Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tony Pulis, fyrrum knattspyrnustjóri Stoke City á Englandi, var ekki yfir sig hrifinn af íslenskum eigendum liðsins á sínum tíma. Það var þá mismikið sem íslenskir leikmenn liðsins fengu að spila undir hans stjórn. Enski boltinn 22.2.2025 09:03
„Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Eftir óvænt starfslok á Englandi er Arnór Sigurðsson mættur aftur í sænska boltann og í meistaralið Malmö á þriggja ára samningi. Nú, heill heilsu, stefnir hann á að skapa usla í Svíþjóð og hefur lagt vonbrigða endalok hjá Blackburn Rovers til hliðar. Fótbolti 22.2.2025 08:03
Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Tottenham Hotspur hafa nú misst þolinmæðina og ákveðið að freista þess að fá fjölmiðlamenn til að hætta að kalla liðið Tottenham. Enski boltinn 21.2.2025 23:30
Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli er liðið heimsótti Sviss í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 21.2.2025 17:17
Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Dagný Brynjarsdóttir er í byrjunarliði Íslands sem mætir Sviss í dag í Þjóðadeildinni en þetta er fyrsti leikurinn í nýjustu útgáfu af keppninni. Þorsteinn Halldórsson hefur gefið út byrjunarliðið sitt fyrir leikinn sem hefst nú klukkan 18.00. Fótbolti 21.2.2025 16:47
Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sænska fótboltagoðsögnin Zlatan Ibrahimovic, sem starfar sem stjórnandi hjá AC Milan á Ítalíu, veitti hinum gyllta tapír viðtöku í gær. Annað árið í röð. Fótbolti 21.2.2025 14:31
Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Líkt og hjá Meistaradeildinni og Evrópudeildinni þá var einnig dregið í sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í dag. Fótbolti 21.2.2025 13:23
Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri Steinn Óskarsson heldur áfram að nýta fáar mínútur í treyju Real Sociedad á Spáni vel. Orri skoraði síðasta mark liðsins í 5-2 sigri á Midtjylland í Evrópudeildinni í gærkvöld, sjö mínútum eftir að hafa komið af bekknum. Fótbolti 21.2.2025 13:00
Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Dregið var í sextán liða úrslit Evrópudeildar karla í fótbolta rétt í þessu. Real Sociedad, með íslenska landsliðsframherjann Orra Stein Óskarsson í fararbroddi, mun þurfa að leggja Rauðu djöflana í Manchester United af velli til að komast áfram í átta liða úrslitin. Fótbolti 21.2.2025 12:25
Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Sama hvað UEFA og aðrar alþjóðlegar fótboltastofnanir segja keppnir á þeirra vegum vera ópólitískan vettvang er raunin önnur. Það sýndi sig í Evrópuleikjum gærkvöldsins. Fótbolti 21.2.2025 12:02
Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, mætir Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og Madrídarliðin Real og Atlético eigast við. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag. Fótbolti 21.2.2025 10:46
Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Í dag kemur í ljós hvaða lið mætast í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta en dregið verður í höfuðstöðvum UEFA. Fótbolti 21.2.2025 10:01
Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sir Jim Ratcliffe, „Íslandsvinur“ og minnihluta eigandi enska knattspyrnufélagsins Manchester United, heldur áfram að komast í fréttirnar fyrir röngu hlutina. Nú þekkti hann ekki Katie Zelem, fyrirliða kvennaliðs félagsins. Enski boltinn 21.2.2025 07:00
Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Víkingar eru úr leik í Sambandsdeild Evrópu eftir 2-0 tap í seinni leiknum á móti gríska liðinu Panathinaikos í Aþenu í gær. Fótbolti 21.2.2025 06:41
Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Lionel Messi fékk óvenjulega beiðni eftir 1-0 sigur Inter Miami á Sporting Kansas City á miðvikudagskvöldið. Fótbolti 21.2.2025 06:22
„Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ „Þetta var gríðarlega svekkjandi tap og okkur líður ekki vel með þetta. Okkur fannst við hafa spilað frábæran leik,“ sagði Sölvi Geir Ottesen eftir tap í einvígi Víkings gegn Panathinaikos. Hann var gríðarlega stoltur af frammistöðu sinna manna en svekktur með ákvarðanir dómara í einvíginu. Fótbolti 20.2.2025 23:09
Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Real Sociedad er komið í 16-liða úrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir sannfærandi sigur á Danmerkurmeisturum Midtjylland. Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum og rak síðasta naglann í kistu Dananna. Fótbolti 20.2.2025 22:22
Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Víkingur er úr leik í Sambandsdeildinni eftir 2-0 tap í seinni leiknum gegn Panathinaikos. Víkingur var með 2-1 forystu eftir fyrri leikinn og hélt þeirri stöðu út fyrri hálfleikinn í kvöld, en gríska liðið setti tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði sig áfram í sextán liða úrslit með 3-2 sigri í einvíginu. Tímabili Víkinga er lokið, en nýtt tímabil hefst í næstu viku. Fótbolti 20.2.2025 19:16
Rómverjar og FCK sneru við dæminu Nú er ljóst hvaða lið eru komin í 16-liða úrslit Evrópu- og Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Fótbolti 20.2.2025 20:29
Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, treystir sömu ellefu og byrjuðu fyrri leik Víkinga við gríska stórliðið Panathinaikos. Víkingar leiða með einu þegar liðin mætast í Aþenu en sigurvegari einvígisins fer í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti 20.2.2025 19:13
Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Arnór Smárason mun segja starfi sínu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val lausu um næstu mánaðarmót. Ástæðan eru flutningar til Svíþjóðar. Hann mun hins vegar starfa áfram sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar félagsins. Íslenski boltinn 20.2.2025 18:30
Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Víkingur mætir Panathinaikos ytra í síðari leik liðanna í umpili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Til að koma leikmönnum liðsins í gírinn fengu þeir fallegar kveðjur að heiman. Fótbolti 20.2.2025 18:01
Sindri Kristinn á óskalista KA Lið KA í Bestu deild karla í knattspyrnu er í leit að markverði og horfir nú til FH þar sem Sindri Kristinn Ólafsson er kominn á bekkinn. Íslenski boltinn 20.2.2025 17:29
Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Kylian Mbappé náði merkum áfanga þegar hann skoraði öll þrjú mörk Real Madrid í 3-1 sigri á Manchester City í seinni leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 20.2.2025 16:46