Ákváðu að stöðva ekki tónleikana: „Þá fyrst hefði skrattinn hitt ömmu sína“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2025 17:07 Þessir voru í miklum gír fremst á tónleikunum. Vísir/Viktor Freyr Framkvæmdastjóri félagsins sem heldur utan um Laugardalshöll segir unnið að því að greina nákvæmlega hvað fór úrskeiðis þegar fólk slasaðist í troðningi á tónleikum FM95Blö í höllinni á laugardag. Mögulega muni staðarhaldarar gera auknar kröfur til skipuleggjenda tónleika í framtíðinni. Afráðið hafi verið að slaufa ekki tónleikunum, sem hefði ekki verið til að draga úr upplausnarástandinu. „Það er náttúrulega ýmislegt hægt að setja út á, en það er gott að vera vitur eftir á,“ segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf., sem hefur með höndum rekstur Laugardalshallar. Þar fóru fram stærðarinnar tónleikar undir merkjum útvarpsþáttarins FM95Blö á laugardagskvöldið, þar sem mikill troðningur myndaðist líkt og fjallað hefur verið um. Atvikið varð um miðbik tónleikanna, eftir að FM95Blö-þríeykið Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson höfðu spilað fyrir gesti tónleikanna. Fimmtán manns leituðu á bráðamótttöku eftir tónleikana og einn var lagður inn á sjúkrahús. Þríeykið eru aðstandendur tónleikanna en fyrirtækið Nordic Live Events sá um skipulag þeirra. Stjórna því ekki hvað viðburðahaldarar gera Birgir segir að aðkoma Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf. hafi verið að gæta að húsinu sjálfu, og greiðri aðkomu viðbragðsaðila og skipuleggjenda þar inn. „Við stjórnum ekki hvernig viðburðahaldari vill útsetja sína þjónustu gagnvart kúnnum sínum. Að því sögðu þá erum við auðvitað, út frá þessu, að breyta verkferlum og munum gera ítarlegri kröfur um fyrirkomulag. Það verður gert eftir þessa rýningu sem við erum að vinna í,“ segir Birgir. Næstu dagar muni fara í að skoða það sem betur hafi mátt fara, meðal annars með aðstoð upptaka úr öryggismyndavélum. Undirbúningur tónleikanna var að sögn Birgis í samræmi við allt verklag. „Það má segja að það hafi brostið þarna með gæsluhlutann á þessu svæði, sem er þrengingarsvæðið við tröppurnar. Það er þar sem þetta myndast. Þetta er eitthvað sem við erum að rýna í. Við erum svolítið að skoða alla þessa þætti, hverjir komu að, hvað veldur þessu og hvað er í gangi. Við vitum að spenningurinn hjá fólki var að fylgjast með atriðinu hjá þeim félögum. Þetta eru margir þættir sem koma saman á sama augnablikinu. Svo gerist þetta leiðindaatvik í andyrinu, þessir tveir hópar sem eru að fara hvor í sína áttina og hvorugur gefur eftir.“ Birgir segir lögreglu hafa náð stjórn á aðstæðunum með hárréttum viðbrögðum. Strax í kjölfarið hafi verið ráðist í greiningu á atvikinu. „Við gerðum það hratt og vel, og fórum svo bara í það að halda áfram með viðburðinn. Það var í lagi með 7.000 manns inni í salnum, það var gott loft og góður andi í fólki. Þannig að það var miklu betra fyrir alla að halda áfram heldur en að loka á tónleikana. Þá fyrst hefði skrattinn hitt ömmu sína, eins og sagt er,“ segir Birgir. Samkvæmt hans upplýsingum hafi 8.600 manns sótt viðburðinn. Gagnrýnin í senn réttmæt en uppblásin Birgir segist sannfærður um að gott samstarf við lögreglu, slökkvilið og yfirmenn gæslunnar á staðnum hafi ráðið því að stjórn hafi náðst á aðstæðunum. „Við náðum að rétta úr þessu og auðvitað er þetta eitthvað sem við þurfum að læra af. Ég óska engum að þurfa einhvern tímann að lenda í svona. Við þurfum bara að gera betri verkferla og sterkari verkferla.“ Ísleifur Þórhallsson, formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara og framkvæmdastjóri Senu live, var harðorður í garð tónleikahaldara í viðtali á Bylgjunni í morgun, og sagði þá heppna að enginn hefði látið lífið. Hann sagði jafnframt að skoða þyrfti regluverkið í kringum tónleikahald. Birgir segir að einhverju leyti hægt að taka undir gagnrýni sem Ísleifur setti fram í viðtalinu. „Margt sem Ísi er að segja er alveg rétt og allir eiga að taka tillit til þess, en við verðum líka að gæta þess að vera ekki að blása upp einhverja kúlu sem er ekki alveg rétt, þegar menn voru ekki á staðnum sjálfir. Við höfum átt frábært samstarf, ég og Ísleifur, og ég á ekki von á öðru en að við höldum því áfram með góðum úrlausnum. Hans þáttur í að koma að tónleikahaldi er bara mjög sterkur og mikilvægur fyrir okkur til þess að koma þessu í lag. Ég held að þetta skýri sig núna á næstunni, og að menn verði að koma sér aðeins niður á jörðina líka.“ Hryllingssögur ekki fengist staðfestar Á samfélagsmiðlum hafa birst sögur af algjöru upplausnarástandi á tónleikunum. Þar á meðal eru sögur af því að svo langar raðir hafi verið á salerni hallarinnar, sem voru 134 samkvæmt Birgi, að einhverjir tónleikagesta hafi gert þarfir sínar á gólfið. Birgir segist hafa heyrt af sögusögnum þess efnis. „Við vorum með 22 einstaklinga bæði í rusli og þjónustu í kringum salina og annað. Ég er búinn að spyrja þau hvort þau hafi verið að þrífa eftir eitthvað slíkt. Það er ekkert svoleiðis, þau höfðu ekki lent í neinu eða séð neitt. Hvort þetta er sögusögn eða einstakt atvik sem er blásið upp, af því þetta er ógeðslegt, veit ég ekki,“ segir Birgir. Þannig hafi ekkert verið staðfest um þetta að svo stöddu. „Þetta er hluti af því sem við rýnum líka. Að tryggja það að aðstaða og salerni á þetta löngum tónleikum séu það vel búin að þetta sé í lagi. En það er ekkert hús á landinu með jafn mörg klósett fyrir viðburðahald, sem eru staðbundin í húsinu. Þau eru gerð til að taka svona massakeyrslu, þannig að það væri leitun að því að finna hús sem getur tekið aðra eins keyrslu.“ Þá hafi tíu salernum verið komið fyrir á útisvæði. „En við vitum það líka að á svona löngum tónleikum þar sem er mikil drykkja, hvort sem við erum að tala um áfengi eða ekki, þá þarf fólk auðvitað að skila þessu. Þá þarf kannski aðeins að hugsa þetta upp á nýtt, og það er líka það sem við erum að taka til skoðunar,“ segir Birgir. Ítarlegri kröfur verði gerðar til tónleikahaldara Mögulegt er, að sögn Birgis, að auknar kröfur verði gerðar á tónleikahaldara. „Frekari lýsingu á því sem þarf að gæta að. Ég vona bara að þetta verði til bóta á öllu tónleikahaldi á Íslandi og hjálpi öðrum húsum líka.“ Þrátt fyrir að mögulega verði gerðar auknar kröfur er Birgir ekki þar með að segja að menn hafi stytt sér leið í sparnaðarskyni. „Nei, nei. Það segir sig sjálft að þarna verður einhver þrýstingur á milli svæða sem enginn sá fyrir. En það má síðan alltaf deila um það hver fjöldi gæslumanna átti að vera á þessum stað, sem hefðu getað stýrt umferð betur. Eins og ég segi, rýning er það eina sem hjálpar okkur núna áður en við getum svarað eitthvað frekar. En nei, menn voru ekki að stytta sér leið.“ Þríeykið að baki FM95Blö, þeir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson hafa ekki svarað ítrekuðum beiðnum fréttastofu um viðtal vegna málsins í dag. Þá hefur Björgvin Þór Rúnarsson hjá Nordic Live Events heldur ekki orðið við beiðni um viðtal. FM95BLÖ Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
„Það er náttúrulega ýmislegt hægt að setja út á, en það er gott að vera vitur eftir á,“ segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf., sem hefur með höndum rekstur Laugardalshallar. Þar fóru fram stærðarinnar tónleikar undir merkjum útvarpsþáttarins FM95Blö á laugardagskvöldið, þar sem mikill troðningur myndaðist líkt og fjallað hefur verið um. Atvikið varð um miðbik tónleikanna, eftir að FM95Blö-þríeykið Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson höfðu spilað fyrir gesti tónleikanna. Fimmtán manns leituðu á bráðamótttöku eftir tónleikana og einn var lagður inn á sjúkrahús. Þríeykið eru aðstandendur tónleikanna en fyrirtækið Nordic Live Events sá um skipulag þeirra. Stjórna því ekki hvað viðburðahaldarar gera Birgir segir að aðkoma Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf. hafi verið að gæta að húsinu sjálfu, og greiðri aðkomu viðbragðsaðila og skipuleggjenda þar inn. „Við stjórnum ekki hvernig viðburðahaldari vill útsetja sína þjónustu gagnvart kúnnum sínum. Að því sögðu þá erum við auðvitað, út frá þessu, að breyta verkferlum og munum gera ítarlegri kröfur um fyrirkomulag. Það verður gert eftir þessa rýningu sem við erum að vinna í,“ segir Birgir. Næstu dagar muni fara í að skoða það sem betur hafi mátt fara, meðal annars með aðstoð upptaka úr öryggismyndavélum. Undirbúningur tónleikanna var að sögn Birgis í samræmi við allt verklag. „Það má segja að það hafi brostið þarna með gæsluhlutann á þessu svæði, sem er þrengingarsvæðið við tröppurnar. Það er þar sem þetta myndast. Þetta er eitthvað sem við erum að rýna í. Við erum svolítið að skoða alla þessa þætti, hverjir komu að, hvað veldur þessu og hvað er í gangi. Við vitum að spenningurinn hjá fólki var að fylgjast með atriðinu hjá þeim félögum. Þetta eru margir þættir sem koma saman á sama augnablikinu. Svo gerist þetta leiðindaatvik í andyrinu, þessir tveir hópar sem eru að fara hvor í sína áttina og hvorugur gefur eftir.“ Birgir segir lögreglu hafa náð stjórn á aðstæðunum með hárréttum viðbrögðum. Strax í kjölfarið hafi verið ráðist í greiningu á atvikinu. „Við gerðum það hratt og vel, og fórum svo bara í það að halda áfram með viðburðinn. Það var í lagi með 7.000 manns inni í salnum, það var gott loft og góður andi í fólki. Þannig að það var miklu betra fyrir alla að halda áfram heldur en að loka á tónleikana. Þá fyrst hefði skrattinn hitt ömmu sína, eins og sagt er,“ segir Birgir. Samkvæmt hans upplýsingum hafi 8.600 manns sótt viðburðinn. Gagnrýnin í senn réttmæt en uppblásin Birgir segist sannfærður um að gott samstarf við lögreglu, slökkvilið og yfirmenn gæslunnar á staðnum hafi ráðið því að stjórn hafi náðst á aðstæðunum. „Við náðum að rétta úr þessu og auðvitað er þetta eitthvað sem við þurfum að læra af. Ég óska engum að þurfa einhvern tímann að lenda í svona. Við þurfum bara að gera betri verkferla og sterkari verkferla.“ Ísleifur Þórhallsson, formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara og framkvæmdastjóri Senu live, var harðorður í garð tónleikahaldara í viðtali á Bylgjunni í morgun, og sagði þá heppna að enginn hefði látið lífið. Hann sagði jafnframt að skoða þyrfti regluverkið í kringum tónleikahald. Birgir segir að einhverju leyti hægt að taka undir gagnrýni sem Ísleifur setti fram í viðtalinu. „Margt sem Ísi er að segja er alveg rétt og allir eiga að taka tillit til þess, en við verðum líka að gæta þess að vera ekki að blása upp einhverja kúlu sem er ekki alveg rétt, þegar menn voru ekki á staðnum sjálfir. Við höfum átt frábært samstarf, ég og Ísleifur, og ég á ekki von á öðru en að við höldum því áfram með góðum úrlausnum. Hans þáttur í að koma að tónleikahaldi er bara mjög sterkur og mikilvægur fyrir okkur til þess að koma þessu í lag. Ég held að þetta skýri sig núna á næstunni, og að menn verði að koma sér aðeins niður á jörðina líka.“ Hryllingssögur ekki fengist staðfestar Á samfélagsmiðlum hafa birst sögur af algjöru upplausnarástandi á tónleikunum. Þar á meðal eru sögur af því að svo langar raðir hafi verið á salerni hallarinnar, sem voru 134 samkvæmt Birgi, að einhverjir tónleikagesta hafi gert þarfir sínar á gólfið. Birgir segist hafa heyrt af sögusögnum þess efnis. „Við vorum með 22 einstaklinga bæði í rusli og þjónustu í kringum salina og annað. Ég er búinn að spyrja þau hvort þau hafi verið að þrífa eftir eitthvað slíkt. Það er ekkert svoleiðis, þau höfðu ekki lent í neinu eða séð neitt. Hvort þetta er sögusögn eða einstakt atvik sem er blásið upp, af því þetta er ógeðslegt, veit ég ekki,“ segir Birgir. Þannig hafi ekkert verið staðfest um þetta að svo stöddu. „Þetta er hluti af því sem við rýnum líka. Að tryggja það að aðstaða og salerni á þetta löngum tónleikum séu það vel búin að þetta sé í lagi. En það er ekkert hús á landinu með jafn mörg klósett fyrir viðburðahald, sem eru staðbundin í húsinu. Þau eru gerð til að taka svona massakeyrslu, þannig að það væri leitun að því að finna hús sem getur tekið aðra eins keyrslu.“ Þá hafi tíu salernum verið komið fyrir á útisvæði. „En við vitum það líka að á svona löngum tónleikum þar sem er mikil drykkja, hvort sem við erum að tala um áfengi eða ekki, þá þarf fólk auðvitað að skila þessu. Þá þarf kannski aðeins að hugsa þetta upp á nýtt, og það er líka það sem við erum að taka til skoðunar,“ segir Birgir. Ítarlegri kröfur verði gerðar til tónleikahaldara Mögulegt er, að sögn Birgis, að auknar kröfur verði gerðar á tónleikahaldara. „Frekari lýsingu á því sem þarf að gæta að. Ég vona bara að þetta verði til bóta á öllu tónleikahaldi á Íslandi og hjálpi öðrum húsum líka.“ Þrátt fyrir að mögulega verði gerðar auknar kröfur er Birgir ekki þar með að segja að menn hafi stytt sér leið í sparnaðarskyni. „Nei, nei. Það segir sig sjálft að þarna verður einhver þrýstingur á milli svæða sem enginn sá fyrir. En það má síðan alltaf deila um það hver fjöldi gæslumanna átti að vera á þessum stað, sem hefðu getað stýrt umferð betur. Eins og ég segi, rýning er það eina sem hjálpar okkur núna áður en við getum svarað eitthvað frekar. En nei, menn voru ekki að stytta sér leið.“ Þríeykið að baki FM95Blö, þeir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson hafa ekki svarað ítrekuðum beiðnum fréttastofu um viðtal vegna málsins í dag. Þá hefur Björgvin Þór Rúnarsson hjá Nordic Live Events heldur ekki orðið við beiðni um viðtal.
FM95BLÖ Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira