Segir vegið að rétti fatlaðra við uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júní 2025 14:17 Kolbeinn segir framkvæmdirnar taka allt að fimm ár og líkir þeim í umfangi við framkvæmdir við nýja Landspítalann. Samsett Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Bílastæði verði í mikilli fjarlægð og hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómeter fram og til baka í bílastæði. Bæjarstjórn samþykkti í vikunni að byggingaráform séu í samræmi við deiliskipulag og eru næstu skref að fá niðurrifs- og byggingarleyfi. Að því loknu er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist. Bæjarstjóri sagði í tilkynningu í vikunni að stefnt væri að því að halda íbúafund og halda íbúum upplýstum. Hún fagnaði framkvæmdinni og að á reitnum væri hægt að byggja upp „nýtt hjarta“ fyrir miðborg bæjarins. Bílastæði fatlaðra fjarlægð við byggingarsvæðið Á fundi bæjarstjórnar voru lagðar fram nokkrar bókanir frá minnihluta þar sem það er gagnrýnt að aðgengi hreyfihamlaðra hafi ekki verið tryggt auk þess sem samráðsleysi bæjaryfirvalda er gagnrýnt. Kolbeinn, bæjarfulltrúi Vina Kópavogs, segir þetta mál þó ekki snúast um minni- eða meirihluta. Þetta sé baráttumál fyrir fatlaða. Deiliskipulagið hafi áður verið kært og það fallið á því að á framkvæmdatíma hafi aðgengi hreyfihamlaðra ekki verið tryggt á framkvæmdatíma. „Þegar þeir rífa allt þarna, þetta er svo nálægt öllu. Þetta er svo mikið byggingarmagn að þá fara öll bílastæði sem fatlaðir þurfa á að halda á meðan byggingarferlinu, þegar það varir.“ Framkvæmdirnar muni taka allt að fimm ár og fatlaði þurfi á þeim tíma að ferðast allt að 240 metra að bílum sínum. „Ef þú þarft að fara tvær ferðir með bílnum þínum þá erum við að tala um næstum hálfan kílómetra á dag, bara að fara fram og til baka. Þannig það gengur ekki.“ Hann segir nokkuð hundruð manns búa í nálægð við framkvæmdasvæðið og töluverður fjöldi þeirra sé hreyfihamlaður. Mistök hjá HMS í reglugerðarbreytingu Það sé skýrt í reglugerð að fjarlægðin eigi ekki að vera lengri en 25 metrar en vegna mistaka hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafi þetta ákvæði verið fjarlægt úr byggingarreglugerð árið 2016. Í umsögn byggingarfulltrúi Kópavogs um framkvæmdirnar við Fannborgar- og Traðarreitinn sé vísað til þess að byggingarreglugerðinni hafi verið breytt og því séu engin fjarlægðartakmörk í gildi. „Það er beinlínis verið að vísa í að mistökin eigi að gilda núna sem lög og þar með mega þeir fara þessu fram og þögnin hjá HMS er svo óþægileg,“ segir Kolbeinn. Afdrifarík mistök Hann segir áríðandi að þessu verði breytt því nú eigi að óska eftir niðurrifi á svæðinu og verði það samþykkt, í samræmi við ákvæðið eins og það er núna, verði byggingaraðilum þar, og annars staðar, heimilt að setja bílastæði fyrir fatlaða lengra en í 25 metra fjarlægð. Þetta sé regla sem sé viðurkennd um öll Norðulönd en gildi nú allt í einu ekki lengur á Íslandi. „Núna geta bara allir á Íslandi tekið þessi bláu stæði og sett þau bara nokkur hundrað metra frá og það er bara allt í lagi. Alls staðar á Norðurlöndunum gilda 25 metrar. Nú eru Íslendingar eina landið á Norðurlöndunum þar sem þetta ekki lengur gildir.“ Kolbeinn segir fólk verða að skilja af hvaða stærðargráðu þessar framkvæmdir eru og hversu nálægt þetta er húsi sem þarna er fyrir. „Þessi uppbygging er svipuð og við nýja Landspítalann. Fótsporið, eða grunnurinn, er jafnvel stærri en á Landspítalanum. Sprengingarnar sem þarna verða munu sennilega taka yfir þrjú ár. Þetta er ofbboðslegs landsvæði sem fer þarna undir bílakjallara, sem fara tíu metra niður í jörðina.“ Hann segir byggingarmagnið auk þess vera meira en við Landspítalann og gert sé ráð fyrir allt að fimmtán hæða blokkum. Hann viti til þess að fólk sem eigi íbúðir þarna hafi reynt að selja þær síðustu ár en það gengið afar illa. „Fólk er í angist yfir þessu og hefur ekkert fengið fengið neina kynningu fyrr en núna. Vill að málið verði tekið fyrir í ráðuneytinu Hann óttast að þó svo að það verði haldinn íbúafundur um framkvæmdirnar sé of seint að taka tillit til þessara athugasemd og það sæta furðu að meirihlutinn, og bæjarstjórn, fullyrði svo í tilkynningu í vikunni að framkvæmdirnar séu á áætlun. Kolbeinn telur ástæðu til þess að málið verði tekið fyrir í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu og þessi breyting á byggingarreglugerðinni endurskoðuð. „Ég er bara mjög reiður yfir þessu, að svona ólög skuli vera í gildi. Það eru allir búnir að samþykkja og viðurkenna að þetta voru mistök en framkvæmdaraðilinn, meirihlutinn, ætlar að nýta sér þessa glufu.“ Kópavogur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Bæjarstjórn samþykkti í vikunni að byggingaráform séu í samræmi við deiliskipulag og eru næstu skref að fá niðurrifs- og byggingarleyfi. Að því loknu er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist. Bæjarstjóri sagði í tilkynningu í vikunni að stefnt væri að því að halda íbúafund og halda íbúum upplýstum. Hún fagnaði framkvæmdinni og að á reitnum væri hægt að byggja upp „nýtt hjarta“ fyrir miðborg bæjarins. Bílastæði fatlaðra fjarlægð við byggingarsvæðið Á fundi bæjarstjórnar voru lagðar fram nokkrar bókanir frá minnihluta þar sem það er gagnrýnt að aðgengi hreyfihamlaðra hafi ekki verið tryggt auk þess sem samráðsleysi bæjaryfirvalda er gagnrýnt. Kolbeinn, bæjarfulltrúi Vina Kópavogs, segir þetta mál þó ekki snúast um minni- eða meirihluta. Þetta sé baráttumál fyrir fatlaða. Deiliskipulagið hafi áður verið kært og það fallið á því að á framkvæmdatíma hafi aðgengi hreyfihamlaðra ekki verið tryggt á framkvæmdatíma. „Þegar þeir rífa allt þarna, þetta er svo nálægt öllu. Þetta er svo mikið byggingarmagn að þá fara öll bílastæði sem fatlaðir þurfa á að halda á meðan byggingarferlinu, þegar það varir.“ Framkvæmdirnar muni taka allt að fimm ár og fatlaði þurfi á þeim tíma að ferðast allt að 240 metra að bílum sínum. „Ef þú þarft að fara tvær ferðir með bílnum þínum þá erum við að tala um næstum hálfan kílómetra á dag, bara að fara fram og til baka. Þannig það gengur ekki.“ Hann segir nokkuð hundruð manns búa í nálægð við framkvæmdasvæðið og töluverður fjöldi þeirra sé hreyfihamlaður. Mistök hjá HMS í reglugerðarbreytingu Það sé skýrt í reglugerð að fjarlægðin eigi ekki að vera lengri en 25 metrar en vegna mistaka hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafi þetta ákvæði verið fjarlægt úr byggingarreglugerð árið 2016. Í umsögn byggingarfulltrúi Kópavogs um framkvæmdirnar við Fannborgar- og Traðarreitinn sé vísað til þess að byggingarreglugerðinni hafi verið breytt og því séu engin fjarlægðartakmörk í gildi. „Það er beinlínis verið að vísa í að mistökin eigi að gilda núna sem lög og þar með mega þeir fara þessu fram og þögnin hjá HMS er svo óþægileg,“ segir Kolbeinn. Afdrifarík mistök Hann segir áríðandi að þessu verði breytt því nú eigi að óska eftir niðurrifi á svæðinu og verði það samþykkt, í samræmi við ákvæðið eins og það er núna, verði byggingaraðilum þar, og annars staðar, heimilt að setja bílastæði fyrir fatlaða lengra en í 25 metra fjarlægð. Þetta sé regla sem sé viðurkennd um öll Norðulönd en gildi nú allt í einu ekki lengur á Íslandi. „Núna geta bara allir á Íslandi tekið þessi bláu stæði og sett þau bara nokkur hundrað metra frá og það er bara allt í lagi. Alls staðar á Norðurlöndunum gilda 25 metrar. Nú eru Íslendingar eina landið á Norðurlöndunum þar sem þetta ekki lengur gildir.“ Kolbeinn segir fólk verða að skilja af hvaða stærðargráðu þessar framkvæmdir eru og hversu nálægt þetta er húsi sem þarna er fyrir. „Þessi uppbygging er svipuð og við nýja Landspítalann. Fótsporið, eða grunnurinn, er jafnvel stærri en á Landspítalanum. Sprengingarnar sem þarna verða munu sennilega taka yfir þrjú ár. Þetta er ofbboðslegs landsvæði sem fer þarna undir bílakjallara, sem fara tíu metra niður í jörðina.“ Hann segir byggingarmagnið auk þess vera meira en við Landspítalann og gert sé ráð fyrir allt að fimmtán hæða blokkum. Hann viti til þess að fólk sem eigi íbúðir þarna hafi reynt að selja þær síðustu ár en það gengið afar illa. „Fólk er í angist yfir þessu og hefur ekkert fengið fengið neina kynningu fyrr en núna. Vill að málið verði tekið fyrir í ráðuneytinu Hann óttast að þó svo að það verði haldinn íbúafundur um framkvæmdirnar sé of seint að taka tillit til þessara athugasemd og það sæta furðu að meirihlutinn, og bæjarstjórn, fullyrði svo í tilkynningu í vikunni að framkvæmdirnar séu á áætlun. Kolbeinn telur ástæðu til þess að málið verði tekið fyrir í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu og þessi breyting á byggingarreglugerðinni endurskoðuð. „Ég er bara mjög reiður yfir þessu, að svona ólög skuli vera í gildi. Það eru allir búnir að samþykkja og viðurkenna að þetta voru mistök en framkvæmdaraðilinn, meirihlutinn, ætlar að nýta sér þessa glufu.“
Kópavogur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira