„Yfirgnæfandi líkur“ á að Oscar fái íslenskan ríkisborgararétt Agnar Már Másson skrifar 2. júní 2025 16:37 Til stóð að vísa Oscari úr landi í kl. 3 í nótt, að sögn lögmanns hans, en brottvísuninni hefur nú verið frestað. Vísir/Samsett Útlendingastofnun hefur frestað brottvísun Oscars Bocanegra þar sem „yfirgnæfandi líkur“ eru taldar á því að Alþingi veiti honum íslenskan ríkisborgararétt. Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, veitti stofnuninni gögn þess efnis í síðustu viku. Vísir greindi frá því fyrr í dag að brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, yrði frestað þar til búið væri að fara yfir umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. „Útlendingastofnun frestaði flutningi drengsins á grundvelli framkominna upplýsinga frá formanni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um að yfirgnæfandi líkur séu á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að drengurinn fái íslenskan ríkisborgararétt með lögum,“ segir í svari Útlendingastofnunar (ÚTL) við fyrirspurn fréttastofu en Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður Allsherjar- og menntamálanefndar. Enn fremur segir ÚTL að þrátt fyrir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin á Alþingi hafi stofnunin talið að vegna þessara „sérstöku aðstæðna“ væri rétt að fresta framkvæmd ákvörðunarinnar um að Oscari bæri að yfirgefa landið. Samkvæmt lögum er ÚTL heimilt að fresta um hæfilegan tíma framkvæmd ákvörðunar sem felur í sér að útlendingur skuli yfirgefa landið ef það telst nauðsynlegt vegna sérstakra aðstæðna hans. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars og fósturforeldra hans, sagði við fréttastofu fyrr í dag að ný gögn hafi borist á föstudaginn til Útlendingastofnunar. „Hann er bara í mjög viðkvæmum aðstæðum og það er staðfest í þessum pósti,“ sagði Helga Vala í samtali við fréttastofu Vísis fyrr í dag og vísaði þar í póst sem hún fékk frá stofnuninni. Helga segir að til hafi staðið að sækja Oscar kl. 3 í nótt og fara með hann úr landi. Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar og til stóð að hann yrði sendur úr landi á morgun. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra segjast í færslu á samfélagsmiðlum óendanlega glöð yfir því að brottvísun Oscars hafi verið frestað. Ekki hefur náðst í Víði Reynisson vegna málsins. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í dag að brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, yrði frestað þar til búið væri að fara yfir umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. „Útlendingastofnun frestaði flutningi drengsins á grundvelli framkominna upplýsinga frá formanni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um að yfirgnæfandi líkur séu á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að drengurinn fái íslenskan ríkisborgararétt með lögum,“ segir í svari Útlendingastofnunar (ÚTL) við fyrirspurn fréttastofu en Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður Allsherjar- og menntamálanefndar. Enn fremur segir ÚTL að þrátt fyrir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin á Alþingi hafi stofnunin talið að vegna þessara „sérstöku aðstæðna“ væri rétt að fresta framkvæmd ákvörðunarinnar um að Oscari bæri að yfirgefa landið. Samkvæmt lögum er ÚTL heimilt að fresta um hæfilegan tíma framkvæmd ákvörðunar sem felur í sér að útlendingur skuli yfirgefa landið ef það telst nauðsynlegt vegna sérstakra aðstæðna hans. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars og fósturforeldra hans, sagði við fréttastofu fyrr í dag að ný gögn hafi borist á föstudaginn til Útlendingastofnunar. „Hann er bara í mjög viðkvæmum aðstæðum og það er staðfest í þessum pósti,“ sagði Helga Vala í samtali við fréttastofu Vísis fyrr í dag og vísaði þar í póst sem hún fékk frá stofnuninni. Helga segir að til hafi staðið að sækja Oscar kl. 3 í nótt og fara með hann úr landi. Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar og til stóð að hann yrði sendur úr landi á morgun. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra segjast í færslu á samfélagsmiðlum óendanlega glöð yfir því að brottvísun Oscars hafi verið frestað. Ekki hefur náðst í Víði Reynisson vegna málsins.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira