hundruð manna á landamærunum Mannréttindasamtök halda því fram að landamæraverðir í Sádi-Arabíu hafi drepið hundruð óvopnaðra eþíópískra farandverkamanna með vélbyssum og sprengjuvörpum á landamærunum að Jemen undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa gengið á Sáda vegna frétta af slíkum árásum. Erlent 21.8.2023 09:24
Reyna að leggja stein í götu nýkjörins forseta Gvatemala Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan. Erlent 21.8.2023 08:50
Rannsaka hvort þyngdarstjórnunarlyf gagnast gegn ýmsum sjúkdómum Vísindamenn hyggjast rannsaka hvort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf sem innihalda semaglutide geta hjálpað einstaklingum sem þjást af sjúkdómum á borð við fíkn og vitglöp. Erlent 21.8.2023 08:11
Tekur ekki þátt í kappræðum: „Almenningur veit hver ég er“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og frambjóðandi í forvali Repúblikana, hefur ákveðið að mæta mótframbjóðendum sínum ekki í kappræðum. „Almenningur veit hver ég er og hversu árangursríka forsetatíð ég átti. Þar af leiðandi mun ég ekki taka þátt í kappræðunum!“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth í gær. Erlent 21.8.2023 07:31
Spænskur áhrifavaldur á dauðadóm yfir höfði sér Spænskur karlmaður um þrítugt á yfir höfði sér dauðadóm í Tælandi fyrir að hafa myrt kólumbískan ástmann sinn, bútað hann í sundur og dreift líkamshlutum hans á sorphauga og í sjóinn. Erlent 20.8.2023 17:52
Hálendið, pólitíkin og staða flóttafólks í Sprengisandi Hálendið og framtíð þess, staðan í pólitíkinni og staða fólks sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd en hefur lent á götunni verða til umræðu í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni klukkan tíu. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. Erlent 20.8.2023 09:32
Rússneska geimfarið brotlenti á tunglinu Luna-25, hið rússneska tunglfar, brotlenti á tunglinu. Þetta var fyrsta tilraun Rússa til að komast til tunglsins í 47 ár. Erlent 20.8.2023 09:27
Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. Erlent 19.8.2023 23:31
Tíu ára fangelsi vegna dauða leikara úr The Wire Irvin Cartagena, dópsali í New York borg í Bandaríkjunum, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa útvegað leikaranum Michael K Williams, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í HBO þáttunum The Wire, heróín sem búið var að blanda saman við fentaníl en efnið dró leikarann til dauða. Erlent 19.8.2023 22:23
Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir. Erlent 19.8.2023 14:00
Lucy Letby sakfelld fyrir að hafa banað sjö ungbörnum Dómstóll í Manchester í Bretlandi hefur sakfellt hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby fyrir að hafa banað sjö ungbörnum – fimm drengjum og tveimur stúlkum – og gert tilraun til að bana sex til viðbótar. Erlent 18.8.2023 12:48
Fyrrverandi kanslari ákærður fyrir meinsæri Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, var ákærður fyrir að ljúga að þingnefnd sem rannsakaði hneykslismál sem felldi fyrstu ríkisstjórn hans. Fyrrverandi skrifstofustjóri Kurz er einnig ákærður í málinu. Erlent 18.8.2023 11:48
Löng bílaröð þegar allir bæjarbúar flúðu gróðurelda Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár. Erlent 18.8.2023 10:58
Vilja að réttað verði yfir Trump árið 2026 Lögmenn Donalds Trump krefjast þess að réttarhöld yfir honum vegna ákæru um að hann hafi reynt að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 hefjist ekki fyrr en eftir hátt í þrjú ár. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins vill að réttarhöldin hefjist beint eftir áramót. Erlent 18.8.2023 09:42
Telja að Úkraínumenn nái ekki markmiði gagnsóknar sinnar Úkraínuher tekst ekki að ná borginni Melitopol í suðuausturhluta landsins á sitt vald í ár, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Nái hann ekki að hrekja rússneska hermenn þaðan næst ekki eitt helsta markmið gagnsóknar Úkraínumanna. Erlent 18.8.2023 08:58
FIDE bannar trans konum þátttöku og sviptir trans menn titlunum Alþjóðaskáksambandið (FIDE) hefur ákveðið að banna trans konum að taka þátt í mótum fyrir konur, að minnsta kosti tímabundið. Erlent 18.8.2023 07:43
Bandaríkjamenn samþykkja formlega að Úkraínumenn fái F-16 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt blessun sína yfir að F-16 herþotur verði fluttar frá Danmörku og Hollandi til Úkraínu um leið og þjálfun flugmanna er lokið. Erlent 18.8.2023 07:19
Yfirmaður almannavarna í Maui segir af sér Yfirmaður almannavarna á Maui hefur sagt starfi sínu lausu nokkrum dögum eftir að hafa varið ákvörðun sína um að kveikja ekki á viðvörunarsírenum þegar gróðureldar dreifðu sér um eyjuna. Íbúar Maui eru verulega ósáttir að sírenurnar hafi ekki hljóðað. Erlent 18.8.2023 07:17
Dæmd til 22 ára fyrir að reyna að myrða Trump Kanadísk kona hefur verið dæmd til 22 ára langrar fangelsisvistar fyrir að hafa sent Donald Trump bréf sem innihélt hið baneitraða rísín. Fyrir dómi sagðist hún ekki sjá eftir neinu nema að hafa ekki tekist að drepa forsetann þáverandi. Erlent 17.8.2023 21:18
Óttast að yfir sextíu hafi farist Óttast er að yfir sextíu manns hafi farist á leið sinni yfir Atlantshafið eftir að bátur fannst nærri Grænhöfðaeyjum undan vesturströnd Afríku. 38 hefur verið bjargað yfir á eyjuna Sal, þar á meðal börnum á aldrinum tólf til sextán ára. Erlent 17.8.2023 17:01
Rússneska farið á braut um tunglið Luna-25, fyrsta rússneska tunglfarið í tæpa hálfa öld, komst á braut um tunglið í gær. Farið á að fara fimm brautir í kringum tunglið áður en reynt verður að lenda því á suðurpólnum á mánudag. Erlent 17.8.2023 15:26
Segir Svíþjóð forgangsskotmark íslamista Yfirmaður sænsku öryggislögreglunnar segir að Svíþjóð sé forgangsskotmark íslamskra öfgamanna. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka var hækkað upp á næsthæsta stig í dag í kjölfar umdeildra Kóranbrenna í landinu. Erlent 17.8.2023 14:17
Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. Erlent 17.8.2023 11:42
Vinstristjórn gæti setið áfram með stuðningi sjálfstæðissinna Pedro Sánchez, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, þokaðist nær því að mynda nýja minnihlutastjórn eftir að fulltrúi flokksins var kjörinn forseti neðri deildar þingsins með meirihluta atkvæða í morgun. Flokkar katalónskra sjálfstæðissinna greiddu atkvæði með þingforsetanum. Erlent 17.8.2023 10:54
Svínsnýra með fulla virkni eftir mánuð í heiladauðum manni Svínsnýra sem var grætt í heiladauðan mann fyrir meira en mánuði síðan virkar enn og stefnt er að því að fylgjast með þróun mála í að minnsta kosti mánuð til viðbótar. Sérfræðingur segir nýrað starfa jafnvel enn betur en nýra úr manneskju. Erlent 17.8.2023 10:16