Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2019 13:45 KR-ingar fagna marki í leiknum gegn Víkingum 11. september 1999. mynd/e. ól. Í dag, 11. september, eru nákvæmlega 20 ár síðan KR tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fótbolta karla í 31 ár. Biðinni löngu eftir Íslandsmeistaratitlinum hjá KR lauk loks eftir 0-4 sigur á Víkingi á Laugardalsvellinum í sautjándu og næstsíðustu umferð Landssímadeildarinnar, laugardaginn 11. september 1999. Mikill fögnuður braust út meðal fjölmargra stuðningsmanna KR sem lögðu leið sína í Laugardalinn þegar Garðar Örn Hinriksson flautaði til leiksloka. Enda var sennilega þykkasta íshella íslenskrar íþróttasögu loks brotin. Atli Eðvaldsson var þjálfari KR á þessum tíma og varð sá fyrsti til að koma með Íslandsmeistarabikarinn í Vesturbæinn síðan Austurríkismaðurinn Walter Pfeiffer afrekaði það 1968.Atli lést á mánudaginn í síðustu viku og verður borinn til grafar á morgun. Á mánudaginn mætast gömlu liðin hans, Valur og KR, á Hlíðarenda og með sigri tryggir KR sér 27. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins.KR-ingar fagna. Á myndinni má m.a. sjá Bjarna Þorsteinsson og Sigurstein Gíslason. Sá síðarnefndi varð alls níu sinnum Íslandsmeistari á ferlinum, fimm sinnum með ÍA og fjórum sinnum með KR.mynd/e. ól.Árið 1999 var draumi líkast hjá KR sem var vel við hæfi enda fagnaði félagið þarna 100 ára afmæli sínu. Ekki nóg með að KR hafi orðið Íslandsmeistari heldur varð liðið einnig bikarmeistari eftir 3-1 sigur á ÍA í úrslitaleik. Kvennalið KR vann einnig tvöfalt og því vann KR alla fjóra stærstu titlana sem í boði voru í fótboltanum á 100 afmælinu. KR komst á topp Landssímadeildarinnar í 4. umferð og lét toppsætið ekki af hendi eftir það. KR-ingar fóru langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri á Eyjamönnum í uppgjöri toppliðanna í 15. umferð. KR náði þá fimm stiga forskoti á toppnum. Í 16. umferðinni vann KR Fram, 0-2, á Laugardalsvellinum. Það var því öruggt að KR myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Víkingi á sama velli í næstsíðustu umferðinni. Og það gerðu KR-ingar.Hluti af umfjöllun DV um leikinn 11. september 1999.mynd/skjáskot dvGuðmundur Benediktsson kom KR yfir með marki úr vítaspyrnu á 13. mínútu. Hann var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins 1999. Félagi Guðmundar í framlínu KR, Bjarki Gunnlaugsson, skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili undir lokin. Þórhallur Hinriksson átti svo síðasta orðið þegar hann skoraði fjórða mark KR-inga tveimur mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 0-4, KR í vil. KR-ingar, ungir sem aldnir, fögnuðu vel og innilega í leikslok. KR fékk svo Íslandsmeistarabikarinn afhentan eftir 3-2 sigur á Keflavík í lokaumferðinni.20 ár uppá dag, Íslandsmeistari undir stjórn Atla Eðvalds. pic.twitter.com/D7nRpKSAH6— Gummi Ben (@GummiBen) September 11, 2019 Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um daginn stóra, 11. september 1999, í sögu KR. Þar má sjá mörkin úr leiknum gegn Víkingi, fögnuð KR-inga og viðtal við Atla Eðvaldsson.Klippa: Umfjöllun um Íslandsmeistaratitil KR 1999 Pepsi Max-deild karla Reykjavík Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira
Í dag, 11. september, eru nákvæmlega 20 ár síðan KR tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fótbolta karla í 31 ár. Biðinni löngu eftir Íslandsmeistaratitlinum hjá KR lauk loks eftir 0-4 sigur á Víkingi á Laugardalsvellinum í sautjándu og næstsíðustu umferð Landssímadeildarinnar, laugardaginn 11. september 1999. Mikill fögnuður braust út meðal fjölmargra stuðningsmanna KR sem lögðu leið sína í Laugardalinn þegar Garðar Örn Hinriksson flautaði til leiksloka. Enda var sennilega þykkasta íshella íslenskrar íþróttasögu loks brotin. Atli Eðvaldsson var þjálfari KR á þessum tíma og varð sá fyrsti til að koma með Íslandsmeistarabikarinn í Vesturbæinn síðan Austurríkismaðurinn Walter Pfeiffer afrekaði það 1968.Atli lést á mánudaginn í síðustu viku og verður borinn til grafar á morgun. Á mánudaginn mætast gömlu liðin hans, Valur og KR, á Hlíðarenda og með sigri tryggir KR sér 27. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins.KR-ingar fagna. Á myndinni má m.a. sjá Bjarna Þorsteinsson og Sigurstein Gíslason. Sá síðarnefndi varð alls níu sinnum Íslandsmeistari á ferlinum, fimm sinnum með ÍA og fjórum sinnum með KR.mynd/e. ól.Árið 1999 var draumi líkast hjá KR sem var vel við hæfi enda fagnaði félagið þarna 100 ára afmæli sínu. Ekki nóg með að KR hafi orðið Íslandsmeistari heldur varð liðið einnig bikarmeistari eftir 3-1 sigur á ÍA í úrslitaleik. Kvennalið KR vann einnig tvöfalt og því vann KR alla fjóra stærstu titlana sem í boði voru í fótboltanum á 100 afmælinu. KR komst á topp Landssímadeildarinnar í 4. umferð og lét toppsætið ekki af hendi eftir það. KR-ingar fóru langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri á Eyjamönnum í uppgjöri toppliðanna í 15. umferð. KR náði þá fimm stiga forskoti á toppnum. Í 16. umferðinni vann KR Fram, 0-2, á Laugardalsvellinum. Það var því öruggt að KR myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Víkingi á sama velli í næstsíðustu umferðinni. Og það gerðu KR-ingar.Hluti af umfjöllun DV um leikinn 11. september 1999.mynd/skjáskot dvGuðmundur Benediktsson kom KR yfir með marki úr vítaspyrnu á 13. mínútu. Hann var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins 1999. Félagi Guðmundar í framlínu KR, Bjarki Gunnlaugsson, skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili undir lokin. Þórhallur Hinriksson átti svo síðasta orðið þegar hann skoraði fjórða mark KR-inga tveimur mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 0-4, KR í vil. KR-ingar, ungir sem aldnir, fögnuðu vel og innilega í leikslok. KR fékk svo Íslandsmeistarabikarinn afhentan eftir 3-2 sigur á Keflavík í lokaumferðinni.20 ár uppá dag, Íslandsmeistari undir stjórn Atla Eðvalds. pic.twitter.com/D7nRpKSAH6— Gummi Ben (@GummiBen) September 11, 2019 Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um daginn stóra, 11. september 1999, í sögu KR. Þar má sjá mörkin úr leiknum gegn Víkingi, fögnuð KR-inga og viðtal við Atla Eðvaldsson.Klippa: Umfjöllun um Íslandsmeistaratitil KR 1999
Pepsi Max-deild karla Reykjavík Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira