Skoðun

Tölum um 7.645 í­búðirnar sem ein­staklingar hafa safnað upp

Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Húsnæðismarkaðurinn hefur tekið gríðarlegum breytingum síðustu ár og er í miklu ójafnvægi. Það hefur ekki verið byggt í takti við fjölgun íbúa en það eru líka aðrir drifkraftar sem hafa haft sitt að segja um þá stöðu sem upp er komin.

Skoðun

Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar

Erla Björnsdóttir skrifar

Á þessum árstíma velti ég því alltaf fyrir mér hvers vegna Ísland skuli enn fylgja tímabelti sem samræmist illa sólarhæð og náttúrulegum sólargangi. Staðarklukkan okkar er einfaldlega ekki rétt stillt miðað við legu landsins, og þetta misræmi hefur verið viðvarandi frá árinu 1968 þegar ákveðið var að festa landið á miðtíma (UTC) allt árið.

Skoðun

Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll

Jóhannes Þór Skúlason skrifar

Ríkisstjórnin hefur kynnt að hækka skuli vörugjöld á ökutæki frá og með næstu áramótum. Hækkunin nemur nærri tvöföldun og mun hækka verð á nýjum bílum verulega sem kemur augljóslega illa við alla sem sjá fram á að kaupa nýjan bíl.

Skoðun

Hvar er skýrslan um Arnar­holt?

Gunnar Salvarsson skrifar

Stöku sinnum koma upp alvarleg mál sem skekja þjóðina um stund. Fjölmiðlar fara mikinn og yfirvöld heita því að fara ofan í sauma á málinu. Síðan líður og bíður.

Skoðun

Fólkið á lands­byggðinni lendir í sleggjunni

Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar

Hvers vegna er ríkisstjórnarflokkunum að því er virðist alveg sama um íbúa landsbyggðarinnar? Líklega er svarið það að þessir flokkar meta stöðuna þannig að fylgi þeirra í höfuðborginni sé mikilvægara en annað fylgi, enda er stefna þeirra að fjölga þingmönnum á suðvesturhorninu á kostnað landsbyggðarinnar.

Skoðun

Höldum fast í auðjöfnuð Ís­lands

Víðir Þór Rúnarsson skrifar

Við Íslendingar kvörtum mikið. Þrátt fyrir að við séum fremst þjóða á vísitölu mannlegrar þróunar viljum við alltaf gera betur. 

Skoðun

Fjár­festing í fólki

Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar

Það er auðvelt að líta á fjárhagsáætlun sem línur í Excel-skjali sem enginn hefur áhuga á. En fyrir borg sem þjónar 140 þúsund manns eru fjárhagsáætlanir ekki bara bókhald heldur yfirlýsing um gildin sem við störfum eftir.

Skoðun

Evran getur verið handan við hornið

Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar

Í umræðu hér á landi er algengt að ræða um upptöku evru í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu (ESB) sem fjarlægan draum þar sem yfir illfæra vegi og óbrúaðar ár sé að fara og ekki sé á vísan að róa varðandi vaxtastig í viðkomandi ríki eftir upptöku.

Skoðun

Um vændi

Drífa Snædal skrifar

Til Stígamóta kemur fólk sem hefur verið í vændi, fólk sem eru þolendur vændismansals en einnig leitar til okkar fólk sem skilgreinir sig sem kynlífsverkafólk.

Skoðun

Leik­skólinn og þarfir barna og for­eldra á árinu 2025

Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar

Hér á landi hefur ekki tekist að koma á þeim snemmtæka stuðningi fyrir fólk í barneignarferli sem brýn nauðsyn er á, ekki síst fyrir þær fjölskyldur sem eru að glíma við geðrænar áskoranir, tilfinningalegan vanda, tengslavanda og áföll.

Skoðun

Hvernig hjálpar­gögnin komast (ekki) til Gasa

Birna Þórarinsdóttir skrifar

Ég heimsótti nýlega vöruhús UNICEF í Ashdod, nokkra kílómetra norður af Gasa. Þar fékk ég innsýn í óhugnanlegan raunveruleika, sem eru allar hindranirnar á flutningi og dreifingu hjálpargagna inn á Gasa.

Skoðun

Vest­firðir gull­kista Ís­lands

Gylfi Ólafsson skrifar

Vestfirðir eru gullkista. Þrátt fyrir að vera með minna en 10% flatarmáls landsins, eru 30% strandlengju Íslands á Vestfjörðum, og nær helmingur allra fjarða landsins eru í fjórðungnum. Það er því ekki skrýtið að saga Vestfjarða og hagsaga Vestfjarða er saga sjávarins—eða réttara sagt samspils hafs og manns.

Skoðun

3003

Elliði Vignisson skrifar

Íbúafjöldi Ölfuss fór nýverið yfir 3.000 manns og stendur nú í 3003. Þessi áfangi er ekki tilviljun heldur afrakstur markvissrar stefnumótunar.

Skoðun

Lestin brunar, hraðar, hraðar

Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar

Lestin brunar, hraðar, hraðar segir í frægu ljóði og lestin er sannarlega farin af stað þegar kemur að þróun raforkumarkaðar á Íslandi.

Skoðun

Lofts­lags­mál á tíma­mótum

Nótt Thorberg skrifar

Þegar heimurinn undirbýr sig fyrir loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna, COP30, í Belém í Brasilíu hefur mikilvægi fundarins sjaldan verið meiri. Þessi ráðstefna er ekki aðeins enn einn áfangi í röð loftslagsfundarhalda, hún markar tímamótin þar sem loforð þurfa að umbreytast í raunverulegar aðgerðir.

Skoðun

Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi

Ingvar Þóroddsson skrifar

Í síðustu viku var stigið mikilvægt skref fyrir ungt fólk á húsnæðismarkaði. Ákveðið var að festa í sessi heimildina til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á íbúðalán og við fyrstu kaup. Þetta er tímabært og skynsamlegt skref, og eitthvað sem Viðreisn hefur lengi talað fyrir.

Skoðun

Grund­vallar­at­riði að auka lóðaframboð

Sigurjón Þórðarson skrifar

Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum felast samantekið í að auðvelda ungu fólk koma sér þaki yfir höfuðið. Aðgerðirnar stuðla að auknu framboði á húsnæði og að jafnvægi komist á húsnæðismarkaðurinn í heild sinni.

Skoðun

Íbúðalána­sjóður fjár­magnaði ekki íbúðalán bankanna!

Hallur Magnússon skrifar

Sú þjóðsaga virðist lífseig að Íbúðalánasjóður hafi á árinu 2004 lánað bönkunum fé til að lána út íbúðalán á vöxtum sem reyndust „niðurgreiddir“ af hálfu bankana og lántakendur þurftu síðan að greiða dýru verði í kjölfar bankahrunsins.

Skoðun

Húsnæðisliðurinn í vísi­tölu neysluverðs

Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Húsnæði er stærsti útgjaldaliður flestra heimila. Þess vegna skiptir máli hvernig húsnæðiskostnaður er mældur í vísitölu neysluverðs (VNV), sem margir þekkja sem „verðbólguna“. Hagstofan breytti, í júní 2024, aðferðinni við að reikna þann hluta vísitölunnar sem mælir kostnað við eigið húsnæði.

Skoðun

Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa upp­götvað alla hina

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Enginn ber meiri ábyrgð á þeirri stöðu sem ríkir á íslenskum húsnæðismarkaði en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn. Þeir lögðu saman niður félagslega íbúðakerfið um síðustu aldarmót í nýfrjálshyggjutilraun sem mislukkaðist stórkostlega og hafði skelfilegar afleiðingar.

Skoðun

Hver vakir yfir þínum hags­munum sem fasteignaeiganda?

Ívar Halldórsson skrifar

Fyrir flest eru kaup á fasteign ein stærsta og verðmætasta fjárfesting sem farið er í á lífsleiðinni. Það er dýrt að kaupa fasteign og margir gera sér ef til vill ekki grein fyrir þeim kostnaði sem felst í því að eiga svo fasteignina og reka hana. Ýmis gjöld, viðhaldskostnaður og annar kostnaður leggst óumflýjanlega á fasteignaeigendur.

Skoðun

Endur­hæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli

Auður Axelsdóttir og Grétar Björnsson skrifa

Á Íslandi hefur lengi verið rætt um nauðsyn þess að efla geðheilbrigðisþjónustu og tryggja raunhæf úrræði þegar veikindi eða áföll raska daglegu lífi. Hugarafl sem undanfarin 20 ár hefur vakið mikla athygli með starfi sínu, eru samtök sem hafa byggt starf sitt á hugmyndafræði bata, valdeflingar og jafningjastuðningi.

Skoðun

Hjúkrunar­heimili í Þor­láks­höfn – Látum verkin tala

Karl Gauti Hjaltason skrifar

Í nýlegri grein lögðu bæjarfulltrúar í Ölfusi fram rökstudda og málefnalega áskorun um að ráðist verði tafarlaust í byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn. Ég vil þakka þeim fyrir greinargóða umfjöllun og styð þetta framtak af heilum hug. Fjölgun íbúa á efri árum og vaxandi þrýstingur á heilbrigðiskerfið eru staðreyndir sem við á Suðurlandi verðum að bregðast við með ábyrgum og markvissum hætti.

Skoðun