Fréttir Landris stöðugt og hraunbreiðan sex ferkílómetrar Landris í Svartsengi heldur áfram á stöðugum hraða. Flatarmál hraunbreiðunnar á svæðinu er nú 6,15 ferkílómetrar og rúmmál hennar 33,2 milljón rúmmetrar. Innlent 18.4.2024 21:11 Katrín á toppnum um allt land Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð örugga forystu meðal frambjóðenda til embættis forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Innlent 18.4.2024 21:01 Opna miðstöð fyrir palestínsk börn Skóla- og fjölskyldumiðstöð fyrir börn á leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólaaldri verður komið á fót í kjölfar fjölskyldusameiningar fólks frá Palestínu. Þetta var samþykkt í borgarráði í dag og stefnt er að formlegri opnun mánudaginn 22.apríl. Innlent 18.4.2024 20:24 Eiginmaður Sturgeon ákærður fyrir fjárdrátt Peter Murrell, eiginmaður Nicolu Sturgeon, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, var ákærður í tengslum við fjárfrátt hjá Skoska þjóðarflokknum í dag. Sturgeon sagði af sér skömmu áður en Murrell var handtekinn í fyrra. Erlent 18.4.2024 20:19 Íslenska landslagið ómetanlegt fyrir manninn með loftnet í höfuðkúpunni Litblindur maður, sem „heyrir liti“ með loftneti sem hann lét græða í höfuðkúpuna, segir að landslag Íslands veiti honum dýrmæta þögn sem hann finni hvergi annars staðar. Við mæltum okkur mót við manninn í dag og kynntum okkur virkni loftnetsins. Innlent 18.4.2024 19:22 Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. Innlent 18.4.2024 19:15 Mega koma til að snæða í Grindavík en aðeins í rútu Ferðamenn fá leyfi til þess að fara til Grindavíkur en eingöngu í skipulögðum rútuferðum á veitingastaði samkvæmt nýjum reglum sem lögreglan hefur gefið út. Aðkomufólki verður áfram bannað að ferðast á eigin vegum til bæjarins. Erlent 18.4.2024 19:13 Greiðir 2000 krónur á dag í vexti á meðan beðið er eftir Þórkötlu Grindvíkingar og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman á Austurvelli í dag til þess að mótmæla vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu. Krafan er einföld, þeir vilja fá greitt strax. Innlent 18.4.2024 19:04 Myndskeið úr Hamraborg og maður sem heyrir liti með loftneti Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Við fjöllum um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 18.4.2024 18:21 Johnson í erfiðri stöðu Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið. Erlent 18.4.2024 16:38 Kíghósti hefur náð útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu Kíghósti hefur greinst hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu. Sumir þeirra hafa verið með einkenni frá því í mars en aðrir skemur. Innlent 18.4.2024 16:36 Hafa vitneskju um mögulegan dvalarstað Íslendings sem flýr réttvísina Lögreglan í borginni Abbotsford í Kanada telur sig hafa vitneskju um mögulegan dvalarstað Íslendings sem hefur flúið réttvísina í borginni vegna ákæru um vörslu og dreifingu á barnaníðsefni. Maðurinn sem um ræðir heitir Jóhann Scott Sveinsson. Erlent 18.4.2024 16:01 Myndband af þjófunum í Hamraborg í fréttum Stöðvar 2 24 dagar eru liðnir síðan tveir grímuklæddir menn virtust hafa afskaplega lítið fyrir því að framkvæma líklega mesta þjófnað á reiðufé í sögu landsins. Myndbandsupptaka sem fréttastofa hefur undir höndum af þjófnaðinum verður sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 18.4.2024 15:51 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. Erlent 18.4.2024 14:27 Bein útsending: Hvernig er best að reka heilbrigðisþjónustu? Ársfundur SFV, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, fer fram í Laugarásbíó í dag og hefst klukkan 14:30. Yfirskrift fundarins er Fjölbreyttur rekstur = fjölbreyttur ávinningur: Hvernig er best að reka heilbrigðisþjónustu? Innlent 18.4.2024 14:01 Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. Innlent 18.4.2024 13:51 Kjarnorkuknúinn kafbátur í stuttri heimsókn Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur, USS New Hampshire, er í stuttri þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag. Varðskipið Þór fylgir kafbátnum um landhelgina og í Stakksfjörð, þar sem fram fara áhafnaskipti og önnur þjónusta við kafbátinn. Innlent 18.4.2024 13:45 Halda andlitinu í skólanum en hrynja niður heima Skólaforðun einhverfra barna er kerfislægt vandamál í skólum en það liggur ekki hjá fjölskyldum barnanna. Þetta segir verkefnastjóri hjá Einhverfusamtökunum sem bendir á að opin rými líkt og hefðbundnar skólastofur séu „skynrænt helvíti“ fyrir einhverfa og heilsuspillandi fyrir umrædd börn. Örvænting þeirra sem séu föst í þessum aðstæðum sé algjör. Innlent 18.4.2024 13:31 Mikill mannskaði eftir sögulegt úrhelli í eyðimörkinni Minnst tuttugu eru látnir í Óman og einn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir fordæmalausa úrkomu á tá Arabíuskagans á þriðjudaginn og í gær. Skyndiflóð fóru víða yfir og sat fólk fast víða í umferð og á flugvöllum. Erlent 18.4.2024 13:31 „Sérlega sérstakur“ hellir í Mývatnssveit áfram lokaður Hellir sem fannst í Mývatnssveit snemma árs í fyrra verður áfram lokaður, eða í sex mánuði til viðbótar til nítjánda október næstkomandi. Innlent 18.4.2024 12:50 Læknir langþreyttur á skriffinnsku: „Mér líður oft eins og Indriða í Fóstbræðrum“ Indriði Einar Reynisson heimilislæknir er orðinn langþreyttur á óþarfa skriffinnsku við læknisvottorð og tilvísanir. Indriði situr í aðgerðahópi heimilislækna sem hefur boðað að ef þessu verði ekki breytt muni þeir grípa til einhliða aðgerða. Innlent 18.4.2024 12:29 Rúmlega sjö hundruð Grindvíkingar vilja selja Búið er að samþykkja kaup á 126 eignum Grindvíkinga en Þórkötlu, fasteignafélagsins sem stofnað var til að annast kaup á þessum eignum, hefur borist 711 umsóknir. Innlent 18.4.2024 12:06 Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Innlent 18.4.2024 12:06 Fylgi forsetaframbjóðenda, mótmæli Grindvíkinga og einhverfa barna Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja könnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. Katrín Jakobsdóttir er með marktæka forystu. Sjö komma fjögurra prósentustiga munur er á fylgi hennar og Baldurs Þórhallssonar. Innlent 18.4.2024 11:47 Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs. Erlent 18.4.2024 11:43 Liður í uppbyggingunni að fólk geti sest niður og unnið úr áfallinu Á næsta skólaári munu leik- og grunnskólabörn úr Grindavík sækja skóla næst sínu heimili og safnskólar verða lagðir af. Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir um tímamót að ræða en Innlent 18.4.2024 11:31 Cyrus og Herkúles fá já en Bergman bannaður Mannanafnanefnd hefur samþykkt ný eiginnöfn á borð við Herkúles, Bjartdís, Kriss og Cyrus. Þá var nöfnunum Bergman og Boom báðum hafnað bæði sem eiginnafni og millinafni. Innlent 18.4.2024 10:27 Sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna. Erlent 18.4.2024 10:19 Dæmdur fyrir árásina í Úlfarsárdal Shokri Keryo hefur hlotið þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nóvember í fyrra, þegar hann skaut fjórum skotum að fjórum mönnum. Innlent 18.4.2024 09:57 Katrín leiðir og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi. Innlent 18.4.2024 09:31 « ‹ 313 314 315 316 317 318 319 320 321 … 334 ›
Landris stöðugt og hraunbreiðan sex ferkílómetrar Landris í Svartsengi heldur áfram á stöðugum hraða. Flatarmál hraunbreiðunnar á svæðinu er nú 6,15 ferkílómetrar og rúmmál hennar 33,2 milljón rúmmetrar. Innlent 18.4.2024 21:11
Katrín á toppnum um allt land Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð örugga forystu meðal frambjóðenda til embættis forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Innlent 18.4.2024 21:01
Opna miðstöð fyrir palestínsk börn Skóla- og fjölskyldumiðstöð fyrir börn á leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólaaldri verður komið á fót í kjölfar fjölskyldusameiningar fólks frá Palestínu. Þetta var samþykkt í borgarráði í dag og stefnt er að formlegri opnun mánudaginn 22.apríl. Innlent 18.4.2024 20:24
Eiginmaður Sturgeon ákærður fyrir fjárdrátt Peter Murrell, eiginmaður Nicolu Sturgeon, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, var ákærður í tengslum við fjárfrátt hjá Skoska þjóðarflokknum í dag. Sturgeon sagði af sér skömmu áður en Murrell var handtekinn í fyrra. Erlent 18.4.2024 20:19
Íslenska landslagið ómetanlegt fyrir manninn með loftnet í höfuðkúpunni Litblindur maður, sem „heyrir liti“ með loftneti sem hann lét græða í höfuðkúpuna, segir að landslag Íslands veiti honum dýrmæta þögn sem hann finni hvergi annars staðar. Við mæltum okkur mót við manninn í dag og kynntum okkur virkni loftnetsins. Innlent 18.4.2024 19:22
Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. Innlent 18.4.2024 19:15
Mega koma til að snæða í Grindavík en aðeins í rútu Ferðamenn fá leyfi til þess að fara til Grindavíkur en eingöngu í skipulögðum rútuferðum á veitingastaði samkvæmt nýjum reglum sem lögreglan hefur gefið út. Aðkomufólki verður áfram bannað að ferðast á eigin vegum til bæjarins. Erlent 18.4.2024 19:13
Greiðir 2000 krónur á dag í vexti á meðan beðið er eftir Þórkötlu Grindvíkingar og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman á Austurvelli í dag til þess að mótmæla vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu. Krafan er einföld, þeir vilja fá greitt strax. Innlent 18.4.2024 19:04
Myndskeið úr Hamraborg og maður sem heyrir liti með loftneti Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Við fjöllum um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 18.4.2024 18:21
Johnson í erfiðri stöðu Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið. Erlent 18.4.2024 16:38
Kíghósti hefur náð útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu Kíghósti hefur greinst hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu. Sumir þeirra hafa verið með einkenni frá því í mars en aðrir skemur. Innlent 18.4.2024 16:36
Hafa vitneskju um mögulegan dvalarstað Íslendings sem flýr réttvísina Lögreglan í borginni Abbotsford í Kanada telur sig hafa vitneskju um mögulegan dvalarstað Íslendings sem hefur flúið réttvísina í borginni vegna ákæru um vörslu og dreifingu á barnaníðsefni. Maðurinn sem um ræðir heitir Jóhann Scott Sveinsson. Erlent 18.4.2024 16:01
Myndband af þjófunum í Hamraborg í fréttum Stöðvar 2 24 dagar eru liðnir síðan tveir grímuklæddir menn virtust hafa afskaplega lítið fyrir því að framkvæma líklega mesta þjófnað á reiðufé í sögu landsins. Myndbandsupptaka sem fréttastofa hefur undir höndum af þjófnaðinum verður sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 18.4.2024 15:51
Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. Erlent 18.4.2024 14:27
Bein útsending: Hvernig er best að reka heilbrigðisþjónustu? Ársfundur SFV, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, fer fram í Laugarásbíó í dag og hefst klukkan 14:30. Yfirskrift fundarins er Fjölbreyttur rekstur = fjölbreyttur ávinningur: Hvernig er best að reka heilbrigðisþjónustu? Innlent 18.4.2024 14:01
Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. Innlent 18.4.2024 13:51
Kjarnorkuknúinn kafbátur í stuttri heimsókn Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur, USS New Hampshire, er í stuttri þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag. Varðskipið Þór fylgir kafbátnum um landhelgina og í Stakksfjörð, þar sem fram fara áhafnaskipti og önnur þjónusta við kafbátinn. Innlent 18.4.2024 13:45
Halda andlitinu í skólanum en hrynja niður heima Skólaforðun einhverfra barna er kerfislægt vandamál í skólum en það liggur ekki hjá fjölskyldum barnanna. Þetta segir verkefnastjóri hjá Einhverfusamtökunum sem bendir á að opin rými líkt og hefðbundnar skólastofur séu „skynrænt helvíti“ fyrir einhverfa og heilsuspillandi fyrir umrædd börn. Örvænting þeirra sem séu föst í þessum aðstæðum sé algjör. Innlent 18.4.2024 13:31
Mikill mannskaði eftir sögulegt úrhelli í eyðimörkinni Minnst tuttugu eru látnir í Óman og einn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir fordæmalausa úrkomu á tá Arabíuskagans á þriðjudaginn og í gær. Skyndiflóð fóru víða yfir og sat fólk fast víða í umferð og á flugvöllum. Erlent 18.4.2024 13:31
„Sérlega sérstakur“ hellir í Mývatnssveit áfram lokaður Hellir sem fannst í Mývatnssveit snemma árs í fyrra verður áfram lokaður, eða í sex mánuði til viðbótar til nítjánda október næstkomandi. Innlent 18.4.2024 12:50
Læknir langþreyttur á skriffinnsku: „Mér líður oft eins og Indriða í Fóstbræðrum“ Indriði Einar Reynisson heimilislæknir er orðinn langþreyttur á óþarfa skriffinnsku við læknisvottorð og tilvísanir. Indriði situr í aðgerðahópi heimilislækna sem hefur boðað að ef þessu verði ekki breytt muni þeir grípa til einhliða aðgerða. Innlent 18.4.2024 12:29
Rúmlega sjö hundruð Grindvíkingar vilja selja Búið er að samþykkja kaup á 126 eignum Grindvíkinga en Þórkötlu, fasteignafélagsins sem stofnað var til að annast kaup á þessum eignum, hefur borist 711 umsóknir. Innlent 18.4.2024 12:06
Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Innlent 18.4.2024 12:06
Fylgi forsetaframbjóðenda, mótmæli Grindvíkinga og einhverfa barna Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja könnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. Katrín Jakobsdóttir er með marktæka forystu. Sjö komma fjögurra prósentustiga munur er á fylgi hennar og Baldurs Þórhallssonar. Innlent 18.4.2024 11:47
Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs. Erlent 18.4.2024 11:43
Liður í uppbyggingunni að fólk geti sest niður og unnið úr áfallinu Á næsta skólaári munu leik- og grunnskólabörn úr Grindavík sækja skóla næst sínu heimili og safnskólar verða lagðir af. Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir um tímamót að ræða en Innlent 18.4.2024 11:31
Cyrus og Herkúles fá já en Bergman bannaður Mannanafnanefnd hefur samþykkt ný eiginnöfn á borð við Herkúles, Bjartdís, Kriss og Cyrus. Þá var nöfnunum Bergman og Boom báðum hafnað bæði sem eiginnafni og millinafni. Innlent 18.4.2024 10:27
Sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna. Erlent 18.4.2024 10:19
Dæmdur fyrir árásina í Úlfarsárdal Shokri Keryo hefur hlotið þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nóvember í fyrra, þegar hann skaut fjórum skotum að fjórum mönnum. Innlent 18.4.2024 09:57
Katrín leiðir og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi. Innlent 18.4.2024 09:31