Heimilar umferð um Vonarskarð Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2025 11:07 Vonarskarð er gróðurlaust skarð milli Bárðarbungu í Vatnajökli og Tungnafellsjökuls. Stjr Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur staðfest breytingartillögu svæðisstjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs um að heimila vélknúna umferð og hjólreiðar um Vonarskarð frá 1. september ár hvert og þar til svæðið verður ófært. Frá þessu segir í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Þar kemur fram að breytingin gildi í tilraunaskyni til fimm ára og fylgi henni ítarleg vöktunaráætlun. „Umferð um Vonarskarð verður, eftir sem áður, heimil í samræmi við lög um náttúruvernd, á frosinni og snævi þakinni jörð ef frá eru skilin jarðhitasvæðin. Náttúruverndarstofnun verður ennfremur falið að skila framvinduskýrslu til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um málið á hverju ári og ráðuneytið mun, í samvinnu við stofnunina, skoða möguleika á aukinni vernd í og við viðkvæm svæði Snapadals. Þegar stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs var samþykkt árið 2013 var lokað fyrir umferð reiðhjóla og vélknúinna ökutækja í gegnum Vonarskarð og svæðið skilgreint sem göngusvæði og hefur frá þeim tíma verið tekist á um lokunina. Í tilmælum ráðuneytisins til stjórnar þjóðgarðsins þetta sama ár var stjórninni falið að skoða sérstaklega málefni Vonarskarðs með það að markmiði að tryggja til framtíðar vernd og nýtingu gæða svæðisins með hagsmuni og samræmingu útivistar og náttúruverndar að leiðarljósi í samstarfi við helstu hagsmuna- og umsagnaraðila svæðisins. Á fundi svæðisstjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs í nóvember 2024 var tekin ákvörðun að hefja breytingaferli á aðgengi um svæðið í tilraunaskyni. Svæðisstjórn hefur síðan þá unnið að tillögu að breytingu á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið og samþykkti hana 17. september 2025. Tillaga svæðisstjórnar barst ráðherra 19. september 2025. Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðar er meginstjórntæki þjóðgarðsins og samkvæmt lögum um Vatnajökulsþjóðgarð er hlutverk ráðherra að staðfesta stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn ef hún brýtur ekki í bága við lög eða reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð. Ráðherra hefur nú staðfest tillögu svæðisstjórnar og verður á tilraunatímabilinu lögð áhersla á landvörslu og eftirlit með svæðinu,“ segir í tilkynningunni. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Umferð Ásahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Þar kemur fram að breytingin gildi í tilraunaskyni til fimm ára og fylgi henni ítarleg vöktunaráætlun. „Umferð um Vonarskarð verður, eftir sem áður, heimil í samræmi við lög um náttúruvernd, á frosinni og snævi þakinni jörð ef frá eru skilin jarðhitasvæðin. Náttúruverndarstofnun verður ennfremur falið að skila framvinduskýrslu til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um málið á hverju ári og ráðuneytið mun, í samvinnu við stofnunina, skoða möguleika á aukinni vernd í og við viðkvæm svæði Snapadals. Þegar stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs var samþykkt árið 2013 var lokað fyrir umferð reiðhjóla og vélknúinna ökutækja í gegnum Vonarskarð og svæðið skilgreint sem göngusvæði og hefur frá þeim tíma verið tekist á um lokunina. Í tilmælum ráðuneytisins til stjórnar þjóðgarðsins þetta sama ár var stjórninni falið að skoða sérstaklega málefni Vonarskarðs með það að markmiði að tryggja til framtíðar vernd og nýtingu gæða svæðisins með hagsmuni og samræmingu útivistar og náttúruverndar að leiðarljósi í samstarfi við helstu hagsmuna- og umsagnaraðila svæðisins. Á fundi svæðisstjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs í nóvember 2024 var tekin ákvörðun að hefja breytingaferli á aðgengi um svæðið í tilraunaskyni. Svæðisstjórn hefur síðan þá unnið að tillögu að breytingu á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið og samþykkti hana 17. september 2025. Tillaga svæðisstjórnar barst ráðherra 19. september 2025. Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðar er meginstjórntæki þjóðgarðsins og samkvæmt lögum um Vatnajökulsþjóðgarð er hlutverk ráðherra að staðfesta stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn ef hún brýtur ekki í bága við lög eða reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð. Ráðherra hefur nú staðfest tillögu svæðisstjórnar og verður á tilraunatímabilinu lögð áhersla á landvörslu og eftirlit með svæðinu,“ segir í tilkynningunni.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Umferð Ásahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent