Fréttir Lúsmý verði bráðlega komið um allt land Gísli Már Gíslason, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus í dýrafræði við HÍ, segir lúsmýið munu brátt hafa breitt úr sér um allt land. Lúsmýið hafi greinst nýverið á Austfjörðum þar sem það hafði ekki greinst áður. Hann segir lúsmýið komið til að vera á Íslandi öllu nema yst á annesjum. Innlent 11.7.2024 20:02 Svikahrappar reyna að gabba lögregluna Óprúttinn aðili gerði í dag tilraun til að gabba lögregluna á Suðurnesjum með póstsvindli svokölluðu sem herjað hefur á landsmenn í auknum mæli undanfarin ár. Innlent 11.7.2024 18:58 Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. Innlent 11.7.2024 18:50 Vörubíll hafnaði utan vegar á hliðinni í Mýrdalshreppi Vörubíll hafnaði á hliðinni eftir að hafa ekið út af veginum í neðstu beygjunni í Gatnabrún í Mýrdalshreppi á Hringveginum. Umferð hefur verið stöðvuð tímabundið. Innlent 11.7.2024 18:29 Biden hrósar Íslendingum og litlaus bílafloti Framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins er til fyrirmyndar og umfram væntingar að sögn forseta Bandaríkjanna. Þetta sagði Joe Biden í samtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú stendur yfir í Washington. Við fjöllum um fundinn í fréttatímanum. Innlent 11.7.2024 18:27 Gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu um helgina Gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna veður í Faxaflóa, Breiðafirði og á Vestfjörðum um helgina. Á höfuðborgarsvæðinu tekur viðvörunin gildi á miðnætti föstudagskvöld og er í gildi til klukkan sex síðdegis á sunnudag. Veður 11.7.2024 17:59 Hildur biður Samfylkinguna afsökunar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, biður Samfylkinguna afsökunar á rangfærslum í grein sem hún skrifaði í Morgunblaðið í dag. Í greininni segir hún Samfylkinguna ekki hafa komið á tólf mánaða fæðingarorlofi þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um að svo hafi verið, það reyndist ekki alveg rétt hjá henni Innlent 11.7.2024 17:49 Stöðvuðu starfsemi Hríseyjar Seafood Matvælafyrirtækið sem Matvælastofnun gerði að hætta starfsemi í síðustu viku, vegna alvarlegra frávika frá matvælalögum, er Hrísey Seafood. Fiskvinnslu félagsins var lokað og má ekki opna aftur fyrr en úrbætur hafa verið gerðar. Innlent 11.7.2024 16:54 Rússar reyndu að ráða forstjóra Rheinmetall af dögum Bandarísk yfirvöld komust að því í upphafi árs að rússnesk stjórnvöld hefðu áform um að drepa Armin Papperger, forstjóra þýska fyrirtækisins Rheinmetall. Fyrirtækið er einn stærsti vopnaframleiðandi Evrópu og hefur sent hergögn í gífurlegu magni til Úkraínu. Þýskum yfirvöldum tókst að koma í veg fyrir tilræðið, eftir að hafa verið vöruð við af bandarísku leyniþjónustunni. Erlent 11.7.2024 16:32 Stjórnsýslufræðingur segir Þórarinn Inga brotlegan við siðareglur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur blasa við að Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki, hafi brotið siðareglur þingsins, þá er hann mælti fyrir breytingu á búvörulögum. Innlent 11.7.2024 16:30 Edda Sif segir ranghugmyndir um Carbfix með miklum ósköpum Edda Sif Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix fettir fingur út í ummæli Davíðs Arnars Stefánssonar, sem er sérfræðingur á sviði sjálfbærrar landnýtingar hjá Land og skógi og oddviti Vg í Hafnarfirði og segir þau dæma sig sjálf. Líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. Innlent 11.7.2024 16:01 Telur pólitísk afskipti hafa ráðið því að ráðningin var dregin til baka Óskar Steinn Ómarsson stjórnmálafræðingur telur pólitísk afskipti af ráðningarferli Hafnarfjarðarbæjar vera ástæðu þess að ráðning hans í starf deildarstjóra í grunnskóla í bænum hafi verið dregin til baka. Hann segist ætla með málið eins langt og hægt er. Innlent 11.7.2024 15:40 Framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 hefjast á næstu dögum Framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 hefjast á næstu dögum, en með tilkomu línunnar verður flutningskerfi raforku sveigjanlegra á Suðurnesjunum og mun afhendingaröryggi aukast til muna. Innlent 11.7.2024 15:37 „Rasísk“ ummæli foreldrafulltrúa vekja reiði íbúa Til stendur að starfrækja móttökuúrræði fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd í Breiðagerðisskóla í Reykjavík frá og með næsta hausti. Fulltrúi foreldra í skólaráði telur úrræðið slæmt fyrir börn í skólanum, sem eigi ekki „blandast“ með börnum í neyð. Aðrir íbúar hneykslast á þessum ummælum foreldrafulltrúans. Innlent 11.7.2024 15:07 Óttast vaxandi atvinnuleysi á næstu misserum Atvinnuleysi í júní mælist ívið meira en í fyrra, en skráð atvinnuleysi var 3,1% á landsvísu. Hagfræðingur ASÍ óttast að atvinnuleysi fari vaxandi á næstunni í ljósi horfa í efnahagslífinu. Meðal annars sé hátt vaxtastig farið að hægja á umsvifum í hagkerfinu og því sé ekki ólíklegt að minni umsvif hafi áhrif á atvinnustigið. Innlent 11.7.2024 14:48 Aurskriða í Syðridal: „Ég hef aldrei séð svona áður“ Aurskriða féll í Syðridal nærri Bolungarvík klukkan ellefu í dag. Mikill hávaði fylgdi og svart ský myndaðist fyrir ofan skriðuna, sem náðist á myndband. Innlent 11.7.2024 14:47 Skipstjórinn var drukkinn og skipaði stýrimanni að sigla á brott Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn játuðu sök þegar mál ákæruvaldsins á hendur þeim var þingfest í dag. Þeim var gefið að sök að hafa skilið skipstjóra strandveiðibátsins Höddu HF eftir í sjávarháska, eftir að hafa siglt skipinu á bátinn. Þá játaði skipstjórinn að hafa verið drukkinn. Innlent 11.7.2024 14:17 Vara við snörpum vindhviðum en lofa áfram blíðu fyrir austan Veðurfræðingar vara við snörpum vindhviðum á köflum um norðvestanvert landið í dag. Hviður gætu náð allt að 25-30 m/s. Veður 11.7.2024 14:07 Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. Innlent 11.7.2024 13:43 Stöðva starfsemi matvælafyrirtækis á Norðurlandi Matvælastofnun stöðvaði starfsemi matvælafyritækis á Norðurlandi eystra í síðustu viku vegna alvarlegra frávika frá matvælalögum. Innlent 11.7.2024 13:31 Eldsvoði í turni dómkirkjunnar í Rúðuborg Turn dómkirkjunnar í Rúðuborg í Frakklandi stóð í ljósum logum skömmu eftir hádegi í dag. Slökkviliðsmenn hafa ráðið niðurlögum eldsins. Erlent 11.7.2024 12:26 Spyr hvort Íslendingar megi einir nauðga á Íslandi „Er kannski málið að það er auðveldara að kenna erlendum manni um að vera nauðgari en að horfast í augu við að vinur þinn sé mögulega slíkt ómenni?“ Innlent 11.7.2024 12:05 56 prósent Demókrata vilja að Biden stígi til hliðar Tveir af hverju þremur Bandaríkjamönnum segir Joe Biden Bandaríkjaforseta eiga að draga sig í hlé í forsetakosningunum vestanhafs. Alls eru 56 prósent Demókrata sama sinnis og sjö af hverjum tíu óháðum. Erlent 11.7.2024 11:54 Eigandi stakk af eftir að hundur beit konu með ungbarn Þýskur fjárhundur, sjeffer, réðst á konu sem var á gangi með ungbarn sitt í Árbænum í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á hendi. Konan segir eigandann hafa flúið vettvang og hunsað beiðni hennar um að hringja á sjúkrabíl. Innlent 11.7.2024 11:53 Gengi Icelandair, vaxandi atvinnuleysi og skátar á Landsmóti Í hádegisfréttum fjöllum við um gengi Icelandair en hlutabréfaverð félagsins hefur lækkað undanfarið. Innlent 11.7.2024 11:37 Ætlar að leggja til málshöfðun á hendur íslenska ríkinu Íslenska ríkið hefur hafnað miska- og skaðabótagreiðslu til handa ekkju Andemariams Beyene sem lést 30. janúar 2014 í kjölfar plastbarkaígræðslu á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í júní árið 2011. Lögmaður ekkjunnar er Sigurður G. Guðjónsson mun að öllum líkindum leggja til við skjólstæðing sinn að hún höfði mál á hendur íslenska ríkinu. Innlent 11.7.2024 11:24 Macron hvetur til samstöðu en virðist útiloka Mélenchon Emmanuel Macron hefur ritað opið bréf til Frakka þar sem hann hvetur pólitíska leiðtoga landsins til að taka sig saman og mynda meirihlutabandalag þjóðinni til heilla. Erlent 11.7.2024 11:07 Ekki hægt að gera grein fyrir 5200 fiskum Samherji fiskeldi gat ekki gert grein fyrir rétttæplega 5200 fiskum eftir strok á eldislaxi úr fiskeldisstöð fyrirtækisins í Silfurstjörnunni í Öxarfirði. Matvælastofnun áætlar að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjötn og strokið út í sjó. Innlent 11.7.2024 10:27 Sóttu framkvæmdastjóra þingflokks til SA Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún tekur við af Tryggva Mássyni, sem hefur tekið við starfi hjá Klíníkinni. Innlent 11.7.2024 10:16 Sýslumaður hótar því að taka aðventista af skrá Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur ritað stjórn Kirkju sjöunda dags aðventista bréf þar sem hann krefst þess að ef stjórnin ljúki ekki aðalfundi sem staðið hefur í tvö ár fyrir 10. ágúst næstkomandi þá muni hann grípa til þess að fella félagið af skrá sem trúfélag. Innlent 11.7.2024 10:09 « ‹ 224 225 226 227 228 229 230 231 232 … 334 ›
Lúsmý verði bráðlega komið um allt land Gísli Már Gíslason, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus í dýrafræði við HÍ, segir lúsmýið munu brátt hafa breitt úr sér um allt land. Lúsmýið hafi greinst nýverið á Austfjörðum þar sem það hafði ekki greinst áður. Hann segir lúsmýið komið til að vera á Íslandi öllu nema yst á annesjum. Innlent 11.7.2024 20:02
Svikahrappar reyna að gabba lögregluna Óprúttinn aðili gerði í dag tilraun til að gabba lögregluna á Suðurnesjum með póstsvindli svokölluðu sem herjað hefur á landsmenn í auknum mæli undanfarin ár. Innlent 11.7.2024 18:58
Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. Innlent 11.7.2024 18:50
Vörubíll hafnaði utan vegar á hliðinni í Mýrdalshreppi Vörubíll hafnaði á hliðinni eftir að hafa ekið út af veginum í neðstu beygjunni í Gatnabrún í Mýrdalshreppi á Hringveginum. Umferð hefur verið stöðvuð tímabundið. Innlent 11.7.2024 18:29
Biden hrósar Íslendingum og litlaus bílafloti Framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins er til fyrirmyndar og umfram væntingar að sögn forseta Bandaríkjanna. Þetta sagði Joe Biden í samtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú stendur yfir í Washington. Við fjöllum um fundinn í fréttatímanum. Innlent 11.7.2024 18:27
Gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu um helgina Gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna veður í Faxaflóa, Breiðafirði og á Vestfjörðum um helgina. Á höfuðborgarsvæðinu tekur viðvörunin gildi á miðnætti föstudagskvöld og er í gildi til klukkan sex síðdegis á sunnudag. Veður 11.7.2024 17:59
Hildur biður Samfylkinguna afsökunar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, biður Samfylkinguna afsökunar á rangfærslum í grein sem hún skrifaði í Morgunblaðið í dag. Í greininni segir hún Samfylkinguna ekki hafa komið á tólf mánaða fæðingarorlofi þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um að svo hafi verið, það reyndist ekki alveg rétt hjá henni Innlent 11.7.2024 17:49
Stöðvuðu starfsemi Hríseyjar Seafood Matvælafyrirtækið sem Matvælastofnun gerði að hætta starfsemi í síðustu viku, vegna alvarlegra frávika frá matvælalögum, er Hrísey Seafood. Fiskvinnslu félagsins var lokað og má ekki opna aftur fyrr en úrbætur hafa verið gerðar. Innlent 11.7.2024 16:54
Rússar reyndu að ráða forstjóra Rheinmetall af dögum Bandarísk yfirvöld komust að því í upphafi árs að rússnesk stjórnvöld hefðu áform um að drepa Armin Papperger, forstjóra þýska fyrirtækisins Rheinmetall. Fyrirtækið er einn stærsti vopnaframleiðandi Evrópu og hefur sent hergögn í gífurlegu magni til Úkraínu. Þýskum yfirvöldum tókst að koma í veg fyrir tilræðið, eftir að hafa verið vöruð við af bandarísku leyniþjónustunni. Erlent 11.7.2024 16:32
Stjórnsýslufræðingur segir Þórarinn Inga brotlegan við siðareglur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur blasa við að Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki, hafi brotið siðareglur þingsins, þá er hann mælti fyrir breytingu á búvörulögum. Innlent 11.7.2024 16:30
Edda Sif segir ranghugmyndir um Carbfix með miklum ósköpum Edda Sif Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix fettir fingur út í ummæli Davíðs Arnars Stefánssonar, sem er sérfræðingur á sviði sjálfbærrar landnýtingar hjá Land og skógi og oddviti Vg í Hafnarfirði og segir þau dæma sig sjálf. Líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. Innlent 11.7.2024 16:01
Telur pólitísk afskipti hafa ráðið því að ráðningin var dregin til baka Óskar Steinn Ómarsson stjórnmálafræðingur telur pólitísk afskipti af ráðningarferli Hafnarfjarðarbæjar vera ástæðu þess að ráðning hans í starf deildarstjóra í grunnskóla í bænum hafi verið dregin til baka. Hann segist ætla með málið eins langt og hægt er. Innlent 11.7.2024 15:40
Framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 hefjast á næstu dögum Framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 hefjast á næstu dögum, en með tilkomu línunnar verður flutningskerfi raforku sveigjanlegra á Suðurnesjunum og mun afhendingaröryggi aukast til muna. Innlent 11.7.2024 15:37
„Rasísk“ ummæli foreldrafulltrúa vekja reiði íbúa Til stendur að starfrækja móttökuúrræði fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd í Breiðagerðisskóla í Reykjavík frá og með næsta hausti. Fulltrúi foreldra í skólaráði telur úrræðið slæmt fyrir börn í skólanum, sem eigi ekki „blandast“ með börnum í neyð. Aðrir íbúar hneykslast á þessum ummælum foreldrafulltrúans. Innlent 11.7.2024 15:07
Óttast vaxandi atvinnuleysi á næstu misserum Atvinnuleysi í júní mælist ívið meira en í fyrra, en skráð atvinnuleysi var 3,1% á landsvísu. Hagfræðingur ASÍ óttast að atvinnuleysi fari vaxandi á næstunni í ljósi horfa í efnahagslífinu. Meðal annars sé hátt vaxtastig farið að hægja á umsvifum í hagkerfinu og því sé ekki ólíklegt að minni umsvif hafi áhrif á atvinnustigið. Innlent 11.7.2024 14:48
Aurskriða í Syðridal: „Ég hef aldrei séð svona áður“ Aurskriða féll í Syðridal nærri Bolungarvík klukkan ellefu í dag. Mikill hávaði fylgdi og svart ský myndaðist fyrir ofan skriðuna, sem náðist á myndband. Innlent 11.7.2024 14:47
Skipstjórinn var drukkinn og skipaði stýrimanni að sigla á brott Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn játuðu sök þegar mál ákæruvaldsins á hendur þeim var þingfest í dag. Þeim var gefið að sök að hafa skilið skipstjóra strandveiðibátsins Höddu HF eftir í sjávarháska, eftir að hafa siglt skipinu á bátinn. Þá játaði skipstjórinn að hafa verið drukkinn. Innlent 11.7.2024 14:17
Vara við snörpum vindhviðum en lofa áfram blíðu fyrir austan Veðurfræðingar vara við snörpum vindhviðum á köflum um norðvestanvert landið í dag. Hviður gætu náð allt að 25-30 m/s. Veður 11.7.2024 14:07
Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. Innlent 11.7.2024 13:43
Stöðva starfsemi matvælafyrirtækis á Norðurlandi Matvælastofnun stöðvaði starfsemi matvælafyritækis á Norðurlandi eystra í síðustu viku vegna alvarlegra frávika frá matvælalögum. Innlent 11.7.2024 13:31
Eldsvoði í turni dómkirkjunnar í Rúðuborg Turn dómkirkjunnar í Rúðuborg í Frakklandi stóð í ljósum logum skömmu eftir hádegi í dag. Slökkviliðsmenn hafa ráðið niðurlögum eldsins. Erlent 11.7.2024 12:26
Spyr hvort Íslendingar megi einir nauðga á Íslandi „Er kannski málið að það er auðveldara að kenna erlendum manni um að vera nauðgari en að horfast í augu við að vinur þinn sé mögulega slíkt ómenni?“ Innlent 11.7.2024 12:05
56 prósent Demókrata vilja að Biden stígi til hliðar Tveir af hverju þremur Bandaríkjamönnum segir Joe Biden Bandaríkjaforseta eiga að draga sig í hlé í forsetakosningunum vestanhafs. Alls eru 56 prósent Demókrata sama sinnis og sjö af hverjum tíu óháðum. Erlent 11.7.2024 11:54
Eigandi stakk af eftir að hundur beit konu með ungbarn Þýskur fjárhundur, sjeffer, réðst á konu sem var á gangi með ungbarn sitt í Árbænum í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á hendi. Konan segir eigandann hafa flúið vettvang og hunsað beiðni hennar um að hringja á sjúkrabíl. Innlent 11.7.2024 11:53
Gengi Icelandair, vaxandi atvinnuleysi og skátar á Landsmóti Í hádegisfréttum fjöllum við um gengi Icelandair en hlutabréfaverð félagsins hefur lækkað undanfarið. Innlent 11.7.2024 11:37
Ætlar að leggja til málshöfðun á hendur íslenska ríkinu Íslenska ríkið hefur hafnað miska- og skaðabótagreiðslu til handa ekkju Andemariams Beyene sem lést 30. janúar 2014 í kjölfar plastbarkaígræðslu á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í júní árið 2011. Lögmaður ekkjunnar er Sigurður G. Guðjónsson mun að öllum líkindum leggja til við skjólstæðing sinn að hún höfði mál á hendur íslenska ríkinu. Innlent 11.7.2024 11:24
Macron hvetur til samstöðu en virðist útiloka Mélenchon Emmanuel Macron hefur ritað opið bréf til Frakka þar sem hann hvetur pólitíska leiðtoga landsins til að taka sig saman og mynda meirihlutabandalag þjóðinni til heilla. Erlent 11.7.2024 11:07
Ekki hægt að gera grein fyrir 5200 fiskum Samherji fiskeldi gat ekki gert grein fyrir rétttæplega 5200 fiskum eftir strok á eldislaxi úr fiskeldisstöð fyrirtækisins í Silfurstjörnunni í Öxarfirði. Matvælastofnun áætlar að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjötn og strokið út í sjó. Innlent 11.7.2024 10:27
Sóttu framkvæmdastjóra þingflokks til SA Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún tekur við af Tryggva Mássyni, sem hefur tekið við starfi hjá Klíníkinni. Innlent 11.7.2024 10:16
Sýslumaður hótar því að taka aðventista af skrá Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur ritað stjórn Kirkju sjöunda dags aðventista bréf þar sem hann krefst þess að ef stjórnin ljúki ekki aðalfundi sem staðið hefur í tvö ár fyrir 10. ágúst næstkomandi þá muni hann grípa til þess að fella félagið af skrá sem trúfélag. Innlent 11.7.2024 10:09