Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Bjarki Sigurðsson skrifar 4. september 2025 21:02 Birna G. Ásbjörnsdóttir er doktor í heilbrigðisvísindum. Vísir/Sigurjón Orkudrykkjanotkun hefur tvöfaldast á fjórum árum. Doktor í heilbrigðisvísindum segir margt í drykkjunum sem ber að varast og að þeir séu sérlega hættulegir börnum. Árið 2020 sögðust rúm sex prósent landsmanna drekka orkudrykk í það minnsta einu sinni á dag. Fjöldinn hefur aukist hægt og bítandi og í fyrra sögðust rúm tólf prósent gera það. Tvöföldun á fjórum árum. Neyslan er mest hjá konum á aldrinum átján til 34 ára en 29 prósent segjast drekka orkudrykki að minnsta kosti einu sinni á dag. Tölurnar eru svipaðar milli kynja en í hinum tveimur aldurshópunum sem Embætti landlæknis skiptir niðurstöðunum upp í má einnig sjá mikla aukningu milli ára. Koffínneysla er ekki endilega slæm að sögn Birnu G. Ásbjörnsdóttur, doktors í heilbrigðisvísindum. Hins vegar verði að gæta hófs og börn yngri en átján ára ættu alls ekki að drekka orkudrykki. „Ef við horfum á koffínið, þá getur það haft ágætis áhrif í litlum skömmtum. Vekur mann pínulítið, skerpir mann og jafnvel haft áhrif á meltingu sem er alveg plús. En í flestum tilvikum er fólk að drekka of mikið koffín, sérstaklega í þessum drykkjum sem geta verið með hátt magn af koffínu. Of mikil neysla á koffíni er klárlega ekki góð fyrir líkamann eða taugakerfið. Það getur valdið svefntruflunum, streitu og eykur mögulega líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum,“ segir Birna. Margir orkudrykkja eru auglýstir sem sykurlausir eða með örfáum kaloríum. Í þeim er þó oft að finna gervisætu eða náttúruleg sætuefni sem eru ekki sérlega holl. „Öll þessi efni hafa á einhvern hátt áhrif á meltingarveg og þarmaflóru. Og við eigum eftir að rannsaka þetta heilmikið. Við vitum ekkert alveg hver áhrifin eru og á meðan við vitum að það er einhver möguleiki á óæskilegum afleiðingum, þá er mín skoðun að við ættum að fara mjög varlega,“ segir Birna. Heilsa Orkudrykkir Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Árið 2020 sögðust rúm sex prósent landsmanna drekka orkudrykk í það minnsta einu sinni á dag. Fjöldinn hefur aukist hægt og bítandi og í fyrra sögðust rúm tólf prósent gera það. Tvöföldun á fjórum árum. Neyslan er mest hjá konum á aldrinum átján til 34 ára en 29 prósent segjast drekka orkudrykki að minnsta kosti einu sinni á dag. Tölurnar eru svipaðar milli kynja en í hinum tveimur aldurshópunum sem Embætti landlæknis skiptir niðurstöðunum upp í má einnig sjá mikla aukningu milli ára. Koffínneysla er ekki endilega slæm að sögn Birnu G. Ásbjörnsdóttur, doktors í heilbrigðisvísindum. Hins vegar verði að gæta hófs og börn yngri en átján ára ættu alls ekki að drekka orkudrykki. „Ef við horfum á koffínið, þá getur það haft ágætis áhrif í litlum skömmtum. Vekur mann pínulítið, skerpir mann og jafnvel haft áhrif á meltingu sem er alveg plús. En í flestum tilvikum er fólk að drekka of mikið koffín, sérstaklega í þessum drykkjum sem geta verið með hátt magn af koffínu. Of mikil neysla á koffíni er klárlega ekki góð fyrir líkamann eða taugakerfið. Það getur valdið svefntruflunum, streitu og eykur mögulega líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum,“ segir Birna. Margir orkudrykkja eru auglýstir sem sykurlausir eða með örfáum kaloríum. Í þeim er þó oft að finna gervisætu eða náttúruleg sætuefni sem eru ekki sérlega holl. „Öll þessi efni hafa á einhvern hátt áhrif á meltingarveg og þarmaflóru. Og við eigum eftir að rannsaka þetta heilmikið. Við vitum ekkert alveg hver áhrifin eru og á meðan við vitum að það er einhver möguleiki á óæskilegum afleiðingum, þá er mín skoðun að við ættum að fara mjög varlega,“ segir Birna.
Heilsa Orkudrykkir Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira