Fréttir

Loksins mega hommar gefa blóð

Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með júlí á næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið

Innlent

Versnandi á­stand í Pokrovsk

Rússar gera ítrekaðar árásir á bæinn Pokrovsk í austurhluta Úkraínu og eru helstu innviðir bæjarins, þar sem um þrettán þúsund manns búa, ónýtir. Hersveitir Rússa eru um sjö kílómetra frá bænum, sem er mikilvæg birgðamiðstöð fyrir úkraínska herinn og óbreytta borgara í Dónetsk-héraði.

Erlent

Segir val­sað um sjúkraskrána eins og á rölti um Kringluna

Lögmaður flugmanns sem kvartaði til Persónuverndar vegna aðgangs Samgöngustofu að sjúkraskrá hans segir stofnunina fara með rangt mál um hverjir höfðu aðgang að gögnunum. Flugmaðurinn missti starfsleyfi sitt á grundvelli upplýsinga úr sjúkraskránni sem lögmaðurinn segir hafa verið teknar úr samhengi.

Innlent

Á­bendingarnar verði teknar al­var­lega

Frumkvæðisathugun Persónuverndar var viðbúin að sögn forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem segir að ábendingar nefndarinnar verði teknar alvarlega. Þegar sé hafin vinna við að safna saman upplýsingum fyrir nefndina. 

Innlent

Hætta rann­sókn á mútu­­málinu á Sel­­fossi

Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á meintu mútubroti þar sem einn eigenda Sigtúns þróunarfélags var sakaður um að hafa boðið kjörnum bæjarfulltrúa í Árborg fjárhagslega aðstoð í næstu kosningum gegn því að hann myndi stuðla að því að sveitarfélagið félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi árið 2020.

Innlent

Öku­manns hvítrar Teslu enn leitað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn ökumanna tveggja bíla í tengslum við rannsókn á banaslysi á Sæbraut í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 29. september. Annar ók hvítri Teslu en hinn ljósri smárútu.

Innlent

Starfs­fólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt

Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. 

Innlent

„Hönnun er í raun og veru allt í kringum okkur“

Hönnunarþing, hátíð hönnunar og nýsköpunar, fer fram á Húsavík í dag og á morgun. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá en forvígismaður hátíðarinnar segir hönnun vera allt í kringum okkur á hverjum degi og að hátíðin eigi því erindi við alla.

Innlent

Trump sagði Pence að hann yrði fyrir­litinn og talinn heimskur

Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann.

Erlent

„Laxaastmi“ tekinn al­var­lega fyrir vestan

Framkvæmdastjóri laxavinnslu hjá Arctic Fish í Bolungarvík segir öndunarfærasjúkdóma líkt og „laxaastma“ vera raunverulegt vandamál í sjávarútvegi sem forsvarsmenn fyrirtækisins taki alvarlega. Hann segir að í sláturhúsi fyrirtækisins sé heilsa og vellíðan starfsmanna í fyrirrúmi.

Innlent

Sýknaðir af al­var­legustu á­kærunum vegna dauða Nichols

Þrír fyrrverandi lögregluþjónar í Memphis í Bandaríkjunum voru sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Tyre Nichols. Þeir voru þó sakfelldir fyrir að hafa áhrif á vitni í málinu og einn þeirra var sakfelldur fyrir að brjóta á réttindum Nichols.

Erlent

Hvaldí­mír drapst af völdum bakteríu­sýkingar

Mjaldurinn Hvaldímír drapst í kjölfar bakteríusýkingar sem hann fékk vegna sárs í munni eftir prik sem sat fast. Það sýna niðurstöður krufningar. Greint er frá þessu á vef norska ríkisútvarpsins, NRK. Engar byssukúlur fundust í mjaldrinum við skoðun. 35 sentímetra langt og þriggja sentímetra breitt prik var fast í munni mjaldursins og er talið að prikið hafi valdið sýkingu sem svo leiddi til dauða hans.

Erlent

Stormur við suð­austur­ströndina

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlægri átt í dag þar sem víða verður strekkingur en gengur í hvassviðri eða storm við suðausturströndina. Búið er að gefa út gula viðvörun fyrir Suðausturland.

Veður

Býst við þremur á­minningum til og hjólar í lögmannanefnd

Hæstaréttarlögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson býst við því að Úrskurðarnefnd lögmanna muni áminna hann nokkrum sinnum fljótlega. Hann svarar nefndinni fullum hálsi og sakar hana um að gæta hagsmuna útvaldra lögmanna, eða „fínilögmanna“ eins og hann kallar þá.

Innlent