Fréttir Sundlaugin fyllist á ný og bæjarbúar fagna Byrjað er hleypa vatni ofan í sundlaugina á Þingeyri á ný þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu mánuði. Nýr dúkur hefur verið lagður þar sem sá eldri lak og segir starfsmaður sundlaugarinnar að bæjarbúar fagni innilega. Innlent 4.3.2024 13:15 Bláa lónið opnað á ný Allar starfsstöðvar Bláa lónsins hafa verið opnaðar á ný eftir lokun og rýmingu síðdegis á laugardag þegar allt benti til þess að eldgos væri yfirvofandi. Innlent 4.3.2024 13:08 Bein útsending: Skaðlegt inniloft, loftræstingar og heilsa Ráðstefna um skaðlegt inniloft, loftræsingar og heilsu fer fram í Háskólanum í Reykjavík í dag. Innlent 4.3.2024 12:16 Dregur líklega til tíðinda í vikunni Líklegt er að það dragi til tíðinda á ný á Reykjanesi í vikunni að mati Benedikts Ófeigssonar jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Kvikuhólfið undir Svartsengi heldur áfram að fyllast en á morgun verður staðan líklega orðin eins og fyrir síðast kvikuhlaup. Innlent 4.3.2024 12:16 Hraun flæðir á Galapagoseyjum Eldgos hófst á Galapagos-eyjum undan ströndum Ekvador í gærkvöldi. Hraun flæddi úr La Cumbre eldfjallinu á Fernandinaeyju en það er virkasta eldfjalla eyjaklasans fræga, og rann út í sjó. Erlent 4.3.2024 11:53 Gáfu stjórnvöldum langt nef og samþykktu að hækka ellilífeyrinn Svisslendingar samþykktu um helgina að hækka ellilífeyrinn í landinu sem nemur einum mánuði á ári og höfnuðu því að hækka eftirlaunaldurinn í 66 ár. Erlent 4.3.2024 11:47 Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. Innlent 4.3.2024 11:47 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar fylgjumst við með framvindunni í kjaraviðræðunum í karphúsinu en heldur léttari tónn berst nú þaðan miðað við ástandið í síðustu viku. Innlent 4.3.2024 11:35 Boðað til fundar með börnum frá Grindavík Umboðsmaður barna býður 6-17 ára börnum frá Grindavík til fundar í Laugardalshöll á fimmtudag. Markmið fundarins er að heyra hvað börnunum liggur á hjarta og átta sig á því hvernig stjórnvöld geta með sem bestum hætti staðið vörð um réttindi þeirra við þær aðstæður sem nú eru uppi. Innlent 4.3.2024 11:23 Leggjast gegn álklæðningu á tveimur hliðum Laugalækjarskóla Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur lagst gegn umsókn byggingarfulltrúa borgarinnar þar sem sótt er um leyfi til að klæða suðausturgafl og suðvesturhlið Laugalækjarskóla með sléttri álklæðningu. Er vísað í að að setja klæðningu á hús þar sem ekki hafi verið gert ráð fyrir henni í upphafi hafi oft neikvæð áhrif á útlit húss. Þannig geti helstu stíleinkenni tapast. Innlent 4.3.2024 11:12 Úrskurða líklega Trump í vil degi fyrir „ofurþriðudag“ Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna gáfu til kynna í gær að von sé á úrskurði um það hvort ráðamönnum Colorado sé heimilt að meina Donald Trump að vera á kjörseðlum í ríkinu. Forval í báðum flokkum fer fram í ríkinu, og fimmtán öðrum, á morgun en dagurinn er iðurlega kallaður „ofurþriðjudagur“. Erlent 4.3.2024 10:42 Karl Gunnlaugsson er fallinn frá Karl Gunnlaugsson, akstursíþróttamaður og athafnamaður, er látinn, 57 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Mosfellsbæ á laugardaginn. Innlent 4.3.2024 10:15 „Ég hefði aldrei haft hugmyndaflug í að þetta gæti gerst“ „Svona „tension“ hafði maður aldrei heyrt af áður hér á landi; að menn óttuðust um líf sitt í hefndaraðgerðum, eftir að maður var tekinn af lífi fyrir utan heimili sitt. Þetta voru ekki slagsmál fyrir utan b5, eða einhver barningur niðri í bæ. Þetta var í rauninni eitthvað sem við sjáum bara í bíómyndum.“ Innlent 4.3.2024 09:46 Hópnauðgun á ferðamanni á Indlandi vekur athygli og reiði Hópnauðgun sem átti sér stað í Dumki í Jharkhand-ríki á Indlandi hefur vakið mikla athygli og reiði en fjórir hafa verið handteknir í tengslum við árásina og þriggja er leitað. Erlent 4.3.2024 09:12 Bubbi óttast púðurtunnu rasismans Bubbi Morthens er þungt hugsi yfir þeim gífuryrðum sem fallið hafa á samfélagsmiðlum um helgina í tengslum við Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu við Bashar Murad. Lokatölur eru óbirtar og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna. Innlent 4.3.2024 09:07 Segir undirskrift handan við hornið Formaður Starfsgreinasambandsins á von á því að skrifað verði undir kjarasamninga á næstu einum til tveimur sólarhringum. Viðsnúningur varð í viðræðum um helgina og nú er aðkoma sveitarfélaganna það eina sem stendur út af borðinu. Innlent 4.3.2024 09:01 Tilkynningar um kynferðisbrot ekki færri síðan 2017 Tilkynnt var um 521 kynferðisbrot til lögreglunnar á síðasta ári og voru tilkynningar 15 prósent færri en að meðaltali samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Fara þarf aftur til 2017 til að sjá færri tilkynningar um kynferðisbrot til lögreglu. Innlent 4.3.2024 08:57 „Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína“ Fjölskyldufaðir frá Palestínu er fullur þakklætis í garð íslenskra sjálfboðaliða sem björguðu fjölskyldu hans frá Gasa. Hann segist bæði stoltur og glaður yfir að fá að búa hér. Innlent 4.3.2024 08:00 Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. Erlent 4.3.2024 07:51 143 grænlenskar konur stefna danska ríkinu Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna. Erlent 4.3.2024 07:40 Tíðindalaust á gosstöðvunum Það hefur verið rólegt yfir öllum mælum Veðurstofunnar á gosstöðvunum á Reykjanesi í nótt. Innlent 4.3.2024 07:17 Rauðar tölur um allt land Lægðin sem liggur skammt suður af landinu kemur með milt loft og er hitastigið víða komið upp í núll til sjö stig núna í morgunsárið. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu vöknuðu upp við hvíta jörð í morgun. Veður 4.3.2024 07:13 Haley sigraði Trump í Washington D.C. Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. Erlent 4.3.2024 06:56 Drengir plataðir og kúgaðir eftir að þeir senda af sér nektarmyndir Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu merkir fjölgun í svokölluðum sæmdarkúgunarmálum [e. sextortions] meðal ungra manna og drengja á Íslandi. Lögreglan er með nokkur slíkt mál til rannsóknar að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmanns deildarinnar. Innlent 4.3.2024 06:45 Ísraelsmenn sniðgengu samningaviðræðurnar í gær Ísraelsmenn eru sagðir hafa sniðgengið samningaviðræður um vopnahlé sem fram fóru í Kaíró í gær sökum þess að Hamas-samtökin neita að afhenda lista yfir þá gísla sem enn eru á lífi og í haldi samtakanna. Erlent 4.3.2024 06:37 „Við getum búist við að þetta endurtaki sig“ Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast en virkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur minnkað síðan í gær. Jarðeðlisfræðingur segir líkurnar á eldgosi fara minnkandi með tímanum en það geti samt enn gosið. Hann á von á því að kvikuinnskot endurtaki sig á næstu viku eða dögum. Innlent 3.3.2024 23:27 Íslendingar sleppa við greiðslu með vildarkorti Allir gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa aðgangsmiða að byggingunni og á það líka við þá sem ætla sér bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða útsýnispallinn á efstu hæðunum. Íslendingar geti sótt um vildarvinakort og þannig sleppt við að borga sig inn. Innlent 3.3.2024 22:31 Fékk ekki hreinlætisvörur á spítalanum Íslensk kona sem lögð var inn á spítala í Búlgaríu fyrr í mánuðinum er komin heim. Dóttir hennar og frænka lýsa hræðilegum aðstæðum á spítalanum, og tregðu í íslenska kerfinu. Innlent 3.3.2024 20:59 „Sem kvenmaður þá þarftu að sýna þig“ „Ég skil það svo vel að stelpur þori ekki að taka eitthvað svona auka skref eða auglýsa sig mikið í þessu. Það er eitthvað svo innbyggt í manni að maður eigi ekki að gera þetta. Þetta er „strákaleikur,“ segir 25 ára íslensk kona sem er reglulega að „streyma“ og spila tölvuleiki og hefur skapað sér gott orðspor innan íslenska tölvuleikjaiðnaðarins sem streymari á Twitch streymisveitunni. Innlent 3.3.2024 20:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íslensk kona sem lögð var inn á spítala í Búlgaríu fyrr í mánuðinum er komin heim. Dóttir hennar og frænka lýsa hræðilegum aðstæðum á spítalanum, og tregðu í íslenska kerfinu. Rætt verður við þær í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.3.2024 17:53 « ‹ 329 330 331 332 333 334 … 334 ›
Sundlaugin fyllist á ný og bæjarbúar fagna Byrjað er hleypa vatni ofan í sundlaugina á Þingeyri á ný þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu mánuði. Nýr dúkur hefur verið lagður þar sem sá eldri lak og segir starfsmaður sundlaugarinnar að bæjarbúar fagni innilega. Innlent 4.3.2024 13:15
Bláa lónið opnað á ný Allar starfsstöðvar Bláa lónsins hafa verið opnaðar á ný eftir lokun og rýmingu síðdegis á laugardag þegar allt benti til þess að eldgos væri yfirvofandi. Innlent 4.3.2024 13:08
Bein útsending: Skaðlegt inniloft, loftræstingar og heilsa Ráðstefna um skaðlegt inniloft, loftræsingar og heilsu fer fram í Háskólanum í Reykjavík í dag. Innlent 4.3.2024 12:16
Dregur líklega til tíðinda í vikunni Líklegt er að það dragi til tíðinda á ný á Reykjanesi í vikunni að mati Benedikts Ófeigssonar jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Kvikuhólfið undir Svartsengi heldur áfram að fyllast en á morgun verður staðan líklega orðin eins og fyrir síðast kvikuhlaup. Innlent 4.3.2024 12:16
Hraun flæðir á Galapagoseyjum Eldgos hófst á Galapagos-eyjum undan ströndum Ekvador í gærkvöldi. Hraun flæddi úr La Cumbre eldfjallinu á Fernandinaeyju en það er virkasta eldfjalla eyjaklasans fræga, og rann út í sjó. Erlent 4.3.2024 11:53
Gáfu stjórnvöldum langt nef og samþykktu að hækka ellilífeyrinn Svisslendingar samþykktu um helgina að hækka ellilífeyrinn í landinu sem nemur einum mánuði á ári og höfnuðu því að hækka eftirlaunaldurinn í 66 ár. Erlent 4.3.2024 11:47
Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. Innlent 4.3.2024 11:47
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar fylgjumst við með framvindunni í kjaraviðræðunum í karphúsinu en heldur léttari tónn berst nú þaðan miðað við ástandið í síðustu viku. Innlent 4.3.2024 11:35
Boðað til fundar með börnum frá Grindavík Umboðsmaður barna býður 6-17 ára börnum frá Grindavík til fundar í Laugardalshöll á fimmtudag. Markmið fundarins er að heyra hvað börnunum liggur á hjarta og átta sig á því hvernig stjórnvöld geta með sem bestum hætti staðið vörð um réttindi þeirra við þær aðstæður sem nú eru uppi. Innlent 4.3.2024 11:23
Leggjast gegn álklæðningu á tveimur hliðum Laugalækjarskóla Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur lagst gegn umsókn byggingarfulltrúa borgarinnar þar sem sótt er um leyfi til að klæða suðausturgafl og suðvesturhlið Laugalækjarskóla með sléttri álklæðningu. Er vísað í að að setja klæðningu á hús þar sem ekki hafi verið gert ráð fyrir henni í upphafi hafi oft neikvæð áhrif á útlit húss. Þannig geti helstu stíleinkenni tapast. Innlent 4.3.2024 11:12
Úrskurða líklega Trump í vil degi fyrir „ofurþriðudag“ Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna gáfu til kynna í gær að von sé á úrskurði um það hvort ráðamönnum Colorado sé heimilt að meina Donald Trump að vera á kjörseðlum í ríkinu. Forval í báðum flokkum fer fram í ríkinu, og fimmtán öðrum, á morgun en dagurinn er iðurlega kallaður „ofurþriðjudagur“. Erlent 4.3.2024 10:42
Karl Gunnlaugsson er fallinn frá Karl Gunnlaugsson, akstursíþróttamaður og athafnamaður, er látinn, 57 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Mosfellsbæ á laugardaginn. Innlent 4.3.2024 10:15
„Ég hefði aldrei haft hugmyndaflug í að þetta gæti gerst“ „Svona „tension“ hafði maður aldrei heyrt af áður hér á landi; að menn óttuðust um líf sitt í hefndaraðgerðum, eftir að maður var tekinn af lífi fyrir utan heimili sitt. Þetta voru ekki slagsmál fyrir utan b5, eða einhver barningur niðri í bæ. Þetta var í rauninni eitthvað sem við sjáum bara í bíómyndum.“ Innlent 4.3.2024 09:46
Hópnauðgun á ferðamanni á Indlandi vekur athygli og reiði Hópnauðgun sem átti sér stað í Dumki í Jharkhand-ríki á Indlandi hefur vakið mikla athygli og reiði en fjórir hafa verið handteknir í tengslum við árásina og þriggja er leitað. Erlent 4.3.2024 09:12
Bubbi óttast púðurtunnu rasismans Bubbi Morthens er þungt hugsi yfir þeim gífuryrðum sem fallið hafa á samfélagsmiðlum um helgina í tengslum við Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu við Bashar Murad. Lokatölur eru óbirtar og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna. Innlent 4.3.2024 09:07
Segir undirskrift handan við hornið Formaður Starfsgreinasambandsins á von á því að skrifað verði undir kjarasamninga á næstu einum til tveimur sólarhringum. Viðsnúningur varð í viðræðum um helgina og nú er aðkoma sveitarfélaganna það eina sem stendur út af borðinu. Innlent 4.3.2024 09:01
Tilkynningar um kynferðisbrot ekki færri síðan 2017 Tilkynnt var um 521 kynferðisbrot til lögreglunnar á síðasta ári og voru tilkynningar 15 prósent færri en að meðaltali samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Fara þarf aftur til 2017 til að sjá færri tilkynningar um kynferðisbrot til lögreglu. Innlent 4.3.2024 08:57
„Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína“ Fjölskyldufaðir frá Palestínu er fullur þakklætis í garð íslenskra sjálfboðaliða sem björguðu fjölskyldu hans frá Gasa. Hann segist bæði stoltur og glaður yfir að fá að búa hér. Innlent 4.3.2024 08:00
Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. Erlent 4.3.2024 07:51
143 grænlenskar konur stefna danska ríkinu Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna. Erlent 4.3.2024 07:40
Tíðindalaust á gosstöðvunum Það hefur verið rólegt yfir öllum mælum Veðurstofunnar á gosstöðvunum á Reykjanesi í nótt. Innlent 4.3.2024 07:17
Rauðar tölur um allt land Lægðin sem liggur skammt suður af landinu kemur með milt loft og er hitastigið víða komið upp í núll til sjö stig núna í morgunsárið. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu vöknuðu upp við hvíta jörð í morgun. Veður 4.3.2024 07:13
Haley sigraði Trump í Washington D.C. Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. Erlent 4.3.2024 06:56
Drengir plataðir og kúgaðir eftir að þeir senda af sér nektarmyndir Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu merkir fjölgun í svokölluðum sæmdarkúgunarmálum [e. sextortions] meðal ungra manna og drengja á Íslandi. Lögreglan er með nokkur slíkt mál til rannsóknar að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmanns deildarinnar. Innlent 4.3.2024 06:45
Ísraelsmenn sniðgengu samningaviðræðurnar í gær Ísraelsmenn eru sagðir hafa sniðgengið samningaviðræður um vopnahlé sem fram fóru í Kaíró í gær sökum þess að Hamas-samtökin neita að afhenda lista yfir þá gísla sem enn eru á lífi og í haldi samtakanna. Erlent 4.3.2024 06:37
„Við getum búist við að þetta endurtaki sig“ Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast en virkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur minnkað síðan í gær. Jarðeðlisfræðingur segir líkurnar á eldgosi fara minnkandi með tímanum en það geti samt enn gosið. Hann á von á því að kvikuinnskot endurtaki sig á næstu viku eða dögum. Innlent 3.3.2024 23:27
Íslendingar sleppa við greiðslu með vildarkorti Allir gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa aðgangsmiða að byggingunni og á það líka við þá sem ætla sér bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða útsýnispallinn á efstu hæðunum. Íslendingar geti sótt um vildarvinakort og þannig sleppt við að borga sig inn. Innlent 3.3.2024 22:31
Fékk ekki hreinlætisvörur á spítalanum Íslensk kona sem lögð var inn á spítala í Búlgaríu fyrr í mánuðinum er komin heim. Dóttir hennar og frænka lýsa hræðilegum aðstæðum á spítalanum, og tregðu í íslenska kerfinu. Innlent 3.3.2024 20:59
„Sem kvenmaður þá þarftu að sýna þig“ „Ég skil það svo vel að stelpur þori ekki að taka eitthvað svona auka skref eða auglýsa sig mikið í þessu. Það er eitthvað svo innbyggt í manni að maður eigi ekki að gera þetta. Þetta er „strákaleikur,“ segir 25 ára íslensk kona sem er reglulega að „streyma“ og spila tölvuleiki og hefur skapað sér gott orðspor innan íslenska tölvuleikjaiðnaðarins sem streymari á Twitch streymisveitunni. Innlent 3.3.2024 20:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íslensk kona sem lögð var inn á spítala í Búlgaríu fyrr í mánuðinum er komin heim. Dóttir hennar og frænka lýsa hræðilegum aðstæðum á spítalanum, og tregðu í íslenska kerfinu. Rætt verður við þær í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.3.2024 17:53