Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek skrifar 9. janúar 2023 15:00 Til að Ísland tapi ekki í samkeppni þurfa nýsköpunar- og tæknifyrirtækin okkar að geta ráðið til sín fólk. Lög um atvinnuréttindi útlendinga eru of stíf og hindra okkur í þessari samkeppni. Í rúm fimm ár hefur því ítrekað verið lofað að til standi að auðvelda ráðningar erlendra sérfræðinga en lítið gerst hingað til. Nú er hins vegar loksins komið fram frumvarp um þetta í samráðsgátt stjórnvalda sem er vel. Í grunninn snýr frumvarpið að því að búa til svokallaðan jákvæðan starfalista, eða „jálista“, að danskri fyrirmynd. Hugmyndin er sú að ef að það er vitað að það vanti kokka eða forritara þá á ekki að þurfa ekki að fara í gegnum hverja einustu atvinnuleyfisumsókn með þessum störfum og staðfesta í hvert skipti að ekki hafi fundist neinn á EES-svæðinu til að vinna þau. Við vitum að þörfin er til staðar. Til að hrósa þegar hrós er verðskuldað yrði það til talsverðra bóta ef tilögurnar um jálistann sem hafa verið birtar næðu fram að ganga enda hefur undirritaður lengi talað fyrir jálista. Þetta er yfirveguð nálgun sem minnkar skriffinnsku, bætir samkeppnishæfni en passar um upp á réttindi þeirra sem fyrir eru á hinum íslenska vinnumarkaði. Eflaust mætti stíga stærri skref og það hafa nokkur ríki gert. Atvinnuleyfi vegna sérfræðiþekkingar gildaþannig áfram í tvö á að hámarki en í nýlegum lögum í Frakklandi er sambærilegur tími fjögur ár. Þá vantar enn aðeins upp á lögin geri ráð fyrir að innflytjendur geti sjálfir verið fjárfestar og vinnuveitendur, en ekki aðeins launþegar. Þau mál þarf að vinna áfram. Loks má spyrja sig hvort áfram sé nauðsynlegt að láta atvinnuleyfi fylgja vinnuveitanda, sérstaklega í störfum á jálista, en mögulega er það of stór breyting til að taka á þessari stundu. Önnur leið er þó sem gæti náð svipuðum réttarbótum. Í dag má framlengja dvalarleyfi sérfræðinga um þrjá mánuði þegar fólk missir vinnuna svo það geti fundið sér aðra. Annars missir það dvalarleyfið. Það er ansi knappur tími fyrir atvinnuleit. Skynsamlegt væri að lengja þennan tíma í 6-12 mánuði. Það væri jákvætt ef unnt væri að ná fram slíkum breytingum fram í meðferð þingsins. Slíkar breytingar myndu tryggja en betur markmið frumvarpsins um samkeppnishæfni Íslands og um leið bæta öryggi þeirra erlendu sérfræðinga sem flytjast hingað búferlum með fjölskyldur sínar til að taka þátt í íslensku atvinnulífi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Pawel Bartoszek Nýsköpun Vinnumarkaður Alþingi Tækni Innflytjendamál Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Sjá meira
Til að Ísland tapi ekki í samkeppni þurfa nýsköpunar- og tæknifyrirtækin okkar að geta ráðið til sín fólk. Lög um atvinnuréttindi útlendinga eru of stíf og hindra okkur í þessari samkeppni. Í rúm fimm ár hefur því ítrekað verið lofað að til standi að auðvelda ráðningar erlendra sérfræðinga en lítið gerst hingað til. Nú er hins vegar loksins komið fram frumvarp um þetta í samráðsgátt stjórnvalda sem er vel. Í grunninn snýr frumvarpið að því að búa til svokallaðan jákvæðan starfalista, eða „jálista“, að danskri fyrirmynd. Hugmyndin er sú að ef að það er vitað að það vanti kokka eða forritara þá á ekki að þurfa ekki að fara í gegnum hverja einustu atvinnuleyfisumsókn með þessum störfum og staðfesta í hvert skipti að ekki hafi fundist neinn á EES-svæðinu til að vinna þau. Við vitum að þörfin er til staðar. Til að hrósa þegar hrós er verðskuldað yrði það til talsverðra bóta ef tilögurnar um jálistann sem hafa verið birtar næðu fram að ganga enda hefur undirritaður lengi talað fyrir jálista. Þetta er yfirveguð nálgun sem minnkar skriffinnsku, bætir samkeppnishæfni en passar um upp á réttindi þeirra sem fyrir eru á hinum íslenska vinnumarkaði. Eflaust mætti stíga stærri skref og það hafa nokkur ríki gert. Atvinnuleyfi vegna sérfræðiþekkingar gildaþannig áfram í tvö á að hámarki en í nýlegum lögum í Frakklandi er sambærilegur tími fjögur ár. Þá vantar enn aðeins upp á lögin geri ráð fyrir að innflytjendur geti sjálfir verið fjárfestar og vinnuveitendur, en ekki aðeins launþegar. Þau mál þarf að vinna áfram. Loks má spyrja sig hvort áfram sé nauðsynlegt að láta atvinnuleyfi fylgja vinnuveitanda, sérstaklega í störfum á jálista, en mögulega er það of stór breyting til að taka á þessari stundu. Önnur leið er þó sem gæti náð svipuðum réttarbótum. Í dag má framlengja dvalarleyfi sérfræðinga um þrjá mánuði þegar fólk missir vinnuna svo það geti fundið sér aðra. Annars missir það dvalarleyfið. Það er ansi knappur tími fyrir atvinnuleit. Skynsamlegt væri að lengja þennan tíma í 6-12 mánuði. Það væri jákvætt ef unnt væri að ná fram slíkum breytingum fram í meðferð þingsins. Slíkar breytingar myndu tryggja en betur markmið frumvarpsins um samkeppnishæfni Íslands og um leið bæta öryggi þeirra erlendu sérfræðinga sem flytjast hingað búferlum með fjölskyldur sínar til að taka þátt í íslensku atvinnulífi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun