Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri

Mikill harmleikur átti sér stað í ágústmánuði árið 2007 þegar tveir þýskir ferðamenn týndust á Svínafellsjökli. Í fimm daga stóðu yfir umfangsmiklar aðgerðir þar sem á þriðja hundrað björgunarsveitarmanna leituðu mannanna, en án árangurs. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fylgdi björgunarsveitarmönnunum eftir á fjórða og fimmta degi leitarinnar, í stórbrotnu umhverfi Svínafellsjökuls.

Lífið
Fréttamynd

Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur

Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina.

Lífið


Fréttamynd

Út­gefandi Walliams lætur hann róa

Bókaútgáfan HarperCollins UK hefur slitið samningi sínum við vinsæla rithöfundinn og Íslandsvininn David Walliams. Í yfirlýsingu segist útgefandinn taka velferð starfsmanna alvarlega. 

Lífið

Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

Þriðja stigs krabba­meinið það besta sem kom fyrir hann

Bandaríska Dawson's Creek stjarnan James Van Der Beek segist vera einkar þakklátur fyrir lífið þrátt fyrir að árið hafi leikið hann grátt. Hann greindist árið 2023 með þriðja stigs ristilkrabbamein og segir það í raun hafa verið það besta sem kom fyrir hann.

Lífið
Fréttamynd

Flýta jólasýningunni um klukku­tíma vegna lengdar

Á annan dag jóla frumsýnir Þjóðleikhúsið harmleikinn Óresteiu eftir Benedict Andrews. Jólafrumsýningin verður í fyrsta sinn ekki á stóra sviðinu heldur í Kassanum og hefst klukkutíma fyrr en vanalega enda rúmir fjórir tímar að lengd.

Menning
Fréttamynd

Dúnninn bakaður í fjóra sólar­hringa til að drepa allt í honum

Árni Rúnar Örvarsson er yngsti æðadúnsbóndi landsins. Fyrirtækið hans, Icelandic Eider, hefur verið að gera gott mót í útivistarklæðnaði sem reiðir sig á æðadúninn. Garpur Ingason Elísabetarson kíkti í heimsókn í þessa merkilegu framleiðslu í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðar­lega

Heilsu norsku krónprinsessunnar Mette-Marit hefur hrakað gríðarlega vegna lungnasjúkdóms hennar. Ástandið er nú svo alvarlegt að hún mun líklega þurfa á lungnaígræðslu að halda, sem er stór og hættuleg aðgerð að sögn lækna hennar.

Lífið
Fréttamynd

Fjöl­breyttir jóla­smáréttir frá Kjarnafæði

Eitt af því sem við öll elskum við jólin er lokkandi ilmur úr eldhúsinu af hefðbundnum réttum sem vekja upp ljúfar minningar. En það er alltaf pláss fyrir spennandi nýjungar á jólaborðum landsmanna, bæði í aðdraganda jóla og yfir hátíðirnar.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Pete orðinn pabbi

Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Elsie Hewitt eru orðin foreldrar eftir að dóttir þeirra, Scottie Rose Hewitt Davidson, kom í heiminn 12. desember síðastliðinn.

Lífið
Fréttamynd

Snéru upp á klassískt jóla­lag

„Þessi fyrirsögn kom til mín í draumi og mér fannst hún henta einstaklega vel,“ segir Haukur Viðar Alfreðsson glottandi en hann er hugmyndasmiðurinn á bak við sniðugt slagorð jólalínu Essie þessi jólin sem hefur vakið athygli; „Ég lakka svo til“.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Vangreiðslugjald orð ársins 2025

Árnastofnun hefur valið orðið vangreiðslugjald sem orð ársins í ár. Um er að ræða gjald sem bílastæðafyrirtæki innheimta þegar ekki er greitt fyrir gjaldskylt bílastæði innan tiltekins tímaramma. Önnur orð sem komu til greina voru tollastríð, fjölþáttaógnir, gímald, kjarnorkuákvæði, frelsisfloti, ofbeldisvandi og vók/vókismi.

Menning
Fréttamynd

Best klæddu Ís­lendingarnir 2025

Stílhreint eða sturlað, afslappað eða ýkt eða bara allt í bland? Klæðaburður er áhugaverður tjáningarmáti sem hver og einn gerir að sínum af mismikilli ástríðu. Sumir vekja óneitanlega meiri athygli í tískunni en aðrir og hér verður gerð tilraun til að fara yfir best klæddu Íslendingana á árinu sem senn er að líða.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Lauf­ey á lista Obama

Ár hvert birti Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lista yfir tónlist, bækur og kvikmyndir sem stóðu upp á árinu. Lag eftir íslensku tónlistarkonuna Laufey er á listanum í ár.

Lífið
Fréttamynd

Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfir­manninn í fyrsta sinn þetta kvöld

Kristin Cabot konan sem varð heimsfræg eftir að verið gripin glóðvolg í faðmlögum með Andy Byron yfirmanni sínum segist aldrei hafa kysst yfirmann sinn fyrr en þetta örlagaríka kvöld þegar hún hafi verið í glasi. Eiginmaður hennar hafi auk þess verið á tónleikunum. Hún opnar sig um málið í fyrsta sinn í viðtali við New York Times og segir þau bæði hafa gengið í gengum skilnaðarferli á þessum tíma.

Lífið
Fréttamynd

Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki

Áhorfendum býðst að skrifa jólakort på gamle moden og fá sér heitt kakó fyrir danssýninguna Jóladrauma og eftir sýningu er öllum boðið upp á svið í alvöru jólaball. Fyrir óvana áhorfendur virðast danssýningar oft óaðgengilegar og flóknar en það er algjör mýta að sögn listdansstjóra Íslenska dansflokksins.

Menning
Fréttamynd

Jóla­undir­búningurinn byrjar í KiDS Cools­hop

Jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna og sá árstími sem við viljum mest gleðja þau. Verslanir KiDS Coolshop eru sannkallað ævintýraland fyrir krakka og þar leynist flest allt sem smellpassar í harða og mjúka pakka sem eiga eftir að hitta í mark.

Lífið samstarf