Fréttir

Skot­á­rás gegn Trump, baktería í neyslu­vatni og veð­mála­starf­semi

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti varð fyrir skoti í árás á kosningafundi í Pennsylvaníu í gær. Árásin er rannsökuð sem morðtilræði en einn lést í árásinni auk árásarmannsins sem var drepinn á vettvangi. Líklegt þykir að árásin komi til með að styrkja kosningabaráttu Trumps sem sækist eftir embætti forseta á ný í kosningunum í nóvember.

Innlent

Fræðir á­huga­sama um mann­át

„Það virðist vera algengt að það sem vekur hjá okkur óhug er á sama tíma eitthvað svo spennandi,“ segir Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur. Í október næstkomandi mun hún leiða námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og viðfangsefnið er vægast sagt óvenjulegt: mannát.

Innlent

Svona var vett­vangur á­rásarinnar

Skotárás sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi var framin á fjölmennum kosningafundi í Pennsylvaníuríki, nánar tiltekið á vinsælum samkomustað við bæinn Butler.

Erlent

Leituðu að manni í sjónum í nótt

Tilkynning barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um eittleytið í nótt, um að hugsanlega hefði maður farið í sjóinn við Granda í Reykjavík. Leitin stóð langt frameftir nóttu, en bar ekki árangur. Kafarar, bátar og þyrla Landhelgisgæslunnar tóku þátt í leitinni.

Innlent

Musk styður Trump

Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur farið mikinn á eigin samfélagsmiðli, X, í kjölfar skotárásar sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi. Musk lýsir yfir stuðningi við Trump.

Erlent

Grunaður á­rásar­maður hét Thomas Matthew Crooks

Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gær hét Thomas Matthew Crooks og var tvítugur. Leyniþjónusta Bandaríkjanna drap Crooks skömmu eftir að hann hleypti af nokkrum skotum sjálfur.

Erlent

Leiddur blóðugur af kosninga­fundi eftir skot­á­rás

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var fluttur á sjúkrahús í snarhasti eftir að skotum var hleypt af á kosningafundi í Pennsylvaníuríki í kvöld. Þátttakandi á fundinum lét lífið og annar var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir árásina. 

Erlent

Biskupsbústaðurinn brátt falur

Séra Guðrún Karls Helgudóttir nýkjörinn biskup Íslands mun ekki flytja í biskupsbústaðinn að Bergstaðastræti 75. Til stendur að setja húsið á söluskrá. 

Innlent

Dæmi um meintan hagsmunaárekstur við mat á sak­hæfi

Dæmi eru um að sömu geðlæknar leggi mat á sakhæfi einstaklinga fyrir dómstólum og sem sinna myndu þeim á réttargeðdeild. Þetta skapar óeðlilegan hagsmunaárekstur að mati formanns Afstöðu. Alvarlegt ástand ríki í geðheilbrigðismálum fanga.

Innlent

Segir fá­rán­­legt að enginn axli á­byrgð á bana­slysinu

Hópur mótorhjólamanna hefur efnt til mótmæla næstkomandi mánudag til að mótmæla því að enginn ætli að bera ábyrgð á mistökum við vegagerð, sem leiddu til banaslyss tveggja mótorhjólamanna á Kjalarnesi fyrir fjórum árum. Hópurinn ætlar að hittast á Korputorgi klukkan 19, aka saman upp á Kjalarnes, og stöðva þar hjólin á báðum akreinum í stutta stund í mótmælaskyni. Skipuleggjandi segir fáránlegt að enginn taki ábyrgð.

Innlent

Myndi engan skaða þótt veð­mála­fyrir­tæki fengju að starfa

Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður, segir að löggjöfin um veðmálastarfssemi svipi til áfengisbannsins sem sett var á laggirnar árið 1909. Íslensk stjórnvöld geti ekki hindrað að auglýsingar erlendra veðmálafyrirtækja komi fyrir augu Íslendinga fyrir tilstilli erlendra samfélagsmiðla. Sennilega myndi það ekki skaða neinn, þó erlend veðmálafyrirtæki fengju að starfa hér.

Innlent

Lög­regla látin skila milljónum sem dómurinn telur lík­lega illa fengið fé

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þarf að láta af hendi 7,13 milljónir króna í reiðufé sem hún lagði hald á árið 2021 í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi. Maður, sem er eigandi peninganna, er ásamt öðrum grunaður í máli sem varðar innflutning, framleiðslu og dreifingu fíkniefna, sem og ýmis auðgunarbrot, stórfelldan þjófnað og peningaþvætti.

Innlent

Um­fangs­mikil á­rás á Gasa talin hafa banað minnst 71

Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem rekin eru af Hamas segja að minnst 71 hafi verið drepinn í umfangsmikilli árás Ísraelshers á svæði sem átti að vera öruggt mannúðarsvæði. Ísraelsher segir að skotmörk árásarinnar hafi verið háttsettir leiðtogar Hamas.

Erlent

„Verður alls ekki keyrt í gegn í mikilli and­stöðu“

Ekki kemur til greina að keyra í gegn verkefni sem tengist áformum Carbfix í Hafnarfirði í mikilli andstöðu við íbúa að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. Hún kveðst skilja áhyggjur íbúa og tekur undir að hluti borhola kæmu til með að liggja full nálægt byggð. Hún ítrekar einnig að engar skuldbindandi ákvarðanir hafi verið teknar um verkefnið.

Innlent

Hellis­heiði opnuð á ný

Hellisheiði var lokað til austurs í dag á meðan brak var hreinsað í Kömbunum. Gera þurfti við víravegrið eftir óhapp. Umferð varr beint um Þrengslaveg á meðan.

Innlent

Bæjar­stjóri um Carbfix og vonskuveður um hásumar

Ekki kemur til greina að keyra í gegn verkefni sem tengist áformum Carbfix í Hafnarfirði í mikilli andstöðu við íbúa að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. Hún kveðst skilja áhyggjur íbúa og tekur undir að hluti borhola kæmu til með að liggja full nálægt byggð. Hún ítrekar einnig að engar skuldbindandi ákvarðanir hafi verið teknar um verkefnið.

Innlent