Starfsfólk á kvikmyndasetti Nolan gistir í grunnskóla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. júní 2025 15:23 Starfsfólk sem starfar við framleiðslu á kvikmynd Nolan fékk inn í Hvolsskóla. Rangárþing eystra/Getty Fjögur hundruð manns sem starfa við framleiðslu hérlendis á kvikmynd Christophers Nolan fengu inn í grunnskóla á Hvolsvelli eftir að tjaldbúðir þeirra fuku. Í tilkynningu á heimasíðu Rangárþings eystra segir að Hvolsskóli hefði verið tekinn á leigu frá og með föstudeginum 13. júní til laugardagsins 21. júní fyrir fjögur hundruð starfsmenn sem starfa við framleiðslu á stórmynd. Hópurinn mun koma til með að nota skólann sem eins konar bækistöðvar á meðan tökur standa yfir. „Þessi leiga kemur til með mjög skömmum fyrirvara þar sem tjaldbúðir TrueNorth sem búið var að setja upp í Vík, fuku og eyðilögðust í roki í vikunni. Því þurfti að hafa hraðar hendur og finna aðra gistingu fyrir þennan stóra hóp,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að mikið leyndarmál sé hvaða verkefni er um að ræða en hins vegar fylgi sögunni að „þarna sé á ferðinni kvikmynd í leikstjórn eins vinsælasta leikstjóra um þessar mundir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða kvikmynd í leikstjórn heimsfræga leikstjórans Christophers Nolan, sem leikstýrið meðal annars Oppenheimer og Interstellar en sú síðarnefnda var einnig tekin upp að hluta til hér á landi. Kvikmyndin ber heitið The Odyssey en í henni leika stórstjörnur á við Anne Hathaway, Matt Damon, Robert Pattinson, Tom Holland og Zendaya. „Kvikmyndatökur munu að mestu fara fram á næturnar í Rangárþingi eystra og Mýrdalshreppi. Vegna þessa óvenjulega vinnutíma mun hópurinn sofa í Hvolsskóla yfir daginn og biðjum við íbúa að sýna því skilning,“ segir á vefsíðu Rangárþings eystra. Rangárþing eystra Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Í tilkynningu á heimasíðu Rangárþings eystra segir að Hvolsskóli hefði verið tekinn á leigu frá og með föstudeginum 13. júní til laugardagsins 21. júní fyrir fjögur hundruð starfsmenn sem starfa við framleiðslu á stórmynd. Hópurinn mun koma til með að nota skólann sem eins konar bækistöðvar á meðan tökur standa yfir. „Þessi leiga kemur til með mjög skömmum fyrirvara þar sem tjaldbúðir TrueNorth sem búið var að setja upp í Vík, fuku og eyðilögðust í roki í vikunni. Því þurfti að hafa hraðar hendur og finna aðra gistingu fyrir þennan stóra hóp,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að mikið leyndarmál sé hvaða verkefni er um að ræða en hins vegar fylgi sögunni að „þarna sé á ferðinni kvikmynd í leikstjórn eins vinsælasta leikstjóra um þessar mundir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða kvikmynd í leikstjórn heimsfræga leikstjórans Christophers Nolan, sem leikstýrið meðal annars Oppenheimer og Interstellar en sú síðarnefnda var einnig tekin upp að hluta til hér á landi. Kvikmyndin ber heitið The Odyssey en í henni leika stórstjörnur á við Anne Hathaway, Matt Damon, Robert Pattinson, Tom Holland og Zendaya. „Kvikmyndatökur munu að mestu fara fram á næturnar í Rangárþingi eystra og Mýrdalshreppi. Vegna þessa óvenjulega vinnutíma mun hópurinn sofa í Hvolsskóla yfir daginn og biðjum við íbúa að sýna því skilning,“ segir á vefsíðu Rangárþings eystra.
Rangárþing eystra Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira