Fréttir Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm Sigmars Hjartar Jónssonar, karlmanns á þrítugsaldri, fyrir að nauðga kunningjastúlku sinni á göngustíg í nágrenni við heimili hans á Suðurlandi um nótt í september 2021. Innlent 31.1.2025 07:00 Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Næstum helmingur dönsku þjóðarinnar segist þeirrar skoðunar að Danmörku stafi nú ógn af Bandaríkjunum og tæp 80 prósent segjast andvígir því að Grænlendingar gangi Bandaríkjunum á hönd. Erlent 31.1.2025 07:00 Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Búið er að ná upp tækjabúnaði úr American Airlines vélinni sem fórst í Washington á miðvikudagskvöld sem meðal annars tekur upp samtöl í flugstjórnarklefanum og skrásetur flugið sjálft. Erlent 31.1.2025 06:40 Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Þrír voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt í tengslum við rannsókn á innbroti og tveir vegna skemmdarverka. Einn handteknu réðist á lögreglumenn og fangavörð með hnefahöggum. Innlent 31.1.2025 06:15 „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir landið allt á morgun. Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að mikil úrkoma og hláka geti valdið vatnavöxtum, krapaflóðum og skriðuhættu, sérstaklega á Suður – og Suðausturlandi og Austfjörðum. Veður 30.1.2025 23:28 Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Deilur standa nú yfir á þingi um hvort Sjálfstæðisflokkurinn eigi að víkja úr stærsta þingflokksherberginu, sem Samfylkingin ásælist. Samfylkingin er nú stærsti flokkurinn, en Sjálfstæðismenn segja það engu máli skipta. Innlent 30.1.2025 22:30 Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Héraðsdómur Suðurlands hefur vísað frá ákæru gegn manni um sérstaklega hættulega líkamsárás í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á síðasta ári. Fram kemur í frétt RÚV um málið að héraðsdómur hafi vísað málinu frá vegna þess að ákæran væri svo ónákvæm og að héraðssaksóknari hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Innlent 30.1.2025 21:33 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. Innlent 30.1.2025 21:21 Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kenndi því sem kallað er DEI vestanhafs og stendur fyrir fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu um flugslysið í Washington DC í nótt. Sagði hann slík stefnumál og ráðningar á þeim grundvelli hafa grafið undan öryggi. Erlent 30.1.2025 20:39 Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Karlmaður var handtekinn í Hafnarfirði í dag á milli 13 og 14 eftir að hann reyndi að stinga annan karlmann í bíl eftir að ökumaðurinn neitaði að gefa honum far. Innlent 30.1.2025 20:34 Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri. Karlar sendu inn fleiri umsagnir en konur en áætlað er að í umsögnunum sé að finna um tíu þúsund tillögur. Gervigreindarforrit hefur verið notað til að taka saman tillögurnar í fyrsta kasti en fjögurra manna hagræðingarhópur á að skila forsætisráðherra skýrslu um tillögurnar í síðasta lagi við lok næsta mánaðar. Innlent 30.1.2025 19:41 Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Hellisheiðinni var lokað upp úr klukkan sex í kvöld. Það var gert eftir að tveir bílar festust á heiðinni. Að minnsta kosti annar þeirra þverar veginn í Skíðaskálabrekkunni. Innlent 30.1.2025 19:18 Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Formenn samninganefnda í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga hafa þar til klukkan eitt á laugardag til að taka afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir að langt hafi verið á milli deiluaðila og ríkissáttasemjari sé með þessu að reyna að höggva á hnútinn. Innlent 30.1.2025 18:31 Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Áhöfn björgunarskipsins Þórs í Vestmannaeyjum var á fjórða tímanum kölluð út á mesta forgangi þegar nótaskipið Huginn VE55 varð vélarvana í innsiglingunni við Hörgárgarð gegnt Skansinum. Innlent 30.1.2025 18:26 Kennarar svara umboðsmanni barna Kennarasamband Íslands furðar sig á því að umboðsmanni barna sé tíðrætt um það að verkfallsaðgerðir kennara mismuni börnum en ekki um þá staðreynd að nánast enginn leikskóli uppfylli kröfur landslaga um mönnun kennara. Þetta segja kennarar í yfirlýsingu á heimasíðu Kennarasambands Íslands nú síðdegis. Innlent 30.1.2025 18:07 Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Ríkissáttasemjari lagði í dag fram innanhússtillögu að kjarasamningi í deilu kennara við ríki og sveitarfélög. Samninganefndir þurfa að taka afstöðu til hennar fyrir klukkan eitt á laugardag. Ekkert verður af boðuðum verkfallsaðgerðum verði samningurinn samþykktur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við samninganefndir og ríkisáttasemjara um stöðu deilunnar og efni samningsins. Innlent 30.1.2025 18:01 Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari lagði í dag fram innanhústillögu í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Tillagan er ígildi kjarasamnings sem tryggir innágreiðslu á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og samið hefur verið um í almennum kjarasamningum. Samþykki deiluaðilar tillöguna á laugardag verður ekkert af boðuðum verkföllum í leik- og grunnskólum á mánudag. Ástráður fór yfir tillöguna í Pallborðinu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni síðdegis í dag. Innlent 30.1.2025 17:20 „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Svokallaður „skutlari“ hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita stúlku kynferðislega í bifreið sinni. Aðstandandi stúlkunnar tók hann kyrkingartaki í kjölfarið og hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Sá var nýverið dæmdur í áralangt fangelsi fyrir aðkomu að Sólheimajökulsmálinu svokallaða. Innlent 30.1.2025 17:18 Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi. Innlent 30.1.2025 17:11 Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segir Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjara, vera að reyna að „höggva á hnútinn“ í kjarabaráttu kennara. Enn sé langt á milli deiluaðila. Innlent 30.1.2025 16:55 Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari lagði nú klukkan fjögur fram innanhússtillögu að kjarasamningi í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög til að freista þess að höggva á þann algera hnút sem viðræðurnar eru komnar í. Ástráður mætir í beina útsendingu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Pallborðinu á Vísi um klukkan fimm í dag. Innlent 30.1.2025 16:15 Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Herþyrlan sem skall saman við farþegaþotu yfir Washington DC í nótt var á hefðbundnu æfingarflugi þegar slysið varð. Áhöfn hennar var nokkuð reynslumikil en flugmennirnir voru að æfa næturflug og voru búnir nætursjónaukum. Erlent 30.1.2025 16:02 Ýtti konu fyrir bíl Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás sem hann framdi fyrir utan kaffihús í Reykjavík í ágúst árið 2021. Ákvörðun um refsingu hans var frestað. Innlent 30.1.2025 15:34 Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi í dag, skammt frá brúnni um Víkurveg sem skilur að Grafarvog og Grafarholt. Innlent 30.1.2025 15:14 Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál Íslenskrar erfðagreiningar á hendur Persónuvernd. Persónuvernd var sýknuð í Landsrétti af kröfu Íslenskrar erfðagreiningar sem varðaði vinnu fyrirtækisins þegar Covid-19 faraldurinn var nýkominn hingað til lands. Innlent 30.1.2025 15:02 Skipaður skrifstofustjóri fjármála Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Guðmann Ólafsson skrifstofustjóra á skrifstofu fjármála í heilbrigðisráðuneytinu. Innlent 30.1.2025 14:56 Sextíu flugferðum aflýst Hvassviðri sem gengur yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair seinni partinn á morgun, 31. janúar. Flug til Evrópu í fyrramálið er á áætlun en raskanir eru á flugi til Íslands frá Evrópu eftir hádegið á morgun og einnig flugi sem er á áætlun til Norður-Ameríku og Evrópu síðdegis. Innlent 30.1.2025 14:43 Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Kona nokkur í Reykjavík lenti í óhugnanlegu atviki á sunnudaginn var. Rjómasprauta sem hún var að skrúfa saman sprakk með miklum látum og þeyttist tappinn í augað á henni. Innlent 30.1.2025 14:40 Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Búið er að loka vegunum um Hellisheiði og Þrengsli vegna ófærðar. Innlent 30.1.2025 14:35 Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands eftirmann sinn í leiðtogasæti Kristilegra demókrata fyrir að hafa nýtt sér stuðning öfgahægriflokks til þess að koma ályktun í gengum þingið í gær. Fátítt er að Merkel blandi sér í dægurþras stjórnmála eftir að hún lét af embætti. Erlent 30.1.2025 14:21 « ‹ 18 19 20 21 22 23 24 25 26 … 334 ›
Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm Sigmars Hjartar Jónssonar, karlmanns á þrítugsaldri, fyrir að nauðga kunningjastúlku sinni á göngustíg í nágrenni við heimili hans á Suðurlandi um nótt í september 2021. Innlent 31.1.2025 07:00
Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Næstum helmingur dönsku þjóðarinnar segist þeirrar skoðunar að Danmörku stafi nú ógn af Bandaríkjunum og tæp 80 prósent segjast andvígir því að Grænlendingar gangi Bandaríkjunum á hönd. Erlent 31.1.2025 07:00
Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Búið er að ná upp tækjabúnaði úr American Airlines vélinni sem fórst í Washington á miðvikudagskvöld sem meðal annars tekur upp samtöl í flugstjórnarklefanum og skrásetur flugið sjálft. Erlent 31.1.2025 06:40
Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Þrír voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt í tengslum við rannsókn á innbroti og tveir vegna skemmdarverka. Einn handteknu réðist á lögreglumenn og fangavörð með hnefahöggum. Innlent 31.1.2025 06:15
„Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir landið allt á morgun. Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að mikil úrkoma og hláka geti valdið vatnavöxtum, krapaflóðum og skriðuhættu, sérstaklega á Suður – og Suðausturlandi og Austfjörðum. Veður 30.1.2025 23:28
Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Deilur standa nú yfir á þingi um hvort Sjálfstæðisflokkurinn eigi að víkja úr stærsta þingflokksherberginu, sem Samfylkingin ásælist. Samfylkingin er nú stærsti flokkurinn, en Sjálfstæðismenn segja það engu máli skipta. Innlent 30.1.2025 22:30
Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Héraðsdómur Suðurlands hefur vísað frá ákæru gegn manni um sérstaklega hættulega líkamsárás í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á síðasta ári. Fram kemur í frétt RÚV um málið að héraðsdómur hafi vísað málinu frá vegna þess að ákæran væri svo ónákvæm og að héraðssaksóknari hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Innlent 30.1.2025 21:33
Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. Innlent 30.1.2025 21:21
Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kenndi því sem kallað er DEI vestanhafs og stendur fyrir fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu um flugslysið í Washington DC í nótt. Sagði hann slík stefnumál og ráðningar á þeim grundvelli hafa grafið undan öryggi. Erlent 30.1.2025 20:39
Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Karlmaður var handtekinn í Hafnarfirði í dag á milli 13 og 14 eftir að hann reyndi að stinga annan karlmann í bíl eftir að ökumaðurinn neitaði að gefa honum far. Innlent 30.1.2025 20:34
Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri. Karlar sendu inn fleiri umsagnir en konur en áætlað er að í umsögnunum sé að finna um tíu þúsund tillögur. Gervigreindarforrit hefur verið notað til að taka saman tillögurnar í fyrsta kasti en fjögurra manna hagræðingarhópur á að skila forsætisráðherra skýrslu um tillögurnar í síðasta lagi við lok næsta mánaðar. Innlent 30.1.2025 19:41
Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Hellisheiðinni var lokað upp úr klukkan sex í kvöld. Það var gert eftir að tveir bílar festust á heiðinni. Að minnsta kosti annar þeirra þverar veginn í Skíðaskálabrekkunni. Innlent 30.1.2025 19:18
Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Formenn samninganefnda í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga hafa þar til klukkan eitt á laugardag til að taka afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir að langt hafi verið á milli deiluaðila og ríkissáttasemjari sé með þessu að reyna að höggva á hnútinn. Innlent 30.1.2025 18:31
Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Áhöfn björgunarskipsins Þórs í Vestmannaeyjum var á fjórða tímanum kölluð út á mesta forgangi þegar nótaskipið Huginn VE55 varð vélarvana í innsiglingunni við Hörgárgarð gegnt Skansinum. Innlent 30.1.2025 18:26
Kennarar svara umboðsmanni barna Kennarasamband Íslands furðar sig á því að umboðsmanni barna sé tíðrætt um það að verkfallsaðgerðir kennara mismuni börnum en ekki um þá staðreynd að nánast enginn leikskóli uppfylli kröfur landslaga um mönnun kennara. Þetta segja kennarar í yfirlýsingu á heimasíðu Kennarasambands Íslands nú síðdegis. Innlent 30.1.2025 18:07
Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Ríkissáttasemjari lagði í dag fram innanhússtillögu að kjarasamningi í deilu kennara við ríki og sveitarfélög. Samninganefndir þurfa að taka afstöðu til hennar fyrir klukkan eitt á laugardag. Ekkert verður af boðuðum verkfallsaðgerðum verði samningurinn samþykktur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við samninganefndir og ríkisáttasemjara um stöðu deilunnar og efni samningsins. Innlent 30.1.2025 18:01
Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari lagði í dag fram innanhústillögu í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Tillagan er ígildi kjarasamnings sem tryggir innágreiðslu á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og samið hefur verið um í almennum kjarasamningum. Samþykki deiluaðilar tillöguna á laugardag verður ekkert af boðuðum verkföllum í leik- og grunnskólum á mánudag. Ástráður fór yfir tillöguna í Pallborðinu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni síðdegis í dag. Innlent 30.1.2025 17:20
„Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Svokallaður „skutlari“ hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita stúlku kynferðislega í bifreið sinni. Aðstandandi stúlkunnar tók hann kyrkingartaki í kjölfarið og hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Sá var nýverið dæmdur í áralangt fangelsi fyrir aðkomu að Sólheimajökulsmálinu svokallaða. Innlent 30.1.2025 17:18
Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi. Innlent 30.1.2025 17:11
Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segir Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjara, vera að reyna að „höggva á hnútinn“ í kjarabaráttu kennara. Enn sé langt á milli deiluaðila. Innlent 30.1.2025 16:55
Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari lagði nú klukkan fjögur fram innanhússtillögu að kjarasamningi í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög til að freista þess að höggva á þann algera hnút sem viðræðurnar eru komnar í. Ástráður mætir í beina útsendingu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Pallborðinu á Vísi um klukkan fimm í dag. Innlent 30.1.2025 16:15
Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Herþyrlan sem skall saman við farþegaþotu yfir Washington DC í nótt var á hefðbundnu æfingarflugi þegar slysið varð. Áhöfn hennar var nokkuð reynslumikil en flugmennirnir voru að æfa næturflug og voru búnir nætursjónaukum. Erlent 30.1.2025 16:02
Ýtti konu fyrir bíl Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás sem hann framdi fyrir utan kaffihús í Reykjavík í ágúst árið 2021. Ákvörðun um refsingu hans var frestað. Innlent 30.1.2025 15:34
Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi í dag, skammt frá brúnni um Víkurveg sem skilur að Grafarvog og Grafarholt. Innlent 30.1.2025 15:14
Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál Íslenskrar erfðagreiningar á hendur Persónuvernd. Persónuvernd var sýknuð í Landsrétti af kröfu Íslenskrar erfðagreiningar sem varðaði vinnu fyrirtækisins þegar Covid-19 faraldurinn var nýkominn hingað til lands. Innlent 30.1.2025 15:02
Skipaður skrifstofustjóri fjármála Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Guðmann Ólafsson skrifstofustjóra á skrifstofu fjármála í heilbrigðisráðuneytinu. Innlent 30.1.2025 14:56
Sextíu flugferðum aflýst Hvassviðri sem gengur yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair seinni partinn á morgun, 31. janúar. Flug til Evrópu í fyrramálið er á áætlun en raskanir eru á flugi til Íslands frá Evrópu eftir hádegið á morgun og einnig flugi sem er á áætlun til Norður-Ameríku og Evrópu síðdegis. Innlent 30.1.2025 14:43
Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Kona nokkur í Reykjavík lenti í óhugnanlegu atviki á sunnudaginn var. Rjómasprauta sem hún var að skrúfa saman sprakk með miklum látum og þeyttist tappinn í augað á henni. Innlent 30.1.2025 14:40
Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Búið er að loka vegunum um Hellisheiði og Þrengsli vegna ófærðar. Innlent 30.1.2025 14:35
Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands eftirmann sinn í leiðtogasæti Kristilegra demókrata fyrir að hafa nýtt sér stuðning öfgahægriflokks til þess að koma ályktun í gengum þingið í gær. Fátítt er að Merkel blandi sér í dægurþras stjórnmála eftir að hún lét af embætti. Erlent 30.1.2025 14:21