Segir ásakanir SFS um blekkingu og afvegaleiðingu alvarlegar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. júní 2025 14:09 Hanna Katrín Friðriksson segir það sorglegt að fylgjast með „árásum SFS á starfsfólk stjórnsýslunnar.“ Vísir/Vilhelm Atvinnuvegaráðherra segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi ráðast á stofnanir ríkisins til að „þvinga fram aðra niðurstöðu“ vegna fyrirhugaðra breytinga á veiðigjöldum. Hún kærir sig lítið um ásakanir um blekkingar. Eftir þrjár breytingartillögur frá atvinnuveganefnd sé frumvarpið nú tilbúið í aðra umræðu. „Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp mitt um breytingu á lögum um veiðigjöld þar sem markmiðið er að tryggja þjóðinni sanngjarnari hlutdeild í ágóðanum af nýtingu á fiskveiðiauðlind sinni,“ skrifar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, í aðsendri grein á Vísi. „Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er hlynntur þessum breytingum en kunnugleg varðstaða hefur sést frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og þeim flokkum sem nú skipa minnihluta á þingi.“ Hanna Katrín og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu frumvarp til breytinga á lögum um veiðigjöld í lok mars og var það lagt fyrir Alþingi 1. maí. Nokkrum klukkustundum áður en frumvarpið var kynnt höfðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sent út tilkynningu þar sem fyrirhugaðar breytingar voru gagnrýndar. Á kynningarfundinum sagði Hanna Katrín breytingarnar á lögunum snúast „eingöngu um uppfært mat á aflaverðmæti.“ Þjóðin fengi einn þriðja af hagnaði útgerðanna en útgerðin tvo þriðju. Veiðigjöldin hefðu átt að vera mun hærri á árum áður og sé verið að leiðrétta þau. Reiknað er með því að allt að tvöfalt hærri upphæð verði innheimt á ári miðað við eldra fyrirkomulag. „Frumvarpið byggir á einföldum og réttlátum grunni: Að þeir sem nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar greiði sanngjarnt gjald fyrir það. Í áraraðir hefur veiðigjaldið byggst á undirverðlagningu úr innri viðskiptum fyrirtækja sem hafa þannig sjálf ráðið þeim grunni sem gjaldið er reiknað út frá. Sú nálgun verður nú leiðrétt,“ segir Hanna Katrín. Hækka frítekjumark til að vernda minni aðila Þegar tillagan fór í fyrstu umræðu fyrir Alþingi var slegið met en ekkert frumvarp hefur verið lengur rætt í fyrstu umræðu. Fór svo þannig að hún var samþykkt og fór málið til atvinnuveganefndar þingsins. Frumvarpið er nú tilbúið í aðra umræðu. „Á grundvelli þessarar vinnu hefur meirihluti nefndarinnar nú afgreitt málið út til annarrar umræðu í þingsal með tillögum um mikilvægar breytingar sem styrkja málið enn frekar,“ segir Hanna Katrín. Hanna Katrín segir atvinnuveganefnd hafi lagt fram þrjár breytingartillögur á frumvarpinu. Fyrst hafi aðferðafræði útreikninganna verið gerð skýrari og frítekjumark hækkað til að vernda minni fyrirtæki. Miðað verði við áttatíu prósent af norsku markaðsverði við útreikninga veiðigjalds á makríl. „Tekið var undir þau rök að íslenskar makrílafurðir væru ekki að öllu leyti af sömu gæðum og þær sem eru unnar í Noregi þótt fjárfestingar í vinnslu og tæknibúnaði hér á landi hafi aukið verðmæti íslensks makríls til muna,“ segir Hanna Katrín. Haldið fram að ráðuneytið hafi reynt að afvegaleiða þingið SFS hefur verið fremst í flokki hvað varðar gagnrýni á frumvarpinu. Til að mynda létu fulltrúar SFS útbúa auglýsingu þar sem norskir athafnamenn furða sig á fyriráætlunum. Ráðmenn gagnrýndu auglýsinguna harðlega og sagði Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hana lýsa firringu. „Hvert sem sjónarhornið er, er með miklum ólíkindum að fylgjast með framgöngu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem ráðast að sérfræðingum atvinnuvegaráðuneytisins með dylgjum um vankunnáttu og ásökunum um blekkingar,“ segir Hanna Katrín. „Síðasta sendingin er sú versta en þar er því bókstaflega haldið fram að ráðuneytið hafi reynt að afvegaleiða Alþingi. Þær gerast varla alvarlegri ásakanirnar og þeim verður svarað á öðrum vettvangi.“ Hún segir það sorglegt að fylgjast með „árásum SFS á starfsfólk stjórnsýslunnar.“ Þar sé einungis fólk sem vinni störf sín af fagmennsku og heilindum. „Það er hins vegar grafalvarlegt mál þegar viðbragð þessara sömu hagsmunaafla er að ráðast að stofnunum ríkisins að því er virðist í þeim tilgangi að þvinga fram aðra niðurstöðu. Við því verður brugðist af fullum þunga.“ Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp mitt um breytingu á lögum um veiðigjöld þar sem markmiðið er að tryggja þjóðinni sanngjarnari hlutdeild í ágóðanum af nýtingu á fiskveiðiauðlind sinni,“ skrifar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, í aðsendri grein á Vísi. „Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er hlynntur þessum breytingum en kunnugleg varðstaða hefur sést frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og þeim flokkum sem nú skipa minnihluta á þingi.“ Hanna Katrín og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu frumvarp til breytinga á lögum um veiðigjöld í lok mars og var það lagt fyrir Alþingi 1. maí. Nokkrum klukkustundum áður en frumvarpið var kynnt höfðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sent út tilkynningu þar sem fyrirhugaðar breytingar voru gagnrýndar. Á kynningarfundinum sagði Hanna Katrín breytingarnar á lögunum snúast „eingöngu um uppfært mat á aflaverðmæti.“ Þjóðin fengi einn þriðja af hagnaði útgerðanna en útgerðin tvo þriðju. Veiðigjöldin hefðu átt að vera mun hærri á árum áður og sé verið að leiðrétta þau. Reiknað er með því að allt að tvöfalt hærri upphæð verði innheimt á ári miðað við eldra fyrirkomulag. „Frumvarpið byggir á einföldum og réttlátum grunni: Að þeir sem nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar greiði sanngjarnt gjald fyrir það. Í áraraðir hefur veiðigjaldið byggst á undirverðlagningu úr innri viðskiptum fyrirtækja sem hafa þannig sjálf ráðið þeim grunni sem gjaldið er reiknað út frá. Sú nálgun verður nú leiðrétt,“ segir Hanna Katrín. Hækka frítekjumark til að vernda minni aðila Þegar tillagan fór í fyrstu umræðu fyrir Alþingi var slegið met en ekkert frumvarp hefur verið lengur rætt í fyrstu umræðu. Fór svo þannig að hún var samþykkt og fór málið til atvinnuveganefndar þingsins. Frumvarpið er nú tilbúið í aðra umræðu. „Á grundvelli þessarar vinnu hefur meirihluti nefndarinnar nú afgreitt málið út til annarrar umræðu í þingsal með tillögum um mikilvægar breytingar sem styrkja málið enn frekar,“ segir Hanna Katrín. Hanna Katrín segir atvinnuveganefnd hafi lagt fram þrjár breytingartillögur á frumvarpinu. Fyrst hafi aðferðafræði útreikninganna verið gerð skýrari og frítekjumark hækkað til að vernda minni fyrirtæki. Miðað verði við áttatíu prósent af norsku markaðsverði við útreikninga veiðigjalds á makríl. „Tekið var undir þau rök að íslenskar makrílafurðir væru ekki að öllu leyti af sömu gæðum og þær sem eru unnar í Noregi þótt fjárfestingar í vinnslu og tæknibúnaði hér á landi hafi aukið verðmæti íslensks makríls til muna,“ segir Hanna Katrín. Haldið fram að ráðuneytið hafi reynt að afvegaleiða þingið SFS hefur verið fremst í flokki hvað varðar gagnrýni á frumvarpinu. Til að mynda létu fulltrúar SFS útbúa auglýsingu þar sem norskir athafnamenn furða sig á fyriráætlunum. Ráðmenn gagnrýndu auglýsinguna harðlega og sagði Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hana lýsa firringu. „Hvert sem sjónarhornið er, er með miklum ólíkindum að fylgjast með framgöngu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem ráðast að sérfræðingum atvinnuvegaráðuneytisins með dylgjum um vankunnáttu og ásökunum um blekkingar,“ segir Hanna Katrín. „Síðasta sendingin er sú versta en þar er því bókstaflega haldið fram að ráðuneytið hafi reynt að afvegaleiða Alþingi. Þær gerast varla alvarlegri ásakanirnar og þeim verður svarað á öðrum vettvangi.“ Hún segir það sorglegt að fylgjast með „árásum SFS á starfsfólk stjórnsýslunnar.“ Þar sé einungis fólk sem vinni störf sín af fagmennsku og heilindum. „Það er hins vegar grafalvarlegt mál þegar viðbragð þessara sömu hagsmunaafla er að ráðast að stofnunum ríkisins að því er virðist í þeim tilgangi að þvinga fram aðra niðurstöðu. Við því verður brugðist af fullum þunga.“
Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira