
Fréttir

Annríkt hjá lögreglu á stærsta degi Írskra daga
Annríkt var hjá lögreglunni á Vesturlandi í nótt og fram eftir morgni og sinnti hún um sjötíu málum.

Lögregluaðgerðir í Rangárþingi og sameining Skorradals og Borgarbyggðar
Lögregla vopnaðist og skotvopn var haldlagt í aðgerðum lögreglu í Rangárþingi ytra í gær. Mennirnir tveir sem handteknir voru í aðgerðunum voru látnir lausir úr haldi í gærkvöldi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Lögregla vopnaðist og skotvopn haldlagt
Mennirnir tveir sem handteknir voru í tengslum við vopnamál í Rangárþingi ytra í gær eru lausir úr haldi. Hald hefur verið lagt á skotvopn en lögregla vill ekki staðfesta hvort skotum hafi verið hleypt af.

Ölvaður ökumaður keyrði á umferðareyju og reyndi að flýja
Ungur maður náði myndskeiði af því í gærkvöldi þegar að sendiferðabíll keyrði rakleiðis yfir nýja umferðareyju og nýtt gangbrautarskilti við Ánanaust í Vesturbænum á móti JL húsinu.

Miklar framkvæmdir á Kirkjubæjarklaustri fyrir unga fólkið
Sjaldan eða aldrei hefur verið unnið eins mikið af uppbyggingu góðrar íþrótta- og æskulýðsaðstöðu á Kirkjubæjarklaustri eins og nú, en gott dæmi um það er upphitaður körfuboltavöllur, sem hægt er að breyta í blakvöll.

Slökkviliðið kallað út vegna reyks á skemmtistað
Næturvaktin hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var mjög erilsöm eftir því sem fram kemur í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins.

Allt að tuttugu stiga hiti í dag
Veður verður með besta móti á Suðurlandi í dag en búist er við því að hitastigið nái allt að 20 gráðum víða á Suðurlandsundirlendinu. Frá og með þriðjudeginum verður best að vera á Austurlandi að mati veðurfræðings.

Sjö gistu fangageymslur á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Þó nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en lögreglan sinnti 109 málum frá klukkan fimm um eftirmiðdegi í gær þar til klukkan fimm í morgun. Sjö einstaklingar eru vistaðir í fangaklefa eftir verkefni næturinnar.

Eldur kviknaði inni á veitingastað í Ármúla
Allir tiltækir dælubílar voru sendir á veitingastað í Ármúla um tíuleytið í kvöld. Eldurinn reyndist minni háttar.

N1-mót og Dyrfjallahlaup í skítaveðri
Ein stærsta ferðahelgi landsins stendur nú yfir. Landsmenn flykkjast um landið á fótboltamót, tónlistarhátíðir og langhlaup. Þessa helgina ætlar veðrið hins vegar að setja strik í reikninginn, að minnsta kosti á Norður- og Norðausturlandi.

„Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“
Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart.

Tveir í haldi lögreglu vegna meintrar skotárásar
Tveir voru handteknir í aðgerðum lögreglu í Rangárþingi ytra í dag. Lögregla, sem naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra, hefur lokið aðgerðum á vettvangi og rannsókn er á frumstigi.

Yfirgáfu skarkalann í borginni og gerðust ferðaþjónustubændur
Hjón sem áður bjuggu í Reykjavík sjá ekki eftir þeirri ákvörðun að gerast ferðaþjónustubændur í sveitinni. Um þessar mundir eru þau að byggja fleiri smáhýsi fyrir gesti sína. Hjónin Þórlaug og Grétar á Móum í Hvalfjarðarsveit voru í óða önn ásamt vinnufólki þegar fréttastofu bar að garði á dögunum.

Sextán drepnir í loftárás á skóla
Að minnsta kosti sextán manns létust í loftárás Ísraela á skóla á Gasa-svæðinu. Ísraelski herinn kveðst hafa hæft hryðjuverkamenn sem hafi komið sér fyrir innan veggja skólans.

Uppgjöf eftir áratugabaráttu við kerfið og meint skotárás í Þykkvabæ
Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á, sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru dauðir og útlitið svart. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fannst fyrir botni Birnudals
Björgunaraðilar fundu göngumanninn sem leitað var í gær fyrir botni Birnudals og var hann látinn þegar þeir komu að honum.

Segir menn hafa skotið á gröfumann við vinnu
Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í útkall á þriðja tímanum í dag til að aðstoða lögregluna á Suðurlandi á Hala í Háfshverfi í Rangárþingi ytra. Karl Rúnar Ólafssonsegir ábúendur á Hala hafa skotið að gröfumanni sem var við vinnu. Uppákoman tengist deilum um jarðareign sem má rekja allt aftur til ársins 1929.

Skortur á Ozempic hefur leitt til ólöglegrar starfsemi
Stýrihópur Lyfjastofnunar Evrópu um lyfjaskort hefur gefið út tilmæli til að takast á við skort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyfja í flokki GLP-1 viðtakaörva. Meðal slíkra lyfja er lyfið Ozempic. Skorturinn leiði til ólöglegrar starfsemi.

Fluttu sex á slysadeild eftir harðan árekstur í Breiðholti
Sex voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bifreiða í Breiðholti í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var um nokkuð harðan árekstur og voru tveir dráttarbílar og fjórir sjúkrabílar sendir á vettvang slyssins.

Umdeild starfsemi hafi ekki áhrif á neysluvatn íbúa
69 umsagnir bárust Skipulagsstofnun vegna fyrirhugaða framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, en frestur til að skila inn umsögnum rann út í gær. Langflestar umsagnirnar gagnrýna og mótmæla verkefninu.

Nefna Mílanóflugvöll í höfuðið á Berlusconi
Nafni aðalflugvallar Mílanóborgar verður breytt og hann verður nefndur í höfuðið á Silvio Berlusconi, skrautlegum og umdeildum fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Matteo Salvini samgönguráðherra tilkynnti þetta í gær.

Mikil stemning á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum
Það iðar allt af lífi og fjöri í Vestmannaeyjum um helgina því þar stendur Goslokahátíð yfir þar sem Eyjamenn og gestir þeirra halda upp á lok gossins í Vestmannaeyjum í byrjun júlí 1973.

Göngumaðurinn fannst látinn
Göngumaðurinn sem leitað var að í gærmorgun í fjalllendi í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði fannst látinn.

„Ótrúlegt hvað er hægt ef maður hefur hugmyndaflugið“
Mál gáms sem fluttur var út fyrir bæjarmörk án vitundar eiganda hans og tíu til fjórtán milljóna króna innihaldi þess stolið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglu en rannsóknin hefur ekki leitt neitt í ljós enn sem komið er.

30 tilvik skráð: „Alltaf einhverjir sem fara út af sporinu“
Mjög erilsamt var hjá lögreglunni á Vesturlandi í nótt en um þessar mundir fara fram Írskir dagar á Akranesi. Um 30 tilvik voru skráð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt.

Nýjar stofnanir hafi aðsetur á landsbyggðinni
Aðsetur nýrra stofnana umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins verður utan höfuðborgarsvæðisins samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Embætti forstjóra nýrra stofnana verða auglýst um helgina og mun forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnun hafa aðsetur á Akureyri.

Meðalhiti lægri í júní en í maí í fyrsta sinn
Meðalhiti í Bretlandi og Danmörku var lægri í júní heldur en var í maí. Þetta er í fyrsta sinn sem júní er kaldari en maí síðan að mælingar hófust í Danmörku fyrir rúmlega 150 árum samkvæmt fréttastofu DR.

Beryl lék Mexíkó grátt
Fellibylurinn Beryl gekk yfir Júkatanskagan í Mexíkó í gær og í nótt eftir að hafa valdið umfangsmikilli eyðileggingu víðs vegar um Karabíahafið og að minnsta kosti tíu dauðsföllum.

Umbótasinni bar sigur úr býtum í Íran
Umbótasinninn Massoud Pezeshkian hefur verið kjörinn nýr forseti Írans og bar þar með sigur úr býtum gegn íhaldssömum keppinaut sínum, Saeed Jalili, í annarri umferð forsetakosninga þar í landi.

Maður handtekinn tvisvar í nótt fyrir sama brot
Ökumaður bifreiðar var handtekinn í nótt grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna en hann reyndist sviptur ökuréttindum. Hann var færður til sýnatöku á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og var laus úr haldi að því loknu.