Fréttir

Ætlar að hitta kónginn í dag

Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, mun hitta danska konunginn í dag þó fundurinn verði seinna en til stóð. Hætt var við fund þeirra á mánudaginn, á svipuðum tíma og fregnir bárust af því að Donald Trump yngri væri á leið til Grænlands eftir að faðir hans, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði talað um það að Bandaríkin ættu að eignast eyríkið.

Erlent

Sjálf­stæðis­menn orðnir eins og vinstri­menn

„Þetta er dálítið eins og með vinstrimennina sem gátu aldrei komið sér saman um nokkurn hlut,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður og samfélagsrýnir um þá stöðu sem komin er upp innan Sjálfstæðisflokksins.

Innlent

Krefjast upp­töku á ara­grúa gullmuna í fíkniefnamáli tví­bura

Tvíburabræður á þrítugsaldri, ásamt einum manni á þrítugsaldri til viðbótar, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeir eru grunaðir um að hafa geymt mikið magn af MDMA, sem var ætlað til söludreifingar, í skrifstofuhúsnæði í Bæjarlind í Kópavogi. Héraðssaksóknari höfðar málið, en hann krefst upptöku á ýmsum gullmunum.

Innlent

Úti­lokar ekki að beita her­valdi til að ná Græn­landi

Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna.

Erlent

Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins

Ekkja manns sem fékk ígræddan plastbarka og lést þrjátíu mánuðum síðar hefur stefnt íslenska ríkinu. Starsmenn Landspítala hafi átt þátt í dauða mannsins. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

„Hann kom víða við og snerti marga“

Minningarsjóður hefur verið stofnaður fyrir eiginkonu og börn Egils Þórs Jónssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa, sem lést í desember eftir áralanga baráttu við krabbamein. Vinkona Egils segir fjarveru frá börnunum hafa tekið mest á Egil meðan á veikindum hans stóð.

Innlent

Fimm sækjast eftir em­bætti Land­læknis

Fimm sóttu um stöðu embættis Landlæknis sem auglýst var laust til umsóknar um miðjan desember síðastliðinn. Alma Möller fyrrverandi Landlæknir mun skipa í embættið til fimm ára í senn að undangegnu mati sérstakrar nefndar.

Innlent

Um­mæli um van­þakk­læti Afríku­búa valda reiði

Ráðamenn í Senegal og Tjad hafa fordæmt ummæli Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ríki Sahelsvæðisins svokallaða hafi „gleymt að þakka fyrir“ hernaðaraðstoðina gegn víga- og uppreisnarhópum undanfarin ár. Frönskum hermönnum hefur verið gert að hypja sér frá báðum ríkjunum, auk annarra ríkja á undanförnum mánuðum.

Erlent

„Þetta er sannar­lega mikill heiður“

Nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir mikla samstöðu hafa ríkt innan þingflokksins þegar kom að tillögu formann um að hann tæki við embættinu. Dagur B. Eggertsson er ekki meðal þeirra þriggja sem mynda stjórn þingflokksins.

Innlent

Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi

„Að hann geri þetta akkúrat núna, gefur þeim kenningum byr undir báða vængi, að hann hafi verið búinn að missa einhvern úr sínum kjarnastuðningshópi. Það fólk sem staðið hefur þéttast að baki honum, með honum í gegnum þessa mörgu storma, hafi verið búið að missa trúna.“

Innlent

Krefji Eddu um marg­falt hærri upp­hæð en eðli­legt sé

Lögmaður Eddu Falak segir fyrrverandi samstarfsfólk Eddu í hlaðvarpinu Eigin konur fara fram á tugi milljóna króna frá henni, þegar tekjur hlaðvarpsins á samstarfstímanum hafi verið um tvær og hálf milljón. Fólkið hafi enga fjármuni lagt í hlaðvarpið, aðeins vinnu sína. 

Innlent

Guð­mundur Ari þing­flokks­for­maður og Dagur kemst ekki á blað

Guðmundur Ari Sigurjónsson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur verið útnefndur þingflokksformaður flokksins. Tillaga Kristrúnar Frostadóttur þess efnis var samþykkt á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í dag. Dagur B. Eggertsson kemst ekki á blað í stjórn þingflokksins.

Innlent

Togari kom með sprengju til hafnar á Akur­eyri

Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar er á leið til Akureyrar vegna tundurdufls sem togarinn Björg EA kom með til hafnar við athafnasvæði Útgerðarfélags Akureyrar í dag. Bryggjusvæðið var rýmt og vinnslu í fiskvinnsluhúsi hætt.

Innlent

Formannsslagur í upp­siglingu eftir brott­hvarf Bjarna

Nýja árið fer af stað með látum og stórtíðindum úr stjórnmálunum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins til sextán ára, greindi frá því í gær að hann myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram og þá ætlar hann að segja skilið við stjórnmálin. 

Innlent

Hyggst leggja til ramma­á­ætlun á vorþinginu

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur lagði línurnar fyrir fyrstu mánuðum þessa kjörtímabils á ríkisstjórnarfundi í morgun. Orkumál eru þar ofarlega á lista og hyggst orkumálaráðherra leggja fram tillögu að rammaáætlun. 

Innlent

Le Pen látinn

Jean-Marie Le Pen, stofnandi franska öfgahægriflokksins Þjóðfylkingarinnar, er látinn, 96 ára að aldri. Hann bauð sig fram fimm sinnum til forseta en dóttir hans, Marine Le Pen, fylgdi í fótspor hans.

Erlent