Fréttir

Barn meðal látinna í rútuslysi

Þrír létust í rútuslysi í Noregi, þar á meðal eitt barn en ekki hefur verið borið kennsl á þá látnu. Ellefu manns voru fluttir á sjúkrahús.

Erlent

Spennan magnast fyrir fundi sem ó­vænt á að fresta

Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk.

Innlent

Þýska sam­bands­þingið leyst upp

Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, hefur leyst upp sambandsþingið og boðað til þingkosninga á nýju ári. Þetta gerir hann í kjölfar þess að Olaf Scholz, kanslari, fór fram á þingrof eftir að vantraust á hendur honum var samþykkt í þinginu.

Erlent

Fyrr­verandi for­sætis­ráðherra Ind­lands látinn

Manmohan Singh, fyrrverandi forsætisráðherra Indlands, er látinn, 92 ára að aldri. Singh var í hópi þeirra sem hafa gegnt forsætisráðherraembættinu hvað lengst í landinu, en hann stýrði landinu á árunum 2004 til 2014 en áður hafði hann gegnt embætti fjármálaráðherra landsins.

Erlent

Spáir stillu og miklu svifryki um ára­mótin

Sigurður Þ. Ragnarsson sem betur er þekktur sem Siggi stormur segir veðrið um jólin að mestu hafa gengið eftir. „Þetta var bara skítaveður,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir spár benda til þess að veðrið verði fínt um áramót. Það verði stilla á nær öllu landinu en að henni muni fylgja slæm loftgæði þegar fólk byrjar að sprengja flugelda.

Veður

Hættu­lega heitir dagar fleiri og mann­skæðari en áður

Loftslagsbreytingar á jörðinni gerðu það að verkum að á árinu sem er að líða fjölgaði dögum þar sem hitinn er hættulegur mannfólki mikið, eða um sex vikur að meðaltali. Þetta þýðir að hitabylgjum hefur fjölgað og þær vara lengur í hvert skipti. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Guardian fjallar um í dag.

Erlent

Stíf suð­vestan­átt á­fram ríkjandi

Milli Íslands og Grænlands er nú dálítil lægð sem nálgast smám saman landið. Stíf suðvestanátt verður því áfram ríkjandi um sinn og gengur á með skúrum eða slydduéljum framan af morgni, en síðar snjóéljum og kólnar í veðri. Hiti verður í hringum frostmark.

Veður

Rússar vara við því að hrapað sé að á­lyktunum áður en rann­sókn lýkur

Rússnesk yfirvöld vara við því að dregnar séu ályktanir um asersku farþegaflugvélina sem hrapaði í Kasakstan á jóladag. Í frétt BBC segir að einhverjir flugsérfræðingar hafi lagt til að flugvélin hafi verið skotin niður af rússneskum loftvörnum og í aserskum miðlum hefur verið sagt að rússneskt flugskeyti hafi skotið hana niður.

Erlent

Reyndu að ræna hrað­banka

Í Garðabæ eða Hafnarfirði var gerð tilraun í nótt til að ræna hraðbanka. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að tilkynnt hefði verið um eignaspjöll á hraðbankanum. Þegar upptökur voru skoðaðar kom svo í ljós að einhver hefði reynt að ræna hraðbankann en án árangurs.

Innlent

Sex voru fluttir með þyrlunni

Sex voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir að tveir bílar rákust á í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. 

Innlent

Gamla ríkið falt og milljónir fylgja

Sveitarfélagið Múlaþing hyggst selja Gamla ríkið að Hafnargötu 11 á Seyðisfirði. Húsinu, sem er yfir hundrað ára gamalt, fylgja friðaðar innréttingar eldri en húsið sjálft.

Innlent

Súða­víkur­hlíð opin til 16

Búið er að opna fyrir umferð um Súðavíkurhlíð, en vegna snjóflóðahættu verður veginum lokað aftur klukkan 16 í dag. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu.

Innlent

Al­var­legt bíl­slys í Ör­æfum

Harður árekstur varð í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Suðurlandi þegar klukkan var að ganga eitt. Tveir bílar rákust saman og sex manns voru um borð í báðum bílum.

Innlent