Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. september 2025 17:15 Bæði Lilja Hrönn og Jóhannes Óli hafa tekið þátt í störfum Ungs jafnaðarfólks undanfarin ár. Samsett Það stefnir í formannsslag á landsþingi Ungs jafnaðarfólks sem haldið verður eftir rúma viku. Samfélagsmiðlastjórinn vill forsetaembættið en sömuleiðis sækist sitjandi forseti eftir endurkjöri. Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, meistaranemi í lögfræði og sitjandi forseti, tilkynnti á Facebook-síðu sinni í dag að hún myndi sækjast eftir endurkjöri í komandi kosningum. „Undanfarin tvö ár hafa verið lærdómsríkari og skemmtilegri en ég hefði getað ímyndað mér. Það er þess vegna sem ég býð fram krafta mína aftur. Ég tel að sú reynsla og þekking sem ég hef öðlast innan hreyfingarinnar muni koma að góðum notum hljóti ég traust landsþings,“ segir Lilja Hrönn. Jóhannes Óli Sveinsson, hagfræðinemi og samfélagsmiðlastjóri UJ, tilkynnti framboð sitt í gær. Í myndskeiði sem hann birtir á Facebook-síðunni sinni sýnir hann plagat sem á stendur „Jóli fer í framboð.“ „Fyrir mér er verkefnið næstu árin skýrt, að stækka hreyfinguna í takt við aukið fylgi flokksins. Við þurfum að gera öllu ungu fólki, um allt land ljóst að Ungt jafnaðarfólk er sterk hreyfing, sem rúmar mismunandi skoðanir og þar getur þú haft áhrif. Ég treysti mér fyllilega til að leiða hreyfinguna í þessu verkefni og því óska ég eftir þínum stuðningi,“ skrifar Jóhannes Óli við færsluna. Bæði Lilja Hrönn og Jóhannes Óli tóku bæði fyrst sæti í stjórn UJ árið 2021. Lilja Hrönn hóf störf sem málefna- og viðburðastýra en Jóhannes Óli sem framhaldsskólafulltrúi. Þar á eftir tók Lilja Hrönn við embætti varaforseta og Jóhannes viðburðarstjóra- og samstarfsfulltrúa. Árið 2023 var Lilja Hrönn síðan kjörin forseti og Jóhannes varaforseti. Lilja Hrönn hélt starfi sínu áfram árið 2024 á meðan Jóhannes tók við stöðu samfélagsmiðlastjóra. Kjörið verður í stjórn Ungs jafnaðarfólks á landsþingi þeirra þann 13. september. Forseti er kjörinn til að sinna embættinu í tvö ár í senn. Samfylkingin Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Sjá meira
Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, meistaranemi í lögfræði og sitjandi forseti, tilkynnti á Facebook-síðu sinni í dag að hún myndi sækjast eftir endurkjöri í komandi kosningum. „Undanfarin tvö ár hafa verið lærdómsríkari og skemmtilegri en ég hefði getað ímyndað mér. Það er þess vegna sem ég býð fram krafta mína aftur. Ég tel að sú reynsla og þekking sem ég hef öðlast innan hreyfingarinnar muni koma að góðum notum hljóti ég traust landsþings,“ segir Lilja Hrönn. Jóhannes Óli Sveinsson, hagfræðinemi og samfélagsmiðlastjóri UJ, tilkynnti framboð sitt í gær. Í myndskeiði sem hann birtir á Facebook-síðunni sinni sýnir hann plagat sem á stendur „Jóli fer í framboð.“ „Fyrir mér er verkefnið næstu árin skýrt, að stækka hreyfinguna í takt við aukið fylgi flokksins. Við þurfum að gera öllu ungu fólki, um allt land ljóst að Ungt jafnaðarfólk er sterk hreyfing, sem rúmar mismunandi skoðanir og þar getur þú haft áhrif. Ég treysti mér fyllilega til að leiða hreyfinguna í þessu verkefni og því óska ég eftir þínum stuðningi,“ skrifar Jóhannes Óli við færsluna. Bæði Lilja Hrönn og Jóhannes Óli tóku bæði fyrst sæti í stjórn UJ árið 2021. Lilja Hrönn hóf störf sem málefna- og viðburðastýra en Jóhannes Óli sem framhaldsskólafulltrúi. Þar á eftir tók Lilja Hrönn við embætti varaforseta og Jóhannes viðburðarstjóra- og samstarfsfulltrúa. Árið 2023 var Lilja Hrönn síðan kjörin forseti og Jóhannes varaforseti. Lilja Hrönn hélt starfi sínu áfram árið 2024 á meðan Jóhannes tók við stöðu samfélagsmiðlastjóra. Kjörið verður í stjórn Ungs jafnaðarfólks á landsþingi þeirra þann 13. september. Forseti er kjörinn til að sinna embættinu í tvö ár í senn.
Samfylkingin Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Sjá meira