Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. september 2025 07:18 Byggingarnar á lóðinni við Borgartún 34-36, aftan við Hótel Cabin, hafa munað fífil sinn fegurri. Vísir/Anton Brink Ryð, sót og veggjakrot, brotnar rúður og flögnuð málning. Þetta er meðal þess sem blasir við nú á lóðinni við Borgartún 34-36 sem snýr að Kringlumýrarbraut. Eldur kom upp í húsinu í sumar en það er í mikilli niðurníðslu og hefur ekki verið í notkun um hríð. Húsin á lóðinni sem byggð voru á árunum 1958 til 1978 fá senn að fjúka en á lóðinni eiga að rísa hundrað nýjar íbúðir. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er töluvert minna eftir af yfirgefnum húsum í borginni en áður var þar sem fólk á það til að brjótast inn og leita skjóls eða jafnvel halda til. Húsin við Borgartún séu meðal þeirra fáu sem eftir eru þar sem þetta hefur verið tilfellið. Í kjölfar bruna á borð við þann sem varð í húsinu í lok júlí setji slökkviliðið sig almennt í samband við eigendur húsanna og biðli til þeirra um að tryggja betur aðstæður til að koma í veg fyrir að hætta skapist í yfirgefnum húsum. Núverandi eigendur hússins segja að gerðar hafi verið ýmsar ráðstafanir og girt fyrir svæðið til að koma í veg fyrir að fólk fari inn. Erfitt sé að koma alfarið í veg fyrir það ef fólk hafi ásetning um að brjótast inn. Verkefnið sé í ferli en fyrir liggur deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir niðurrifi þeirra húsa sem fyrir eru á lóðinni og að þar geti risið hvorki meira né minna en hundrað nýjar íbúðir. Sjá einnig: Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Þegar ljósmyndari Vísis var á svæðinu fyrr í vikunni mátti sjá hvar framkvæmdir stóðu yfir í bakhúsinu þar sem verið var að hreinsa út timbur og annað brak. Lesa má úr gögnum Borgarsögusafns Reykjavíkur að húsin á lóðinni hafi lengst af verið í eigu ferðaþjónustufyrirtækisins Guðmundar Jónassonar hf. en stofnandi þess, Guðmundur Jónasson, var frumkvöðull í hálendisferðum á jeppum og rútum. Eldri húsin á lóðinni hafi upphaflega verið reist sem vélsmiðjur en síðar löguð að starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins sem lét síðar reisa bílskýli og nýbyggingu undir verkstæði, skrifstofur og gistiheimili. Fjölmargar rúður hússins hafa verið brotnar og viðarplötur hafa verið negldar fyrir glugga hæðarinnar þar sem eldur kom upp um daginn.Vísir/Anton Brink Gildandi deiliskipulag fyrir lóðina var samþykkt 2017 og með breytingum sem á því voru gerðar 2022 var samþykkt að fjölga fyrirhuguðum íbúðum á reitnum úr 68 í 100 á fjórum til átta hæðum. Heimilt er að rífa allar byggingar sem fyrir eru á lóðinni og í staðinn komi ein stölluð og U-laga íbúðabygging á fjórum til átta hæðum með allt að hundrað íbúðum í mismunandi stærðum auk verslunar- og þjónustu á jarðhæð meðfram Sóltúni. Gististarfsemi og skammtímaleiga verði óheimil á lóðinni. Framkvæmdir stóðu yfir á svæðinu þegar ljósmyndari var þar á ferðinni á dögunum.Vísir/Anton Brink Samkvæmt deiliskipulagi eru byggingar sem fyrirhugaðar eru á lóðinni sagðar til þess fallnar að stuðla að sólríku og skjólgóðu útivistarsvæði fyrir íbúa þar sem gert er ráð fyrir grænu svæði og auknum gróðri. Uppbygging á lóðinni muni auka á fjölbreytileika og styrkja yfirbragð hverfisins. Borgartún 34-36 er í eigu byggingarfélagsins Hofsvaðs ehf. sem er í eigu Gunnars Þórs Gíslasonar viðskiptamanns, en hann er meðal annars stjórnarformaður Ölmu leigufélags og einn eigenda fjárfestingafélagsins Langasjávar. Séð úr lofti. Hér eiga að rísa nýjar íbúðir og húsin sem fyrir eru fá að víkja.Vísir/Anton Brink Svæðið virðist nokkuð vel girt af en ljóst er að veggjalistamenn hafa spreytt sig á veggjum húsanna í gegnum tíðina.Vísir/Anton Brink Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er töluvert minna eftir af yfirgefnum húsum í borginni en áður var þar sem fólk á það til að brjótast inn og leita skjóls eða jafnvel halda til. Húsin við Borgartún séu meðal þeirra fáu sem eftir eru þar sem þetta hefur verið tilfellið. Í kjölfar bruna á borð við þann sem varð í húsinu í lok júlí setji slökkviliðið sig almennt í samband við eigendur húsanna og biðli til þeirra um að tryggja betur aðstæður til að koma í veg fyrir að hætta skapist í yfirgefnum húsum. Núverandi eigendur hússins segja að gerðar hafi verið ýmsar ráðstafanir og girt fyrir svæðið til að koma í veg fyrir að fólk fari inn. Erfitt sé að koma alfarið í veg fyrir það ef fólk hafi ásetning um að brjótast inn. Verkefnið sé í ferli en fyrir liggur deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir niðurrifi þeirra húsa sem fyrir eru á lóðinni og að þar geti risið hvorki meira né minna en hundrað nýjar íbúðir. Sjá einnig: Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Þegar ljósmyndari Vísis var á svæðinu fyrr í vikunni mátti sjá hvar framkvæmdir stóðu yfir í bakhúsinu þar sem verið var að hreinsa út timbur og annað brak. Lesa má úr gögnum Borgarsögusafns Reykjavíkur að húsin á lóðinni hafi lengst af verið í eigu ferðaþjónustufyrirtækisins Guðmundar Jónassonar hf. en stofnandi þess, Guðmundur Jónasson, var frumkvöðull í hálendisferðum á jeppum og rútum. Eldri húsin á lóðinni hafi upphaflega verið reist sem vélsmiðjur en síðar löguð að starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins sem lét síðar reisa bílskýli og nýbyggingu undir verkstæði, skrifstofur og gistiheimili. Fjölmargar rúður hússins hafa verið brotnar og viðarplötur hafa verið negldar fyrir glugga hæðarinnar þar sem eldur kom upp um daginn.Vísir/Anton Brink Gildandi deiliskipulag fyrir lóðina var samþykkt 2017 og með breytingum sem á því voru gerðar 2022 var samþykkt að fjölga fyrirhuguðum íbúðum á reitnum úr 68 í 100 á fjórum til átta hæðum. Heimilt er að rífa allar byggingar sem fyrir eru á lóðinni og í staðinn komi ein stölluð og U-laga íbúðabygging á fjórum til átta hæðum með allt að hundrað íbúðum í mismunandi stærðum auk verslunar- og þjónustu á jarðhæð meðfram Sóltúni. Gististarfsemi og skammtímaleiga verði óheimil á lóðinni. Framkvæmdir stóðu yfir á svæðinu þegar ljósmyndari var þar á ferðinni á dögunum.Vísir/Anton Brink Samkvæmt deiliskipulagi eru byggingar sem fyrirhugaðar eru á lóðinni sagðar til þess fallnar að stuðla að sólríku og skjólgóðu útivistarsvæði fyrir íbúa þar sem gert er ráð fyrir grænu svæði og auknum gróðri. Uppbygging á lóðinni muni auka á fjölbreytileika og styrkja yfirbragð hverfisins. Borgartún 34-36 er í eigu byggingarfélagsins Hofsvaðs ehf. sem er í eigu Gunnars Þórs Gíslasonar viðskiptamanns, en hann er meðal annars stjórnarformaður Ölmu leigufélags og einn eigenda fjárfestingafélagsins Langasjávar. Séð úr lofti. Hér eiga að rísa nýjar íbúðir og húsin sem fyrir eru fá að víkja.Vísir/Anton Brink Svæðið virðist nokkuð vel girt af en ljóst er að veggjalistamenn hafa spreytt sig á veggjum húsanna í gegnum tíðina.Vísir/Anton Brink
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira