Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek skrifar 9. janúar 2023 15:00 Til að Ísland tapi ekki í samkeppni þurfa nýsköpunar- og tæknifyrirtækin okkar að geta ráðið til sín fólk. Lög um atvinnuréttindi útlendinga eru of stíf og hindra okkur í þessari samkeppni. Í rúm fimm ár hefur því ítrekað verið lofað að til standi að auðvelda ráðningar erlendra sérfræðinga en lítið gerst hingað til. Nú er hins vegar loksins komið fram frumvarp um þetta í samráðsgátt stjórnvalda sem er vel. Í grunninn snýr frumvarpið að því að búa til svokallaðan jákvæðan starfalista, eða „jálista“, að danskri fyrirmynd. Hugmyndin er sú að ef að það er vitað að það vanti kokka eða forritara þá á ekki að þurfa ekki að fara í gegnum hverja einustu atvinnuleyfisumsókn með þessum störfum og staðfesta í hvert skipti að ekki hafi fundist neinn á EES-svæðinu til að vinna þau. Við vitum að þörfin er til staðar. Til að hrósa þegar hrós er verðskuldað yrði það til talsverðra bóta ef tilögurnar um jálistann sem hafa verið birtar næðu fram að ganga enda hefur undirritaður lengi talað fyrir jálista. Þetta er yfirveguð nálgun sem minnkar skriffinnsku, bætir samkeppnishæfni en passar um upp á réttindi þeirra sem fyrir eru á hinum íslenska vinnumarkaði. Eflaust mætti stíga stærri skref og það hafa nokkur ríki gert. Atvinnuleyfi vegna sérfræðiþekkingar gildaþannig áfram í tvö á að hámarki en í nýlegum lögum í Frakklandi er sambærilegur tími fjögur ár. Þá vantar enn aðeins upp á lögin geri ráð fyrir að innflytjendur geti sjálfir verið fjárfestar og vinnuveitendur, en ekki aðeins launþegar. Þau mál þarf að vinna áfram. Loks má spyrja sig hvort áfram sé nauðsynlegt að láta atvinnuleyfi fylgja vinnuveitanda, sérstaklega í störfum á jálista, en mögulega er það of stór breyting til að taka á þessari stundu. Önnur leið er þó sem gæti náð svipuðum réttarbótum. Í dag má framlengja dvalarleyfi sérfræðinga um þrjá mánuði þegar fólk missir vinnuna svo það geti fundið sér aðra. Annars missir það dvalarleyfið. Það er ansi knappur tími fyrir atvinnuleit. Skynsamlegt væri að lengja þennan tíma í 6-12 mánuði. Það væri jákvætt ef unnt væri að ná fram slíkum breytingum fram í meðferð þingsins. Slíkar breytingar myndu tryggja en betur markmið frumvarpsins um samkeppnishæfni Íslands og um leið bæta öryggi þeirra erlendu sérfræðinga sem flytjast hingað búferlum með fjölskyldur sínar til að taka þátt í íslensku atvinnulífi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Pawel Bartoszek Nýsköpun Vinnumarkaður Alþingi Tækni Innflytjendamál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Til að Ísland tapi ekki í samkeppni þurfa nýsköpunar- og tæknifyrirtækin okkar að geta ráðið til sín fólk. Lög um atvinnuréttindi útlendinga eru of stíf og hindra okkur í þessari samkeppni. Í rúm fimm ár hefur því ítrekað verið lofað að til standi að auðvelda ráðningar erlendra sérfræðinga en lítið gerst hingað til. Nú er hins vegar loksins komið fram frumvarp um þetta í samráðsgátt stjórnvalda sem er vel. Í grunninn snýr frumvarpið að því að búa til svokallaðan jákvæðan starfalista, eða „jálista“, að danskri fyrirmynd. Hugmyndin er sú að ef að það er vitað að það vanti kokka eða forritara þá á ekki að þurfa ekki að fara í gegnum hverja einustu atvinnuleyfisumsókn með þessum störfum og staðfesta í hvert skipti að ekki hafi fundist neinn á EES-svæðinu til að vinna þau. Við vitum að þörfin er til staðar. Til að hrósa þegar hrós er verðskuldað yrði það til talsverðra bóta ef tilögurnar um jálistann sem hafa verið birtar næðu fram að ganga enda hefur undirritaður lengi talað fyrir jálista. Þetta er yfirveguð nálgun sem minnkar skriffinnsku, bætir samkeppnishæfni en passar um upp á réttindi þeirra sem fyrir eru á hinum íslenska vinnumarkaði. Eflaust mætti stíga stærri skref og það hafa nokkur ríki gert. Atvinnuleyfi vegna sérfræðiþekkingar gildaþannig áfram í tvö á að hámarki en í nýlegum lögum í Frakklandi er sambærilegur tími fjögur ár. Þá vantar enn aðeins upp á lögin geri ráð fyrir að innflytjendur geti sjálfir verið fjárfestar og vinnuveitendur, en ekki aðeins launþegar. Þau mál þarf að vinna áfram. Loks má spyrja sig hvort áfram sé nauðsynlegt að láta atvinnuleyfi fylgja vinnuveitanda, sérstaklega í störfum á jálista, en mögulega er það of stór breyting til að taka á þessari stundu. Önnur leið er þó sem gæti náð svipuðum réttarbótum. Í dag má framlengja dvalarleyfi sérfræðinga um þrjá mánuði þegar fólk missir vinnuna svo það geti fundið sér aðra. Annars missir það dvalarleyfið. Það er ansi knappur tími fyrir atvinnuleit. Skynsamlegt væri að lengja þennan tíma í 6-12 mánuði. Það væri jákvætt ef unnt væri að ná fram slíkum breytingum fram í meðferð þingsins. Slíkar breytingar myndu tryggja en betur markmið frumvarpsins um samkeppnishæfni Íslands og um leið bæta öryggi þeirra erlendu sérfræðinga sem flytjast hingað búferlum með fjölskyldur sínar til að taka þátt í íslensku atvinnulífi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun